Njótum lífsins og borðum :)

10269584_10152333295840659_3435998322406347997_n

Góðan daginn.

Jahérna aftur sól 
Eins gott að njóta.
Ég heiti nú ekki SÓLveig fyrir ekki neitt….elska sólina 
Allt annað líf að vakna við þennan gleðigjafa.

Annars hef ég þetta bara stutt í dag.
Ég fæ svo mikið af skilaboðum.
Og tekur mig smá tíma að komast í gegnum þau öll.
En ég svara hverju einasta skilaboði 

Mörg þessa skilaboða eru frá fólki sem vill matseðil.
Frá A-Ö.
Því miður á ég ekki svoleiðis til.
Ég skipulegg ekki matseðil sjálf.
Og ekki rétti aðilinn til að setja upp matarplan 
Ég mæli með fagaðilum fyrir svoleiðis.

En ég mæli með samt….
Að fólki hætti í megrun 
Hætti að spá í hvað má ekki borða og allt sé fitandi.
Bananar séu ofurfita….kartöflur sjúklega fitandi 🙂

Heldur vakna og brosa.
Taka ákvörðun að nú sé komið að þeim degi þar sem þú ætlar að gera lífið betra.
Taka inn meiri gleði.
Fara í búðina og kaupa meira af hreinum mat.
Meira af því sem kætir líkamann og læknar.

Hætta að misbjóða sjálfum sér.
Ég hætti í megrun og þess vegna tókst mér að snúa blaðinu við.
En ég er samt ekki að segja að maður eigi ekki að spá í hvað maður borði .
Jú það ber að vanda fæðuna.
En hætta að einblína á allt það óholla.
Heldur koma meira af hollari mat inn í daglegt líf.
Ekki lifa við hvað er bannað…heldur hvað er leifilegt.

Njóttu og hafðu gaman af þessu.
Því annars er þetta engin gleði og þú pompar eins og ég gerði 1000 sinnum….í næsta sukkpoll 🙂

Jæja ég er komin í gallann.
Frekar lúin í dag.
Eftir síðustu viku þar sem ég tók á því 6 sinnum í vikunni.
En nú er önnur vika að riðja sér rúms….svo í gallann 
Taka á og koma sér í léttara form 🙂

Eigið góðan dag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s