Fundað í Prag um offituna í henni Evrópu.

11261063_10153178406835659_1842343947_n

Góðan daginn.

Já komin heim og það snjóar.
Þetta er svo stórundanlegt í hvert sinn….ganga inn í vor i Evrópu og koma svo heim í vetur.
Kemur manni alltaf jafn mikið á óvart.

Þessi vika hefur verið ótrúleg.
Að við séum komin saman sjúklingaráð inn i stór samtök sem vinnur að rannsóknum og ummmönnum offitunar í henni Evrópu og víða.
Við höfum verið hóuð saman til samstarfs.
Þetta er annað árið sem sjúklingaráðið kemur saman.
Síðast í Búlgaríu í fyrra.
Og er að myndast góður kjarni.

En hvert er okkar hlutverk inn i svona stóran hóp fræðimanna ?
Ég mundi segja stórt !
Við erum fólkið sem þeir vilja hjálpa 🙂
Þeir vinna hörðum höndum að rannsóknum á offitunni.
Og allir að gera sitt í átt að betri heimi.
Það eru líka lyfjafyrirtækin sem koma að þessu.
En verð að segja þaðan er kannski endilega hjálpina að finna.
Jú lyfin er mörgum nauðsyn.
En til þess að lyfin virki sem skildi þarf að breyta um lífsstíl .
Ein pilla á dag mun seint gera okkur mjó.
Það er ekki í augnsýn nein svoleiðis pilla.

Okkar hlutverk er líka að miðla okkar reynslu.
Og vilja þeir ólmir fá okkar sjónarhorn á okkar daglega lífi .
Hvað er það sem kemur manneskju í hóp sjúklegrar offitu.
Og afhverju hreinlega erum við feit ef þeir eru með lausnir hægri vinstri fyrir okkur 🙂
Offitan er svo allskonar.
Hún er ekki bara eitthvað eitt.
Manneskja sem er of þung.
Það liggja svo margar ástæður fyrir .
Og það þarf að vinna með allan þáttinn.
Ekki bara kílóafjöldan.
Hann nánast kemur þessu ekki við .

Margir vilja vita mína sögu þarna úti.
Hef sennilega þurft að þylja hana upp þessa vikuna svona 100 sinnum.
Afhverju get ég farið þessa leið ….afhverju geta ekki allir farið þessa leið.
Þetta er ekki svona einfalt.
Við erum svo allskonar og sem betur fer ekki steipt í sama formið.
Hver og einn verður að finna sína leið.
Það er hægt að blanda nokkrum leiðum saman….finna sitt!

Læknarnir margir og aðrir ummönunar aðilar tala nefnilega mikið um … „Afhverju hlustar sjúklingurinn ekki á mig“
Því ef hann bara hlustaði á mig….væri þessi aðili orðin grannur brosandi og hress.
Ef hann bara fylgdi mínu programmi.
Þetta vildu margir fá svör við.

Þetta er ekki svona einfalt 🙂

Offitan er komin til að vera því miður.
En við megum aldrei gefast upp!
Offita drepur við vitum það .
Svo afhverju erum við þá svona feit ennþá.

Margir skilja þetta ekki.
Og eru fordómarnir margir hverju skelfilegir.
Við í sjúklingaráði eigum okkar sögur.
Og við deilum þeim…en dveljum ekki þar.
Við erum samankomin í átt að betri heimi offitunar ekki til að væla okkur í gegnum sorg og aumingjaskap.
Við erum sterkir aðilar sem viljum réttlæti 🙂
Ofitu sjúklingur ….er aðili sem á allan rétt á að hann sé hlustað.

Við erum að vinna saman ásamt læknum og rannsóknaraðilum að stóru verkefni saman.
Eitt að okkar verkefnum núna er að læknar komi fram við offitu sjúkling af virðingu.
Að hann hlusti á það sem sjúklingurinn hafi að segja án þess að ráðast strax á kílóafjöldan sem hann ber.
Og að fordómar í garð okkar sem glímum við offituna verði af sjálfsögðu minni…jafnvel hverfi.

En það sem ég er svo ótrúlega ánægð með .
Að við erum loksins MEÐ!
Að við erum loksins sýnileg.
Að á okkur sé tekið mark á.
Og það er alveg hreint ótrúleg hvað við getum gert saman…..ef við stöndum saman.
Þetta sjúklingaráð er glænýtt fyrir þessum samtökum.
http://www.easo.org
Og eru hérna nokkrar sögur sem við offitusjúklingarnir höfum að segja.
http://easo.org/category/patient-council

Það er aðeins eitt land sem hefur gengið alla leið með offituna og skilgreint hana sem sjúkdóm.
Það er Portúgal.
Ótrúlegt hvað það land er komið framarlega með offituna.
Og tildæmis fólk sem í magaðagerðir fara fá fylgni í sex ár.
Og þar sem þetta er skilgreint sem sjúkdómur eru leiðrettingar á líkamanum inni í því prógrammi.
Stórar svuntuaðgerðir og annað eru þar inni.

Við munum berjast áfram 🙂
Ef offitan er orðin svona stór áhættuþáttur í heiminum.
Ber okkur öllum skilda að hjálpast að.

Því opnari sem umræðan um offituna er ….því minni fordómar 🙂
Ég er offitu sjúklingur.
Þótt kílóanum hafi fækkað .
En ég lifi með þessum sjúkdómi í sátt.
Ég er ekki offita ég er bara Sólveig sem vinnur hörðum höndum við að verða hraustari og sterkari 🙂
Offitan mun aldrei sigra mig 🙂

Njótið dagsins.

 

Auglýsingar

Ráðstefnan í Prag.

11212362_10153174589630659_2102865460_n

Góðan daginn.

Stóri dagurinn runnin upp.
Dagurinn sem mín grúbba lætur ljós sitt skína.
Við erum skilgreind sem :The EASO Patient Council ….“is a group of representatives from the European Association for the Study of Obesity national membership associations“

Þeta er mikill heiður fyrir mig.
Og að fá að vera þáttakandi í svona stóru verkefni sem er mér einstaklega kært.
Hef sjálf barist við offituna nánast allt mitt líf.
Þannig að hitta aðra í sömu sporum frá mörgum löndum Evrópu og fræðast um hvað er í boði í þeirra löndum fyrir offitu sjúklinga.
Hvernig eru málin í fleiri Evrópu löndum í sambandi við fordómana.
Viðgerðir á líkama eftir gríðalegt kílóatap….hvað er í boði í löndum Evrópu.
Við erum frekar aftarlega á Íslandi í öllum flokkum tengt offitunni.
Portúgal er eina landið sem viðurkennir offituna sem sjúkdóm.
Og stórt hrós til þeirra fyrir að berjast með sanngirni.
Flest öll hin löndin eru komin langt á leið með þetta ferli.

Við erum um 15 lönd stödd hér á ráðstefnunni í minni grúbbu.
Erum aðeins fleiri í allt en ekki gátu allir komið í ár.
Flest okkar hafa barist við ofituna í all langan tíma.
Mismunandi stigum ….jú eins og við erum allskonar eigum við öll okkar sögu.
Mörg í hópnum hafa farið í magaaðgerðir til að halda lífi.
Og mörg þeirra bíður erfitt verkefni að fara í uppbyggingu og viðgerðir á líkama eftir oft gríðalgegt þyngartap.
En sjaldan hef ég hitt aðra eins grúbbu….fulla af lífi og jákvæðni 🙂
Öll viljum við léttara líf.
Bæði í anda og líkama.
Við viljum virðingu ❤
Að komið sé fram við fólk með virðingu í sama hvaða þyngdarflokki við erum.
Við hér á Íslandi erum ekki eina þjóðin að berjast við offituna hún er allstaðar.
Þjóðirnar sem eru hér í dag með mér eru: Svíðþjóð, Ísland, Ungverjaland, Holland, UK, Írland, Belgía, Portúgal, Þýskaland, Pólland, Tekkland, Frakkland.

Við erum stækkandi hópur 🙂
Og munu fleiri þjóðir bætast við ráðið með komandi árum.
Mörg af þessum einstaklingum vinna fulla vinnu við sín samtök.
Samtök offitusjúklinga.
Við höfum ekki slík samtök á Íslandi að ég viti.
En mikið væri nú gaman að mynda slík samtök.
Því öflugri sem við erum fáum við meiri sanngrini og virðingu.
Öll fræðsla er af hinu góða.

Jæja ég verð að koma mér af stað 🙂
35 min gym í morgunsárið.
Þá aðalega á einhverju stigtæki….sem ég hef tekið ástfóstri við 🙂
Aðeins jú rifið í lóðin…því ekkert er betra þegar að maður veit að langur dagur við setu sé framundan að styrkja efri partinn.
Aldrei að gleyma hreyfingunni 🙂
Og aldrei betra en að fá að vera nánast „palli einn í heiminum“ á hótel gymi 🙂

Morgunverðarfundur núna og í framhaldi af því er farið inn í ráðstefnuhöllina og málin rædd.
Í dag fáum við líka dag tvö við „media training“
Mjög skemttilegur þáttur af þessu öllu.

Njótið dagsins ❤

Gleðilega páska.

funny-colorful-easter-eggs-picture

Góðan daginn.

Og gleðilega páska 🙂

Ég elska páskana…ekkert stress.
Jólin eru eins og þeytivinda en páskarnir bara dásemd.
Allir róaðir og til í þetta.

Hér áður fyrr var hver einasta hátíð hjá mér matarhátíð.
Stórsteikur og eftirréttir…voru mitt fag.
Í dag þetta er svo skrýtið….ég get þetta ofát ekki lengur.
Mér verður illt ef ég borða yfir mig og sérstaklega ef maturinn er þungur dag eftir dag….
En það er búið að taka mig töluverðan tíma að læra þetta 🙂
Og engin er heilagur…ég á mína slæmu daga.
En er meðvitaðri með þetta allt saman í dag 🙂

Páskaegg.
U JÁ 🙂
Valdi mér páskaegg númer 3 …pínulítið kríli og fæ að njóta.
Því það eru páskar og ég neyta að banna mér hlutina.
Ég hef prófað að sleppa páskaeggi….en át þá bara frá hinum 🙂
Alls ekki gott.
Þá sérstakega fyrir hina.
Ef ég fæ mitt litla egg….er það minn skammtur.
Gef nú samt kannski með mér 🙂

Njóta njóta….ekki gúffa og troða.
Og enda í ofáti og skömm.
Það eru ráðin mín til mín….þá reynist mér þetta miklu auðveldara 🙂

Njótið páska 🙂

Þakklát kona.

11093730_10153091247980659_2034088695_n

Góðan daginn.

Jæja komin 1. apríll !
Og eins gott að vera ekki of auðtrúa í dag 🙂

En núna get ég sagt það eru komin þrjú ár síðan að ég breytti um lífsstíl.
Lokaði loksins dyrunum á Jó-Jó megranir og ofbeldi á sjálfa mig.
Ákvað að nóg væri komið og eitthvað annað yrði að taka við.
Fann mína hjálp hjá Heilsuborg eins og svo oft hefur komið framm 🙂

Ég ákvað að taka ábyrgð á sjálfri mér í átt að betri heilsu.
Fræðast um mannslíkamann.
Afhverju þetta og hitt.
Og þvílíkur skóli.
Ég í dag skil ekki gömlu mig.
Hvað var það sem ég ekki skildi þá 🙂
Afhverju gerði ég mér ekki grein fyrir því að mataræðið mitt var að ganga frá mér í gröfina.
Og ég sem húsmóðir…..og eldabuska.
Innkaupastjóri á eigin heimili 🙂
Kokkur og bakari….
Ég bauð hættunni heim fyrir hina fjölskyldumeðlimina líka.

Á mínum bæ eins og hjá svo mörgum er allskonar í gangi.
Við eigum í pokahorninu Ms-sjúkdóminn, ADHD, flogaveiki, rósrauða og allskonar lítið og smá í viðbót .
Allt þetta var sem ógn hér áður.
Í dag lifir þetta með okkur 🙂
Og við pössum hver og eitt upp á sína samferðavini 🙂
Með mataræði og breyttum lífsstíl.
Við erum misvirk í þessu.
En ég get sagt að við öll hérna á heimilinu höfum tekið þvílíkum framförum með okkar líf.
Til dæmis drengurinn minn sem gjörbreytti sínu mataræði .
Hann er bara 11 ára og það er svo gaman að sjá hvað allt er breytt hjá honum….og flogaveikin er allt önnur 🙂
Ekkert kast í 3ár 🙂
En hann er líka á góðum lyfjum.
Áður en hann breytti um mataræði með lyfjunum fékk hann köst.
Svo fyrir mig er þetta ekki bara að megrast, léttast og verða sæt.
Heldur að breyta um allt sem lífið hefur upp á að bjóða.
Að byrja lifa til að njóta 🙂

En ég mun seint geta þakkað ykkur öllum sem hafið fylgt þessari síðu með mér 🙂
Þvílíkur stuðningur og kærleikur hér inni.
Hefði aldrei trúað því að þegar ég setti þessa síðu í gang að það væri komnir rúmlega 6.000 manns með mér í þessa lífsstílsbreytingu mína.
Ég opnaði þessa síðu vegna þess að mig fannst vanta aðgengilegar uppskriftir af hollum góðum og heilbrigðum mat…sem líka var auðveldur 🙂
Svo hefur þetta undið upp á sig.
Og hálfgert blogg í dag.
Uppúr þessum skrifum hef ég síðan byrjað með mitt eigið blogg.
Skrifa fyrir http://www.heilsutorg.is og er Pressupenni 🙂
Held fyrirlestra um hvernig ég breytti um lífsstíl.
Held námskeið ásamt lækni Heilsuborgar um hvernig við getum bætt mataræðið og heilsuna í leiðinni.
Þvílíkur fróðleikur þar á ferð.
Og ég læri endalaust eitthvað nýtt af henni Erlu Gerði .
Tók mig til og lærði Markþjálfun og er bara verulega stolt af því sem ég geri í dag.
Allt þetta byrjaði bara með einni ákvörðun….að hætta í vitleysunni og fara njóta lífsins.
Að hætta í megrun.

Takk kæru vinir fyrir að vera með mér í þessu ferðalagi.
Við gerum þetta svo miklu betur saman 🙂

Njótið dagsins.

Höldum áfram með hollustuna.

10951594_10152960617745659_69699091_n

Góðan daginn.

Mánudagur.

Og vitiði ég er bara öll að koma til 🙂
Jú geng ennþá smá hokin og allt það.
Verkir á nóttunni og alles ennþá.
Það er tengt mínum vesenis nafla sem ekki vill gróa og er með stæla.
Já en þetta er samt allt að koma finn það bara 🙂
Þýðir ekkert nema taka þetta á Pollíönnu .
Hún er best í þessu 🙂

Já núna er komin febrúar.
Og ég er svo forvitin …..
Hvernig gengur hjá þeim sem byrjuðu að reyna við nýtt líf um áramót ?
Ekki gefast upp 🙂
Þótt þetta taki tíma og stundum sjáist ekki bjartur dagur út úr fitupúkanum…eða hinum óholla lífi.
Bara einn dagur í einu.
En aldrei gefast upp.
Því svo lengi sem þú reynir…er þetta að virka 🙂
Tíminn flýgur hvort eð er…..svo áfram gakk.

Reyna skipuleggja mataræðið dag frá degi.
Kynna sér eitthvað nýtt.
Ég var voðalega dugleg í Nettó í byrjun.
Fannst gott að kaupa hitt og þetta sem var gott að prufa.
Netto í Mjódd eru með góðar vörur fyrir okkur sem erum að koma mataræðinu á réttan kjöl.
Ég versla líka mikið í Þín verslun Seljabraut…..fæ súper þjónustu og kjöt/ og fiskiborðið þar er dásamlegt.
Gott að geta gengið að svona flottu kjötborði 🙂
Ég elska líka að kíkja á Gló og Lifandi Markað .
Það eru nú nammibúðir 🙂
Svo eru fullt af flottum búðum sem gaman er að kíkja í eftir því holla.

Ég er ennþá aðeins að átta mig á klæðaburði þessa dagana.
Eftir að hafa losað mig við nærri heil 6 kíló!
Bara af magasvæðinu….breyttist nú aðeins líkaminn við þá aðgerð.
Að láta fjarlægja svuntu , sauma upp magavöðva og gangast undir stóra aðgerð við kviðsliti á sama tíma ….er annsi töff aðgerð!
Og hef ég ekki alveg áttað mig á því ennþá hvað þetta hefur að segja.
En held að ég verði nokkuð sátt þegar að vikur líða og ég fer á stjá aftur.
Ég get í dag…..fundið fyrir magavöðvum þegar að ég kreppi magann.
Það hef ég ekki getað í mörg ár….allt sundur slitið.
Mikið srýtin tilfinning.

Og svo kemur að klæðaburði.
Ég hef verið nokkuð dugleg í gegnum árin að fela magann.
Og alltaf þurft að hafa allan fatnað niður fyrir maga….og síðustu ár vel niðurfyrir.
Því maginn hékk orðið niður á læri.
Mjög sárt líkamlega og andlega að bera svoleiðis maga.
Ég var ekki mikið sú týpa sem sást í sundi eða almennings sturtum.
Og var búin að vera í nokkra mánuði í Heilsuborginni áður en ég gat hugsað mér að fara í sturtu.
Og úff…þetta verður allt annað líf.
Þessi eilífði feluleikur með magann ….sem ekki passaði við mig lengur 🙂
Og myndin í hægra horninu….er tekin þegar að ég prufaði að fara í gallabuxur og styttri skyrtu 🙂
Ég næ þessu ekki ennþá 🙂
Og er enþá að draga allt niður…og fela.
En þetta kemur ❤

Njótið dagsins 🙂

Allt á uppleið.

10419619_1018057174874791_4787111458795277971_n

Góðan daginn.

Jæja dagur 10 eftir aðgerð.
Og drenin farin 🙂

Þetta er nú viss léttir að losna undan .
En fæ ég alltaf smá sting í hjartað við tilhugsunina að það er fólk sem lifir alla sína ævi með svona fylgihluti og aldrei kvartar.
Þetta er lærdómur fyrir mig.
Og kennir mér að vera þakklátari fyrir mitt ❤

Svuntuaðgerðin heppnaðist 100% og ég þekki ekki eigin spegilmynd í dag 🙂
Mikið er ég þakklát.
Og vá hvað við eigum til færa lækna.
Hvernig það er hægt að breyta manneskju algjörlega…og varla ör á eftir.
Og mun ég núna fá sterkara bak í verðlaun.
Því kviðurinn var svo þungur og ég þurfti á þessu að halda.

En smá hnökrar.
Kviðslitið var svo stórt og illa farið.
Það var gert við það í gegnum naflann og í hann er komin með smá drep.
En það lagast vonandi og allt verður fínt að lokum.
Þetta eru bara smá skref aftur á bak….jú reyndar skrímsla verkir.
En ég trúi á það góða ❤

Bara aldrei að gefast upp.
Það er svo allskonar sem við gerum i lífinu.
Engin vegur er þráðbeinn 🙂
Og oft eru litlu hliðarvegirnir þeir sem skilja eftir sig minningar og lærdóm.

Já allavega allt á uppleið.
Ég er farin að horfa til vors og sumarið ……
Dúddamía hvað mig hlakkar til 🙂

Eigið góða helgi og lendið í ævintýrum 🙂

Dagur átta.

10934759_10152925935665659_1801428165_n

Góðan daginn .

Jæja dagur átta….dagur átta eftir stóra aðgerð.
Aðgerðin sem ég hafði beðið eftir …ja kannski í nokkur ár.
En áður en svona stór aðgerð er framkvæmd eru nú annsi mörg atriði sem þurfa smella saman.
Að fara í svuntuaðgerð getur verið allskonar.
Frá því að vera bara smá fegurðaraðgerð upp í svona aðgerð eins og ég fór í .
Nauðsyn svo hægt sé að halda áfram því góða sem ég hef verið að gera fyrir sjálfa mig.
Eftir að hafa verið allavega 60 kíloum of þung.
Reyndar 70 kílóum…því ég ætla niður um 10 kíló í viðbot.
Að þá er ýmislegt sem hefur farið illa í líkamanum.
Og kviðurinn minn var illa farin….bæði að innan sem utan.
Ég mun kannski með tímanum geta sýnt ykkur myndir af þessu öll.
En það er ekki komin tími á það ennþá….mér mjög erfitt ennþá.

Hvað er hún að tala um….hugsa margir nú „hún sem er nú bara orðin svona fín“
Það er hægt að fela ýmislegt 🙂
En ég gat ekki lengur falið vanlíðanin sem fylgir svona stórri svuntu og maga sem bara hékk….með engu haldi.
Útþanin kviður „Nei jumin ertu komin af stað“ ….jú kannski krúttlegt að heyra ef þú ert komin af stað 🙂
En þegar að nágranninn minn spurði mig yfir trén fyrir 2 árum….þá var ég 44ára hvort ég væri bara komin svona langt 🙂
Það er bara ekki cool.
Því þetta var bara ég……minn stóri magi sem ekki var hægt að fela lengur.
Með því að léttast um rúm 50 kíló gat ég falið þetta betur.
Ætli ég eigi ekki um 20 aðhaldboli og strekkingartæki …..allavega aðhalds næró og aðhalds leggings.
Sumt er vesen að komast í.
Annað er vesen að komast úr…..sumt fær mann til að hætta anda.
Það sem mig hlakka til að koma þessum „hryllings klæðnaði á dyr“
Jú …allavega flestum 🙂

Já dagur átta.
Þetta er allt búið að gerast svo hratt..en samt búið að taka nærri 3 ár.
Það verða komin 3 ár í vor síðan að ég byrjaði í Heilsuborginni.
Ég var búin að „megra“ mig um nokkur kíló á hörkunni áður en ég kom mér í prógramm hjá Heilsuborg.
En eftir að ég kom til þeirra …fóru hlutirnir að gerast.
Ég fór að finna að ég gæti jafnvel snúið við blaðinu og byrjan hreinlega upp á nýtt með sjalfa mig.
Og sá að ég gæti kannski virkilega létt mig og haldið því við.
Þessi þrjú ár…..já nærri þrjú ár.
Og þá komum við aftur á degi átta.
Í dag er vigtin mín að sýna mér einhverjar tölur sem ég þekki ekki.
Hef ekki séð í fjölda ára.
Líkaminn minn er að komast í form.
Ég er búin að vinna að þessu með þvilíkum lífsstílsbreytingum.
Og þegar að ég fékk grænt ljos á svuntuna mína…..þá varð ég ennþá ákveðnari.
Ég ætla að gera þetta alla leið.
Ætla að verða hraust.
Heilbrigð og sátt.
Algjörlega snúa við blaðinu.
En svo koma oft smá hnökrar .
Og þegar að ég fór í svuntuna mína kom i ljós að kviðurinn minn var verr farin en hin venjulega svuntuaðgerð gæti talist til.
En sem betur fer fór ég til einn sá besta lækni sem völ er á þessu sviði hér á landi.
Hann vissi hvað ætti að gera og gerði við meira en bara svuntu.
Hann saumaði upp kviðvegginn minn.
Hann gerði við risa stórt kviðslit sem var farið að há mér.
Ég var samt svo lokuð fyrir því að þetta kviðslit væri eitthvað mál.
En dagur átta.
Ég er semsagt á degi átta eftir þessa stóru aðgerð .
Aðgerð sem var gerð á mér vegna þess að ég er offitu sjúklingur.
Alveg sama hvaða vigt ég mun komast í….verð ég samt offitu sjúklingur.
Jú kannski í bata eða ekki veit ekki.
En sá/sú sem hefur verið i minni vigt veit hvað ég er að tala um.

Þetta mun taka enda.
Ég er reyndar ekkert að flýta mér.
Ég mun aftur geta staðið upprétt og labbað eins og venjulega.
Drenin mín sem hafa fylgt mér í 8 daga núna….og vökvinn sem af þeim hefur lekið er komin yfir 1 kíló.
Drenin sem ég set i tösku þegar að ég þarf að hreyfa mig.
Ég tek þessu með jafnargeði.
Því að vera komin á þennan stað í lifinu.
Að vera búin að losa mig útur hryllingi offitunar.
Útúr þessum vítahring sem ég kom mér í.
Ekki með því að sitja sem lufsa í einhverjum sófa og éta……
Heldur voru allskonar atriði sem komu mér á þann stað sem ég endaði á.
Og það sem hefur komið mér á þennan stað sem ég er núna á er KÆRLEIKUR.
Að finna trúnna á sálfa sig.
Fara áfram einn dag í einu með að hrósa sjálfri sér.
Ekki niðurægja, ekki dæma, ekki pota…..ekki vorkenna sjálfri sér.
Heldur trúa því að allt sé hægt 🙂

Offita er ekki megrunar vandamál sem hægt er að losa sig úr mð kúr né átaki.
Sjúkleg offita þarnast kærleiks.
Og það er hægt að fá hjálp.
Bara vera opin fyrir því að þú getir…

ÉG-GET-SKAL og ætla ❤

 

Gleðilegt nýtt ár .

10888239_10152882802250659_1491864664_n

Gleðilegt nýtt ár.

Árið er 2015.

Það er nýjársdagur og það er dásamlegur dagur að renna upp.

Einhvernvegin svo „fresh fresh“

Fyrir utan hvað það er einstaklega fallegt þarna úti núna.

Nýfallinn snjór og logn.

Seljahverfið mitt er fallegt í svona veðri 🙂

Hvað svo ?

Nýtt ár bókin opin og hvað svo.

Hvernig verður þetta allt saman.

Þú lofaðir kannski sjálfri þér að nú væri loksins komn tíminn.

Nýtt ár …nýtt líf 🙂

En hvernig?

Hvað ætlarðu að gera?

Ok jú ætlar kannski í ræktina, borða hollt, og breyta um lífsstíl.

Kanntu það ?

Ég kunni þetta ekki hér áður en lofaði öllu fögru.

Meira að segja keypti árskort í ræktina, henti eitrinu útúr skápunum og hugsaði um breyttan lífsstíl…..meðan að ég byrjaði næstu megrun „jú það er nú jánúar“

Þá eru manni allir vegir færir.

Mætti í ræktina og fékk einn tíma í leiðsögn.

Hélt maganum ógeðslega lengi inni og þóttist kunna þetta allt.

Hér yrði ég næsta árið ….alla daga vikunar jafnvel tvisvar á dag !

Og bíddu við vigt þú munt ekki trúa árangrinum 🙂

Verslaði inn eins og ég ætti heilt „kanínu bú“

Já grænmeti og harkan sex.

Ekki snefill af óhollu kolvetni færi inn fyrir mínar varir.

Lagði fægð á Ítalíu alla leið….jú faðir skrattans „Pastað“

Hvít hrísgjón og kínverjar út um gluggann.
Nammi verksmiðjur landsins legðust nánast af!

Öll fita skorið niður….þurr húð og brakandi þurr augu.

Heilu fjöllin af grænmetinu skorið á diskinn í ÖLL mál.

Hrátt ef ekki “gufusoðið” í mesta lagi!

Já nú mun mörin leka af !

Þetta eru svo óraunhæfar kröfur á stóra feitabollu stelpu.

Stelpu sem misnotaði mat.

Og hélt að með því að hegna mér með einhverjum heraga mundi lífið verða ein sæla.

Í dag skrifa ég niður markmiðin mín.

Þau eru stundum svo agnasmá að það tekur því varla að hafa orði á.

En er það rétt?

Neibb því öll markmið verða að fá að eiga séns .

Og að tikka í boxið…yfir markmiðum sem hafa tekist er hrein alsæla.

Aldrei mun ég svelta mig fyrir kílóa missi aftur.

Og aldrei mun ég stunda leiðinlega líkamsrækt.

Og aldrei aldrei mun ég gefast upp á kærleiknum á sjálfa mig ❤

Breyttur lífsstíll er ekki bara „janúar tilboð“

Heldur ákvörðun á annað líf.

Það fylgja engin loforð um kílóamissi eða minna mittismál.

Og þér er ekki lofað gulli og grænum skógum.

Heldur er þetta eins og að kíkja inn fyrir lokaðar dyr og kynna sér málin…..þú vilt breytingu.

Einn dagur í einu.

Það er lítið um eitur í sápunum þínum 🙂

En mörgu má breyta.

Og gott er að kynna sér hverju þarf að breyta.

Ekki með því að opna skápana og skutla öllu á nýjársbrennuna heldur kynna sér hlutina.

Hvað get ég gert í dag sem gæti hjálpað mér með morgundaginn.

Afhverju gengur öðrum svona dullu vel í þessu öllu en ekki mér?

Þá koma orðin sem ég kyrja svo oft „GET-SKAL-VIL“

Í ár er ég að byrja þriðja árið mitt í þessum breytta lífsstíl:

Sú breyting felst í för með sér að ég er endalaust að fræða sjálfa mig á þvi góða.

Hvað er gott fyrir mig og mína?

Ekki hvað aðrir segja mér að gera.

Við erum öll svo allskonar og verðum að finna okkar „Breytta lífsstíl“

Í dag er góður dagur til að peppa sjálfa sig upp til góðverka .

Það besta sem þú getur gefið sjálfum þér er að hugsa vel um heilsuna þína.

Hún er ekki sjálfgefin ❤

Minn dagur er bara næs….ég veit hvert ég stefni og brosi út að eyrum við flottu nýju ári sem er fullt af tækifærum og gleði 🙂

Njótið dagsins hann er nefnilega ekkert smá dýrmætur alveg „fresh fresh“

Sveltum ekki af okkur kílóin.

eat-this-not-this

Góðan daginn.

Jæja þetta er tími ársins sem ég var með öll trikkin á hreinu 🙂
„Núna skildi þetta gerast….árið sem ég yrði mjó“
Og svo planaði ég hvernig ég mundi svoleiðis bráðna niður….
Kílóin mundu fjúka og ég yrði bara stælt og flott 🙂
Þetta var svo reddý í hausnum að þetta gat ekki klikkað.
Skítauðvelt…bara byrja í janúar og þegar að sumarið kæmi….væri ég komin í gallabuxur og hlýrabol 🙂
Kannist þið við þetta 🙂

Ég fór og skannaði hillur heilsubúða og apótekja…..“hún væri þarna pillan…duftið og allt til alls“
Bara kaupa þetta rétta.
Síðan bara reyna borða sem minnst….og EKKI fitu.
Því fita er fitandi og feitt fólk á ekki að borða fitu….“Viltu verða feitari kona…ha“
Stattu þig bara!!
Svimandi glöð breyttist fljótlega í svimandi HUNGRUÐ.
En gott 🙂
Því þá ertu að bráðna kona góð….og fitan að hverfa.
Vöðvarnir að koma í ljós…þeir eru þarna undir öllum fellingunum….en ekki hvað ?
En í GYM-ið fer ég ekki strax….ekkert þangað að gera.
Svona feit og agalega ólekker….ekkert með það að gera að vera fara inn á svona líkamsræktarstöðvar.
Fyrst af með spikið!
Og „Þegar“ og svo fóru skýjaborgirnar að hrynja…..
Allt var mér bannað.
Kál og aftur kál….og pillur sem mundu bræða konuna sem fyrst eins og ört bráðnandi snjókall á vormánuði 🙂

Almáttugur.
Ár eftir ár.
Gallabuxurnar….jú stærri stærð eftir árið.
Hlýrabolur ….u nei!

Hvizzzzz bamm búmm.
Og bensingjöfin í botn….ég er farin að versla kem við á skyndibitastað á leiðinni.
Hvort eð er feitahlussa sem ekkert getur.
Getur ekki einu sinni haldið eina skitna megrun út!
Auli.

Vitiði ég gæti grenjað 🙂
Svona og nákvæmlega svona liðu áramótin og fram á nýtt ár.
Aulin ég…feitahlussan sem tók á móti hverju sumri i langerma!
Hvernig stóð á þessu.
Hver gaf mér leifi á svona ofbeldi á sjálfa mig ?
Afhverju leifði ég þetta.
Vissi betur eða hvað?

Þegar að ég lá hálf afvelta í sjúkrarúmi rétt fyrir árslok 2011 eftir stóra kviðslitaaðgerð.
Með magann….já stóra belginn minn allan saumaðan saman.
Nýr nafli…sem síðan mistókst 😦
Læknirinn yndislegur maður…með sorgmædd augu sagði að aðgerðin hefði heppnast vel.
En hvíslaði að mér….því lá með mörgum á stofu „að þetta hefði verið erfið aðgerð…svo mikil var kvðfitan“
Ég fór í hálfgerðan yfirsnúning….varð flökurt og leið eins og mislukkaðri konu á leið á sorpu til urðunar.

Á þessum tímapunkti hét ég því að finna leið útúr þessari veröld offitunar.
Síðan eru liðin 52 kíló 🙂
Ég borðaði og hreyfði þessi 52 kíló af mér.
Já ég borðaði þau af mér!
Aldrei aldrei skal ég svelta fyrir hlýrabol 🙂
Þá mundi ég frekar kjósa „hringerma“
Neibb…breyttur lífsstíll.
Hreint mataræði.
Kærleikur á sjálfa mig ❤
Og endalaus hvatning…ekki niðurrif.
Og að gefast aldrei upp.
Mitt markmið var að komast útúr þessum þunga líkama.
Mér er að takast þetta hægt og rólega 🙂
Og mitt takmark var að komast í svuntuaðgerð og laga magann minn.
Og fæ ég þriðja naflann minn eftir viku.
Öll litlu markmiðin….sem urðu til þess að mér er takast þetta stóra markmið ❤
Stundum svo agna smá.

Svona eru mínar hugleiðingar í árs lok.
Elsku vinir….ekki fara fram með látum á nýju ári 🙂
Ekki setja ykkur i stranga megrun.
Ekki svelta fyrri einhverjar skýjaborgir…..
Ekki dæma…..pota…skamma….ýta og hegna!
Heldur hrósa 🙂
Að sættast við sjálfa sig er besta aðferðin við að ná árangri með lífið sitt.
Þetta er ekki bara kílóin!
Þetta er lífið.
Að ná að lifa og hafa gaman og gott af.
Að njóta þess að vera maður sjálfur …..og gera sitt besta.
SKAL-VIL-GET ❤

Njótið dagsins 🙂

Megrun á jólunum?

10868175_876421519056639_5185186518176965472_n

Góðan daginn.

Jæja búin að kveikja á fjórum kertum hér á bæ.
Og núna er þetta allt að skella á.

Svo margir spyrja mig út í jólin .
Ertu alveg „hörð“ við þig líka um jólin ?
„Ég er aldrei hörð við mig“
En ég ætla njóta jóla sem aldrei fyrr .
Elda góðan mat og bjóða fjölskyldunni upp á dýrindis mat..
Síðan er það mitt að velja hvað ég borða.
Að borða jólamatinn sinn er alls ekki neitt slæmt.:)
Það er slæmt ef þú ert farin að beita þig hörku með sellerý stöng á jólum!
Það er svo auðvelt að megra sig.
Ég gæti verið sú sem sæti með sellerý stöngina öll jólin og horft á vigtina hrynja niður….
En er það takmarkið ?
Nei mitt takmark er að njóta og virða sjálfa mig.
Ekki troða mig út af öllu sem á borð er borið .
Heldur vera undirbúin fyrir því hvað ég ætla borða.

Það er svo mikil nauðsyn hjá mér að mega borða allt ,
Því þá er það mitt að flokka niður hvað af því ég vel.
Ef mér eru hlutir bannaðir….einsog ef ég ætlaði að boða kalkúninn minn á aðfangadag og tæki út allt meðlæti og sæti með þurra kalkúnabringu af því allt hitt væri svo FITANDI ….. úff það væri nú meiri maltíðin
Og ég mundi springa út sem blóm í eggi fljótlega.
Allt sem er mér bannað og sett á bönn…ég sit með nagaðar neglur upp í kviku
Ég hef svo oft farið í megrun og náð að mjókka.
Aldrei reyndar stundað líkamsrækt samhliða eins og ég geri í dag
En allt hefur verið mér bannað ….og ég í megrun!
Horft á vigtina pompa….og vigtin verið mér allt.
Svona aðferð á mig er gjörsamlega dæmd til að springa í andlitið á mér með hvelli.

Þess vegna hlakka ég til jóla
NEIBB engin harka hér á bæ
En ég vel skynsamlega og hömlulausa át dýrið innan í mér er bara róað niður .
Ekki svelt heldur fær sitt og nýtur

Góður dagur framundan.
Laugarvegurinn og ætli ég fái mér ekki söruna mína og dýrindis kaffi einhversstaðar í dag

Njótum lífsins og virðum okkur sjálf
Besta aðferð sem ég hef notað á sjálfan mig …og virkar til lengdar.

Njótið aðventunar.