Flottur desert á jólum.

1512841_383376041809996_2708289962518242638_n

Jólin að fara skella á og margir sem kvíða þeirri hátið.
Það eru ekki allir sem ráða við mataræðið sitt á jólum.
En jólin eru til að njóta ❤

Hér er desert sem kætir líkama og sál.
Og allt í lagi að borða hollt og gott með á jólum.
Börnin eru sjúk í þennan desert 🙂

Í þessari skál er:

Avacado súkkulaði búðingur.

1 meðal stór avocado eða 2 lítil ( hafa vel þroskuð )
0,4 dl agave sýróp
2-4 msk hreint kakó
1-2 msk fljótandi kókosolía
1 tsk vanilluduft ( Rapunzel) eða dropar
Örlítið salt…nokkur korn
Fjörmjólk eftir smekk.
Fer eftir hvað maður vill hafa búðinginn þykkan.

Aðferð.

Allt sett í matvinnsluvél og unnið saman í silkimjúkan búðing.

Þá fá sér búðing og nóg af ferskum ávöxtum.
Tildæmis jarðaberjum, kívi og rifsberjum.
Grísk jógúrt er sjúklega góð með svona desert.

Njótum jóla ❤

Auglýsingar

Aðventukúlur.

10815844_10152792381320659_1922280260_n

Aðeins verið að skoða með jólakonfektið

Er að prufa mig áfram…og ég mæli með þessum

Vantar einhverjum svona gleði sem er ekki stútfull af sykri….en er samt sparikúla til að njóta ?
Og tekur 10 mín að búa til !
Svo gaman að bjóða þessar fram

Aðventukúlur.

¾ bolli haframjöl
½ bolli möndlur
6 döðlur ( gott að leggja vel í bleyti áður)
1 ½ msk. möndlusmjör
1 msk. hunang
1 msk. kókos olía
1 msk. hesilhnetu mjöl frá Rapunzel ( eða gera sjálfur)
20 gr. ósætt kakó
Ef blandan er of þurr….bara bæta við 1-2 tsk. vatn .

Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman…ekki samt í mjöl
Móta kúlur og dýfa í súkkulaði.

Dökkt súkkulaði til að bræða fyrir kúlurnar.
Ég nota dökku dropana frá Nóa síríus…kemur svo
fallegur glans.
En ekki allir sem vilja súkkulaði….svo ég velti sumum kúlunum upp úr hesilhnetumjölinu…og slepti þá
súkkulaðinu
Og svo hnetur og kokos til að setja ofan á kúlurnar.

Gott að kæla kúlurnar niður í ísskáp.

Brúnkur sem eru sjúklega góðar :)

10743727_10152741138910659_1233658774_n

Alltaf verið að spyrja mig …..“ En jólin ????

Hérna er nú aldeilis nammið til að njóta 🙂

Var með þessar „brúnkur“ á námskeiðinu í gær.
Gott að fá sér einn mola í eftirétt.

Svartbauna brúnkur

Innihald
1 dós svartar baunir eða 250gr. soðnar svartar baunir.
2 tsk. gott kakó
½ bolli haframjöl
¼ tsk. salt
⅓ bolli gott síróp eða önnur sæta
¼ bolli kókosolía
2 tsk. vanilludropar
1 tsk. vínsteinlyftiduft
30 gr. gott dökkt súkkulaði

Aðferð
Allt sett í matvinnsluvél nema súkkulaðið.
Þegar að blandan er tilbúin (gott að vinna í silkimjúka blöndu)
þá er að hella blöndunni í form og strá yfir söxuðu súkkulaði.
Bakað við 180gráður í 15-20min.
Þá taka út og ekki skera niður fyrr en eftir 10-15min.
Svo er bara að njóta ☺

Laugardagsnammið með kaffinu :)

10563448_10152513081510659_1091644551_n

Nammi með kaffinu 

Lara bars eru æði bitar.
Ég hef gert nokkrum sinnum svona en aldrei með súkkulaði.
Var bara súkkó sjúk núna og vildi endilega koma þessu saman.
Jú þetta er skuggalega gott…jummíalveg.
Ekki svo fallegt …en einn svona moli og góður kaffibolli alveg málið 

Hér er uppskrift af Lara bars.
En án súkkulaði.
Þessi nýju eru nú bara með bræddu suðusúkkulaði yfir 

https://lifsstillsolveigar.com/category/uppskriftir/nammi/page/2/

Karmellu súkkulaði stykki.

10300897_319097101571224_148774931628210397_n

Kaffitíminn“ Raw crunchy caramel slice“

Langar einhverjum að skella í svona dásemd 🙂

Þessar voru æði með rjúkandi kaffinu….nammi namm..og svo ískalt vatn á eftir því þetta er sko nammi!!!
Alveg sveitt tilfinning þarna :)Nammidagur og gleði .

Karmellu hráköku stykki.

Innihald.

1 bolli Döðlur ( lagðar í bleyti í 20min áður)
1 bolli Möndlur
1 bolli Cashnew hnetur

Þetta er botninn.
Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel.
Þá sett í form með smjörpappír undir og vel þrýst niður…..vel þjappað.
Lagt til hliðar.

Karmellan.

1 bolli Döðlur ( sett í bleyti í 20min áður)
2 msk. fljótandi kokoolía
1 tsk. Vanillu dropar
smá salt
1/4 bolli vatn
1/2 bolli Möndlur

Setja allt nema Möndlurnar í matvinnsluvél og vinna vel saman.
Gott að setja vatnið hægt og rólega út í.
Möndlurnar saxaðar .
Eftir að blandan er full unninn þá skella karmellunni yfir á botninn og strá möndlunum yfir .
Þá setja inn í frysti.

Súkkulaðið.
3/4 bolli ósætt kakó
1/2 bolli Agave sýróp
1/3 fljótandi Kokosolía
1/4 bolli vatn

Öllu blandað vel saman í matvinnsluvél.
En vatninu bætt hægt og rólega við.
Þá er að taka formið úr frystinum og skella súkkulaðinu yfir.
Allt inn í frysti aftur í rúman klukkutíma.

Síðan bara skera niður í bita og njóta
Best beint úr frysti finnst mér….og fínt að eiga í frysti einn og einn mola ef lífið verður erfitt 🙂

Þetta er dýsætt nammi sem kemur öllum í gott skap 🙂

Gulrótakökur kúlur .

10013144_10152308669900659_1042639139033873023_n

Þá er kaffitíminn tilbúin 🙂

Þarf bara að fá að kólna vel í ísskápnum.

Hlakka til að gæða mér á þessum Gulrótaköku kúlum.
Þetta eru hrákökur og alveg hræðilega hollar 🙂
Var að stússa við þetta í morgunsárið.

Gulrótaköku bitar.

2-1/4 bolli rifnar Gulrætur
12 stórar Döðlur 
2/3 bolli Kókos mjöl/flögur
1/2 bolli Valhnetur eða Pekan hnetur
1/2 bolli sólblóma fræ
1 tsk. Kanill
1/4 tsk. rifin Engifer
2 tsk. Agave sýróp
smá salt af hnífsoddi….ég nota súkkulaði salt frá Urtu.

Aðferð blandið öllu saman í matvinnsluvél.
Vinnið vel og gerið gott deig.
Þá er að móta kúlur og rúlla upp úr því sem á að nota utan á kúlurnar 

Það sem fer utan á kúlurnar.

Sesam fræ
Kókos mjöl eða flögur
Möndlur

Kælið í um klukkutíma.
Njótið með kaffinu 🙂

Súkkulaði hrákaka.

972285_10152300880515659_218326862749823708_n

Þessi kaka er tær snild.
Ekkert baksturs vesen.

Súkkulaði kaka.

Botn:
80 gr kókohveiti
20 gr Kókosflögur
100 gr möndlur
30 gr ósætt kakó
250 gr döðlur
nokkur korn af súkkulaði salti frá Urtu.

Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman. 
Þjappa í form (gott að hafa smjörpappír undir til að koma yfir á kökudisk) og setja í kæli. 
Mér finnst gott að hafa döðlurnar í bleyti áður betra koma þessu saman í form ef þær hafa blotnað.

Krem:
3 dl kasjúhnetur
1 1/2 dl Agavesíróp
1 dl kókosolía
3 msk kakóduft
1 lúka frosin Jarðaber
1 tsk dropar
Smá súkkulaði salt frá Urtu

Hnetur, sýróp og olía (hafa hana fljótandi) sett fyrst í matvinnsluvél og svo í blender. 
Bæta rest út í. 
Setja blönduna ofan á botninn og frysta. 
Mjög gott að leggja hneturnar í bleyti aðeins áður.
Svo er þetta súper gott með berjum , ís og rjóma 
Grískri jógúrt eða sýrðum Rjóma. 

Bollaköku hafraklattar :)

10151338_10152274948810659_1230737827_n

Kaffitíminn súper góður Heimabakaðar „Bollaköku hafraklattar“Uppskrift.

3 bollar haframjöl
1 1/2 bolli Spelt
1/2 bolli kokoshveiti
1/2 vínsteinslyftiduft
2 tsk. gott salt
1/4 bolli hörfræ
3/4 pekan og brasilíu hnetur
1/3 bolli kókosolía
1/3 bolli ísl. smjör
3/4 bolli Agave síróp
2 msk. hrásykur
2 stór egg

1. Hitið ofninn upp í 180gráður og smyrjið muffins form með kokosolíu ( ég er með silikon form svo ekkert að smyrja)

2. Blandið , haframjölinu, speltinu, lyftiduftinu, saltinu, hörfæjanum og hnetunum nota stóra skál.

3. Hita allt hitt saman í litlum potti hræra vel og ekki hafa of heitt …bara rétt bráðna saman.

4. Hellið svo blöndunni úr pottinum yfir í skálina og hræra
saman.
Bæta eggjunum við og hræra vel saman.

5. Ég er með lítil muffins form silikon. Og þetta dugði í 16
kökur.
Bakaði í 25min. En fer eftir ofni og stærðinni á formunum .

6. Borðist ekki alveg sjóðheitt…leifa að kólna smá 

Njótið 🙂

 

Konfekt með kaffinu .

1959453_10152265366925659_71488459_n

Síðastliðina daga hefur sykurpúkinn nánanst ekki yfirgefið konuna eitt augnablik 

Um helgina skellti ég í þessa köku 
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=293370387477229&set=a.181386822008920.1073741837.178553395625596&type=1&theater

En núna langaði mig svo mikið i alveg eins með karmellu .
Átti kökuna inn í frysti….en karmellu „Humm“

Ok. skellti létt kokosmjólk á pönnu einni dós.
3 msk. Agave sýróp
1 tsk. vanilludropar
oggu pokku salt…
3 dropar English toffie stevia

Sauð þetta upp við medium hita vel og lengi, lengi og hræra þangað til þetta er nánast gufað upp allt saman.
Verður af karmellu i lokinn 🙂
Þetta er engin Nóa og Síríus karmella….en gerði sitt.

Skar svo tvo bita af kökunni setti karmellu og smá kokosmjöl yfir.
Þetta eru tveir konfekt bitar 🙂
Ég er sátt!

Kókos og rommkúlur.

1458452_10152243497975659_1730967139_nMorgun dundið 

Laugardagsnammið tilbúið og komið inn í kæli .

Kokos og rommkúlur.

350gr Döðlur
100gr Pekan hnetur
50gr Gott ósætt kakó ( ég nota sollu )
1 1/2 tsk. romm dropa ( má vera meira ef maður vill sterkt bragð…eða nota aðra dropa )
2 msk. Kokoshveiti
2-4 msk. vatn ( af döðlunum)

Síðan auka kókoshveiti eða mjöl til að velta kúlunum upp úr.

Aðferð.

Leggja döðlurnar í bleyti í svona klukkutíma.
Hella svo af þeim vatninu ….en halda eftir nokkrum matskeiðum til að mýkja upp í deginu.
Setja Döðlurnar í matvinnsluvél og vinna vel á þeim.
Bæta svo hnetunum og öllu hinu útí og vinna í mjúkann deig klump
Má ekki vera of blautt því þarf að ná að velta þeim í kúlur og setja utan um Kókoshveiti eða kókosmjöl .

Þessar eru alveg nammi 🙂