Höldum áfram með hollustuna.

10951594_10152960617745659_69699091_n

Góðan daginn.

Mánudagur.

Og vitiði ég er bara öll að koma til 🙂
Jú geng ennþá smá hokin og allt það.
Verkir á nóttunni og alles ennþá.
Það er tengt mínum vesenis nafla sem ekki vill gróa og er með stæla.
Já en þetta er samt allt að koma finn það bara 🙂
Þýðir ekkert nema taka þetta á Pollíönnu .
Hún er best í þessu 🙂

Já núna er komin febrúar.
Og ég er svo forvitin …..
Hvernig gengur hjá þeim sem byrjuðu að reyna við nýtt líf um áramót ?
Ekki gefast upp 🙂
Þótt þetta taki tíma og stundum sjáist ekki bjartur dagur út úr fitupúkanum…eða hinum óholla lífi.
Bara einn dagur í einu.
En aldrei gefast upp.
Því svo lengi sem þú reynir…er þetta að virka 🙂
Tíminn flýgur hvort eð er…..svo áfram gakk.

Reyna skipuleggja mataræðið dag frá degi.
Kynna sér eitthvað nýtt.
Ég var voðalega dugleg í Nettó í byrjun.
Fannst gott að kaupa hitt og þetta sem var gott að prufa.
Netto í Mjódd eru með góðar vörur fyrir okkur sem erum að koma mataræðinu á réttan kjöl.
Ég versla líka mikið í Þín verslun Seljabraut…..fæ súper þjónustu og kjöt/ og fiskiborðið þar er dásamlegt.
Gott að geta gengið að svona flottu kjötborði 🙂
Ég elska líka að kíkja á Gló og Lifandi Markað .
Það eru nú nammibúðir 🙂
Svo eru fullt af flottum búðum sem gaman er að kíkja í eftir því holla.

Ég er ennþá aðeins að átta mig á klæðaburði þessa dagana.
Eftir að hafa losað mig við nærri heil 6 kíló!
Bara af magasvæðinu….breyttist nú aðeins líkaminn við þá aðgerð.
Að láta fjarlægja svuntu , sauma upp magavöðva og gangast undir stóra aðgerð við kviðsliti á sama tíma ….er annsi töff aðgerð!
Og hef ég ekki alveg áttað mig á því ennþá hvað þetta hefur að segja.
En held að ég verði nokkuð sátt þegar að vikur líða og ég fer á stjá aftur.
Ég get í dag…..fundið fyrir magavöðvum þegar að ég kreppi magann.
Það hef ég ekki getað í mörg ár….allt sundur slitið.
Mikið srýtin tilfinning.

Og svo kemur að klæðaburði.
Ég hef verið nokkuð dugleg í gegnum árin að fela magann.
Og alltaf þurft að hafa allan fatnað niður fyrir maga….og síðustu ár vel niðurfyrir.
Því maginn hékk orðið niður á læri.
Mjög sárt líkamlega og andlega að bera svoleiðis maga.
Ég var ekki mikið sú týpa sem sást í sundi eða almennings sturtum.
Og var búin að vera í nokkra mánuði í Heilsuborginni áður en ég gat hugsað mér að fara í sturtu.
Og úff…þetta verður allt annað líf.
Þessi eilífði feluleikur með magann ….sem ekki passaði við mig lengur 🙂
Og myndin í hægra horninu….er tekin þegar að ég prufaði að fara í gallabuxur og styttri skyrtu 🙂
Ég næ þessu ekki ennþá 🙂
Og er enþá að draga allt niður…og fela.
En þetta kemur ❤

Njótið dagsins 🙂

Auglýsingar

Gerum okkar besta það er eina sem virkar.

10805023_10152779893365659_1891922248_n

Góðan daginn.

Hvað langt á botninn þarf maður að fara áður en „wake up call-ið“ klikkar inn ??

Í dag get ég spáð í þetta.
En fæ engan botn.
Afhverju þetta smellur saman núna …..

Það er sennilega ekki neitt eitt.
Það eru svo mörg lítil atriði …..svo ótal mörg atriði 🙂
Hugsunin, hreyfingin, hreina mataræðið, betri lífssýn, svefninn 🙂
Rétta hjálpin barst mér á réttum tímapunkti .
Það eru öll litlu atriðin 🙂
Og að fá rétta hjálp frá fagfólki sem veit hvað það er að gera 🙂
Fæ aldrei nóg af að þakka Heilsuborg fyrir nýja lífið mitt.
Og ykkur kæru vinir fyrir alla hvatninguna 🙂 🙂

Ef þú gerir þitt besta …..geta hlutirnir seint klikkað 🙂
Og því betur sem þú hugsar um sjálfa þig….ganga hlutirnir upp.
Farðu fram af KÆRLEIK 🙂 🙂 🙂
Og vertu þinn besti vinur ❤

Njótið dagsins ❤

Sagan mín öll frá A-Ö .

1939967_363641250450142_7464638331548346614_n

                           Hvernig ég breytti um lífsstíl.

Að breyta um lífsstíl er sennilega það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig um ævina.
Ætli ég hafi ekki bjargað lífi mínu 🙂

Þetta er stórt skref sem maður tekur.
En svo sannarlega þess virði að henda sér í verkið.
Það gerist ekki alltí einu að maður tekur svona ákvörðun.
Eftir að hafa reynt nærri allt í heimi hér til þess að grennast og verða mjó varð ég að setjast niður og hugsa dæmið upp á nýtt.
Hvert ætlaði ég að stefna.
Ég gat ekki haldið áfram í þessari miklu vigt sem ég var komin í .
Lífið var orðið of erfitt til daglegra verka.
Endalausir verkir og niðurrif á sjálfa mig var mér orðið óbærilegt.
Ég var sjálfri mér verst.
Þoldi ekki þessa stóru feitu konu sem við mér blasti daglega í speglinum.
Hún brosti ekki einu sinni til mín.
En var fljót að finna öll ljótu orðin sem ein manneskja getur kallað aðra til að meiða.
Sálin varð þyngri og ég var orðin uppgefin.
Algjörlega búin á því á sál og líkama.
Ég er gift og á tvö börn, hund og 2 ketti 🙂

Fyrir nokkrum árum greindist ég með MS sjúkdóminn.
Og það fór með mig lengra niður andlega.
Það er sjokk að greinast með svona ljótan sjúkdóm.
Og ég reyndi til lengri tíma að vinna á móti þessum sjúkdómi.
Kunni ekki að virða þennan sjúkdóm sem var komin til að vera.
Og ég vissi ekki hvort ætlaði að taka mig alveg niður .
Hvert mundi líf mitt stefna.
Var mjög veik á tímabili.
Þurfti að vera á sjúkrahúsum og endurhæfingu.
Enda í hjólastól á tímabili en standa aftur upp og gera mitt besta.
Þannig að þetta var mér ekki auðvelt verk að breyta öllum venjum til daglegs lífs.
Að vera orðin alltof feit og geta lítið hreyft sig fyrir offitu og sjúkdómi sem kom aftan að mér oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Hvernig fer maður að í svona stöðu 🙂

Að svelta af sér kílóin hafði verið mitt tæki í gegnum árin.
Hrapa hratt í vigt springa og fara eins hratt upp í vigt og raketta á flugi BUMM og aftur á byrjunarreit.
Aftur og aftur.
Finna nýjan kúr og ný megrunarlyf.
Nýja skyndikúra og nú mundi þetta ganga upp.
Ég yrði mjó.
En hvaðan kom það ?
Því var stefnan alltaf á að verða mjó.
Afhverju ekki að setja stefnuna á að verða hraust.
Og afhverju ekki að stefna á betra léttara líf án ofbeldis á sjálfa sig.
Því megranir og svelti eru ofbeldi .
Og afleiðingarnar eru slæmar.
Áralangt ofbeldi bæði andlegt og líkamlegt .
Allt frá manni sjálfri komið.
Ranghugmyndir á lífið sjálft.
Sjálfsmyndin í molum.

Ég fann mína hjálp hjá Heilsuborg í Reykjavík.
Heilsuborg er líkamsræktarstöð ásamt starfandi læknum, sjúkraþálfum, hjúkrunarfræðingum, næringarfræðingum, sálfræðingum, íþróttafræðingum og fleira yndislegu fólki.
Þarna opnuðust mín augu og ég fór samhliða því að hlusta.
Ég skráði mig á ársnámskeið í Heilsulausnum.
Sem er ársnámskeið fyrir fólk í yfirvigt og með aðra erfiða kvilla.
Það er unnið í heilt ár að betri sátt með sjálfa sig.
Að hjálpa fólki að byrja hreyfa sig og byrja trúa á sjálfan sig.
Það er mikið unnið með að koma fólki í skilning um rétt mataræði.
Mataræðið er svo stór hluti af breyttum lífsstíl.
Þetta tekur allt saman tíma.
Að koma mataræðinu í rétt far ásamt því að hreyfingin sé til staðar.
Að læra upp á nýtt allt í sambandi við rétta fæðu.
Að borða sig frá offitunni.
Ekki svelta heldur borða rétt .
Fyrstu vikurnar var ég skíthrædd.
Ég kunni ekki á þetta nýja líf.
Og maður hræðist það sem maður er ekki bestur í.
Ég var best í megrun , svelti og niðurrifi.
Bara það að mæta og taka þátt var mér nærri ofraun í byrjun.
Passaði ekki í íþróttafötin í búðunum.
Komst ekki í neina stærð af þessum íþróttafötum sem maður á að vera í í ræktinni.
Það var erfitt að mæta í gömlum teygðum bol og ljótum eldgömlum buxum sem teygðust nóg til að komast utan um þennan stóra líkama.
Og að byrja í líkamsrækt var mikið átak!
Ég gat ekki farið niður á gólf í æfingar…..ég komst ekki hjálparlaust upp aftur.
Og ég gat ekki hugsað mér að biðja um hjálp.
Feitt fólk skammast sín fyrir stærð sína og vill ekki biðja um hjálp.
Svo ég stundaði leikfimi standandi eða notaði stól.
Það liðu nokkrar vikur enn einn daginn komst ég hjálparlaust niður á dýnu til að gera mínar æfingar og aftur upp.
Kraftarverkin voru að koma ljós.
Og þau áttu eftir að koma hvert á fætur öðru í dálítinn tíma 🙂

Ég var orðin meðlimur á líkamsræktarstöð og farin að æfa.
Mætti til að byrja með 3 sinnum í viku.
Það var ótrúlegt hvað þetta gekk vel.
En ég sleit nú samt fljótlega vöðva í kálfanum….hviss bamm búmm.
Ekki var í boði að gefast upp.
Ég mætti á hækjum og gerði mínar æfingar 🙂

Gerði það sem ég gat og treysti mér til.
Allt er hægt ef vilji er fyrir verki. Þarna var eldmóðurinn komin í gang.
Starfsfólk Heilsuborgar er einstakt og þarna vinnur fólk sem kann sitt fag.
Ég fékk mikla hjálp frá lækni og eiganda Heilsuborgar henni Erlu Gerði Sveinsdóttur.
Eins voru nokkrir þjálfarar sem ég tel enn í dag sem engla í mannsmynd.
Fólk sem hefur hjálpað mér meira en orðum fá lýst.
Að hafa trú og getað hjápað svona einstakling eins og ég var.
Konu í tugi kílóa yfirvigt er ekki létt verk.
En þetta kann allt þetta flotta starfsfólk 🙂

Ég sjálf tók mataræðið föstum tökum.
Ég lofaði sjálfri mér að sveltinu og ofátinu væri lokið.
Þeim kafla yrði lokað.
Og ég mundi ekki misbjóða mér meira með mat.
En ég mundi kynna mér og læra allt upp á nýtt.
Þetta nýja líf yrði allt annað en gamla farið.
Ég tók hlutunum alvarlega og lærði allt upp á nýtt…allt.
Í dag er mataræði mitt samansett af hreinu góðu fæði.
Cleanfood er mitt mataræði í dag.
Ég borða hollan mat og reyni eftir fremsta megni að gera allt frá grunni sjálf.
Kaupi ekki lengur unnin mat og mat fullan af aukaefnum.
Feitur skyndibiti og matur sem hreinlega meiðir er ekki lengur velkomin í mitt líf.
Býð sjálfri mér og fjölskyldu upp á góðan hollan mat.
Ég elda matinn og veit þá sjálf hvað fer í fæðuna mína.
Ég passa upp á kryddin.
Reyni að hafa ferskleikan í fyrirrúmi.
Maturinn þarf að vera fallegur, góður ,hollur og spennandi 🙂

Ekki festast í einhverju einu.
Heldur þarf fjölbreytileikinn að vera í fyrirrúmi.
Í dag er ég rúmum 50 kílóum léttari 🙂

Ég æfi 5 sinnum í viku líkamsrækt.
Og líkamsræktin þarf líka að vera fjölbreytileg.
Í dag labba ég mér til skemmtunar 🙂

Ég fer í 10 kílómetra göngu einu sinni til tvisvar í viku.
Æfi í líkamsræktarsal 5 sinnum í viku.
Ég lyfti orðið þungu og æfi stíft.
Búin að umbreyta þessum alltof þunga þreytta fársjúka líkama yfir í hraustan og heilbrigðan líkama.
Ég geng í dag inn í líkamsræktarbúðir og versla mér íþróttarföt.
Á morgnana fæ ég bros frá spegilmynd minni.
Og ég tala fallega til mín.
Ég hugsa mig upp.
Og sé mig fyrir mér heilbrigða og hrausta.
Það er ekki í boði lengur að traðka sjálfa sig niður fyrir lítil mistök.
Heldur alltaf halda áfram sama hvað aldrei gefast upp 🙂

Í dag held ég úti vefsíðu um heilbrigðan lífsstíl.
Ég er með 5.200 Like á facebook síðu um heilbrigðan lífsstíl.
Pistlar eftir mig eru birtar á Heilsutorg.is
Ég skrifa og birti líka myndir af mataræði mínu daglega.
Gef fólki uppskriftir og hvet fólk áfram í átt á betra léttara hraustara lífi.
Við þurfum ekki öll að vera mjó.
Það er mér ekki lengur sem dýrð :
)
Heldur halda áfram gera sitt besta í átt að betri líðan .
Borða hollt , sofa vel, líta lífið björtum augum, hreyfa sig og njóta lífsins.
Lífið er alltof stutt til að vera í eilífðu stríði við sjálfa sig.
Í dag er ég endalaust þakklát því að hafa fundið Heilsuborgina sem hjálpaði mér af stað í átt að betra lífi.
Á þessum stað allt að þakka.
Þarna er unnið verk sem er kraftarverki líkast.
Og það eru ótrúleg kraftarverkin sem þar gerast.
Að sjá fólk koma og labba meðfram veggjum tugi aukakílóa að bera.
Skammast sín fyrir útlit og með ekkert sjálfstraust.
En að sjá þetta sama fólk lifna við og brosa:)

Fá trú á sjálfan sig.
Geta gert þetta og haldið áfram.
Fá sjálfstraust og vilja halda áfram.
Lifna við og sjá hvernig lífið á að vera 🙂

Svona stofnanir eru okkur sem berum tugi aukakílóa nauðsyn.
Við þurfum mikla hjálpa ef vel á að takast.
Það þarf sérstakt starfsfólk.
Fólk sem kann sína vinnu.
Við þurfum tíma og virðingu.
Við sem eigum við offitu að stríða erum fólk með tilfinningar.
Og oft erum við niðurbrotin á sál og líkama.
Það þarf að vinna í sálinni.
Hún er svo stór partur í þessu ferli.
Hugurinn er stóra tækið.
Hugurinn er það sem þarf að vera í lagi.
Hugurinn ber mann hálfa leið.
Kemur öllu til að ganga upp.
Það þarf að öðlast trú á sjálfa sig.
Að geta gert sjálfa sig stolta.

Ég er Heilsuborg ótrúlega þakklát.
Þau hafa komið mér í skilning um að þetta er hægt 🙂

Og ég fór alsæl á ráðstefnu í Sofiu með henni Erlu Gerði lækni Heilsuborgar og kynntist aðeins heimi fagfólks um offitu.
Þar sá ég margt og hlustaði og fræddi sjálfan mig.
En eftir þessa ráðstefnu er ég einfaldlega komin á þá niðurstöðu að Heilsuborg er að gera það sem þarf að gera.
Það þarf svona stofnun til að hjálpa fólki.
Við þurfum tíma.
Við þurfum fagfólk sem getur hjálpað á svo mörgum sviðum.
Það er allt til taks í Heilsuborginni.
Offita er ekki bara feitt fólk .
Offita er sjúkdómur sem getur eyðilagt líf og jafnvel endað líf ef ekki er í tak tekið.
Vaxandi vandamál.
Og offita verður aldrei læknuð með skyndilausnum.
Heldur þarf langtíma prógram og nýjan lífsstíl til að koma á betra lífi fyrir þann feita.
Aldrei má dæma feitt fólk eftir vigt!
Við erum fólk.
Og þurfum að fá að vera eins og við viljum.
Það er ekki öllum gefið að getað létt sig niður og haldið sér grönnum út lífið.
Þetta er endalaus vinna.
En þessi vinna er þess virði.
Og að verða hraust og koma sér úr sjúklegri offitu er hreint kraftarverk og er mögulegt.
En eins og ég segi það þarf endalausa vinnu.
Þessari vinnu líkur aldrei hún þarf að vera út lífið.
Mín fjölskylda í dag er mér þakklát fyrir að hafa tekið í taumana á mataræðinu .
Og höfum við misst 80 kíló samalagt 🙂

Fjölskyldan er semsagt 80 kílóum léttari eftir að hafa tekið sig á og breytt lifnaðarháttum .
það er ekki létt verk 🙂

En svo sannarlega þess virði.
Og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið í dag.

Sólveig Sigurðardóttir from Reykjavik Iceland.


Borðum hreinan mat.

1939967_363641250450142_7464638331548346614_n

Ekki falla fyrir megrunar pillum 🙂
Hengja þig á prótein dunka 🙂
Og maka á þig brennslugeli 🙂
Hugsaðu bara um hvað matur getur gert þér vel.
Byrjum á fæðunni áður en pillur, duft og kremum er bætt inn í lífsstílinn 🙂
Bætum inn hreyfingu til að styrkjast og verða hraust.
Umfram allt njótum lífsins 🙂

Það er hægt að komast út úr viðjum offitu.

10721273_10152679718360659_490218995_n

Góðan daginn.

„Jæja Sólveig er þetta ekki komið fínt hjá þér“
Það var ein yndisleg eldri kona sem sagði þetta við mig fyrr í vikunni.
Ertu ekki búin að vera nógu lengi i þessu sprikli og megrun.
Ert orðin svo fín 🙂

Ég andaði inn og út og brosti.
Rétt að byrja mín kæra 🙂

Þetta er nefnilega málið .
Ég er rétt að byrja.
Því mín lífsstílsbreyting er bara rétt 2ja ára 🙂
Svo allt lífið framundan til að gera aðeins betur.
Ég er rétt byrjuð að hafa stjórn á mínum eigin líkama.
Líkami sem glímir við 50-60 kílóa yfirvigt er ekki að virka.
Og ég hafði ekki stjórn á líkamanum.
Því offitan stjórnaði.
Mér voru svo margar hindranir settar.
Ég gat ekki …..
Setið í flugvél nema með prettum…..beltið var of þröngt og ég bað aldrei um framlengingu.
Ekki séns!
Hlaupa …..glætan.
Versla föt og skó….martröð.
Apótekin voru með $ merki í augunum þegar að ég labbaði inn….
Þrekið var ekkert svo þægindarhringurinn minkaði stöðugt.
Geðheilsan ekki góð með öll þessi aukakíló.
Það er bara svo margt.
Helst mundi ég segja fangi í eigin líkama.

En það er hægt að breyta þessu 🙂
gerist ekki á einni nóttu.
gerist ekki með einu „töfra“ pilluglasi með chilí töflum eða 7 daga kúr fyrir flatan maga.
Eða öll hin töframeðölin sem bíða í röðum í hillum búðana 🙂
NEIBB.
Þetta gerist í kollinum á manni.
Þegar að maður er tilbúin sem opin bok í átt að heilbrigðum lífsstíl eru manni allir vegir færir.
Borða af sér kílóin .
Æfa líkamann sér til bóta.
Eins einfalt og þetta hljómar vefst þetta oft fyrir manni.
Sérstaklega þegar að kílóin eru orðin svona mörg auka….
Og þetta virðist algjörlega ómögulegt.
En allt er hægt 🙂
Þú þarft bara að vinna fyrir því 🙂
Sú vinna er út lífið ekki einn skyndikúrinn enn.
Settu þér markmið.
Stattu við markmiðin.
Settu þér pínu lítil markmið….sem kannski engin sér 🙂
Og stattu við þau.

Jæja ég ætla hysja upp um mig gallanum.
Reyna koma þessum harðsperrum úr upphandleggjunum!

Njótið dagsins.

Sunnudagspælingar.

10704834_10152655228450659_159579926_n

Góðan daginn.

Sunnudagsmorgun og það er stormur.
Þvílíkt kósý.

Elska að eiga þessa morgna með sjálfum mér.
Því hér á heimilinu sofa allir zzzz
Þá er ekkert betra en að knúsast með „voffa og tveimur kisum“
Fá sér góðan morgunverð.
Leggja fallega á borð fyrir sjálfan sig.
Finna til ólesið blað og fara yfir.
Þetta er best 🙂

Ný vika og mig hlakkar alltaf til að takast á við nýja viku .
Er að gera svo skemmtilega hluti þessa dagana og eitthvað alveg nýtt fyrir mér.
Ég er í tvíburamerkinu og það útskýrir sig sjálft.
Þarf alltaf að vera gera eitthvað spenandi annars fer mig að leiðast.
Námskeiðið „Kenndu mér að borða rétt og góðri heilsu halda létt“
er hálfnað og ég er alsæl með hve þetta hefur verið gaman.
Að breyta um mataræði er ekkert sem maður getur gefið stundartöflu á.
En það er hægt að breyta svo mikið af pínulitlum hlutum til að byrja með.

Þegar að maður byrjar svona nýjan lífsstíl er oft svolítil hætta á að fólk fari í smá sorg yfir því sem það verður að gefa upp í lífinu.
En þetta er ekkert svoleiðis
Trúið mér.
Allt sem maður VERÐUR að taka út og segja bless við .
Fyrir mig virkar það ekki þannig.
Heldur hægt og rólega bæta hollum góðum hlutum inn.
Og hægt og rólega fara þessar slæmu venjur af sjálfum sér burtu
Því þegar að þetta hreina góða fer að taka yfir og líkaminn svarar fyrir sig með betri líðan hættir maður að sækja í það sem er óhollt og fer illa í mann.

Ég er á fullu þessa dagana að gera matreiðslu hefti.
Þessi hefti sem eru á þessari mynd eru fyrir námskeiðin.
Og ég fæ endalausar fyrirspurnir hvenær verða heftin til sölu ?
Fljótlega gott fólk.
Við erum að gera stærri hefti og hlakka mikið til að sýna ykkur .
Þetta verða hefti með góðum mat
Ekki neinn MEGRUNAR bæklingur hér á ferð.
Og ég set ekki upp matardagbók á hvað þú ATT að borða.
Hver og einn verður að finna sitt holla líf.
Það sem öðrum finnst gott þarf þér ekkert endilega að líka.
Og undir engum kringum stæðum borða mat sem þér þykir alls ekki góður afþví hann er svo „megrandi“
Sit uppi með eiginmann sem prufaði danska kúrinn og það rísa á honum öll hár ef salat er sett fyrir framan hann
Við vorum kjánar þá sem prufuðum þann kúr og vissum ekkert betur en að setja heilu fjöllin af grænmeti fyrir framan okkur og borða.
Ég er mikið fyrir grænmeti svo lítið mál hér.
En hann getur varla keyrt fram hjá gróðurhúsi í dag
Svona lærir maður.
Í dag færi ég aðra leið á danska kúrnum.
Kann inn á grænmetið .
Veit hvernig að að gera súpur og sósur stútfulla af grænmeti sem engin fattar að sé nú eiginlega bara hollusta stútfullt af grænmeti.
Sá dannski kenndi mér margt .

En myndin af þessari konu sem er að móta sjálfan sig .
Þetta er alveg ég.
Þegar að ég sá þessa mynd!
Bara varð að hafa hana með

Jæja hér á bæ er unnið við „matreiðslu hefta gerð í dag “
Takk fyrir storminn því þá er maður bara inni og hefur það gott.
Búin að stimpla inn 5 daga í hörku hreyfingu þessa vikuna.
Svo ég á skilið kósý dag og nýt þess

Njótið dagsins.

Að verða léttari á sál og líkama.

10694900_10152644298685659_618977003_n

Góðan daginn.

Það eru svona myndir sem hvetja mig áfram.
Ég þarf bara að horfa á myndina til vinstri og sjá þjáninguna í andlitinu .
Að vera alltof þung mamma sem langar samt að gera og græja allt með ungunum sínum.
Það var oft erfitt.
Líka með MS sjúkdóminn sem virkilega þolir ekki aukakílóin og lélegt mataræði.
Þarna var ég annsi þung en ekki á mínum þyngsta punkti samt.

Myndin til hægri 🙂
Litli glókollur að ná mér í hæð samt bara rétt orðin 11 ára 🙂
Í dag er ég í þessu stússi hanns vegna líka.
Hann er eins og ég þarf næstum að hugsa um eina litla bingó kúlu þá er hún komin á mann í stærra formi .
Þessi elska finnur þvílíkan mun á sér í dag .
Hann elskar holla matinn hennar mömmu sinnar.
Hann léttist um 9 kíló við að breyta um mataræði.
Honum finnst svo gaman að fræðast um matinn sinn.
Afhverju og hversvegna….hann þarf að vita þetta allt.
Enda flottur körfuboltastrákur sem ætlar sér langt í lífinu.
Og gerir sér strax grein fyrir því að mataræðið skiptir svo miklu máli.

Já það eru oft myndirnar sem koma mér aðeins lengra.
Oft finnst mér ég vera bara sú gamla þreytta alltof þunga kona sem ég var áður 🙂
Þá þarf ég að staldra aðeins við.

Þetta hvetur mig áfram alla leið .
Að vilja alltaf gera aðeins betur.
Og verð nú líka að fá að þakka ykkur öllum sem eru hérna á síðunni minni.
þvílíkur stuðningur og áhugi.
Ég fæ alltaf fleiri og fleiri skilaboð.
Fólk er að vakna það sér að ég er ekki í kúr.
Maturinn er fallegur og góður.
Og hreyfingin er mér skemmtileg.
Hvað þarf venjuleg húsmóðir í úthverfi að gera til að fara þessa leið 🙂
Jú hugsa að fæðunni.
Og njóta hreyfingar.
„Thats it“
Engin geimvísindi.
Við höfum öll þessi tæki og tól til að breyta fæðunni yfir í hreina góða fæðu .
En hægt og rólega 🙂

Njótið dagsins.

Breytingar taka sinn tíma.

10617658_10152587645805659_1442422801_n

Góðan daginn.

Jæja heima er best .

Algjörlega slök eftir þessa snilda viku í sveitistan 🙂
Vika í sveit er algjörlega málið og ætli ég haldi bara ekki áfram næsta sumar að skoða fleiri þorp og bæi á Íslandi.
Finna bústað og njóta .

En núna er að koma sér í gírinn.
Hysja upp gallann og taka á því .
Ætla í góðan púltíma meðan hlauparar landsins hlaupa hana Reykjavík.
Og óska ég öllu þessum fjölda til hamingu með hlaupin sín og alla þá frábæri einstaklinga sem eru að styrkja hitt og þetta með góðum hug 🙂
Ótrúlega mikið til af duglegu fólki.

Og kannski maður skelli sér í svona hlaup á næsta ári .
Aldrei að vita.
Að breyta alltof þungri konu yfir í hlaupadrotningu tekur sko tíma .
En ætla að hlaupa 5 kílómetra um næstu helgi í Heilsuborgarahlaupinu .

Allar breytingar til góðs taka tíma.
Og gott er að byrja á því að setja sér oggggulítil markmið.
Einn lítill göngutúr getur verið álíka afrek fyrir einhvern eins og heilt maraþon.
Það er bara alltí lagi 🙂
Og lengja svo gönguna og einn daginn hver veit ertu farin að hlaupa .
Í alvöru þetta gerist 🙂
Gleymi aldrei þeim degi þegar að ég var ein á hlaupabretti.
Engin var nálægt.
Og ég ýtti á takann sem hafði aldrei farið hærra en 6 í hraða 
Að geta hlaupið er rosalega mikið frelsi.
Einhvernvegin tekur mann aftur til þess tíma þegar að maður var barn og hljóp útum allt.
Í dag hleyp ég á milli 9-11 

Breytingar mega alveg taka tíma.
Því þetta er ekki spurning um kapphlaup við vigtina.
Heldur að njóta þess að fara í ferðalag.
Og að hrósa sér fyrir öll litlu „kraftarverkin“

Mataræðið tekur alveg hellings tíma að pæla í .
En um að gera njóta og koma sjálfum sér sífelt á óvart með mataræðið.
Ekki stoppa bara við í kálkassanum .
Heldur finna út hvað gerir manni gott og jafnvel hjálpar við að lækna eða gera okkur hressari.
Hver mundi ekki fíla það ?

Ég á mér endalaust ný markmið .
Sum eru agnar smá.
Önnur eru næstum skýjaborgið.
En aldrei aldrei gefast upp .

Jæja ég ætla koma mér í gallann.
Það er sko tími í lagi framundan.

Njótið menningarnæturs og skemmtið ykkur vel í dag .

Heilsan er svo mikilvæg.

10596247_10152567208255659_1600492196_n

Góðan daginn.

Jæja þá eru komnir nokkrir dagar síðan að ég kom heim .
Búin að fara á kröftugar æfingar síðan þá.
Núna held ég að ´ég geti með sanni sagt að ég sé með harðsperrur í öllum líkamspörtum.
Alveg að fíla það….er samt pínku sárt.
En samt þessi góði sárauki því þá veit ég að líkaminn er að lifna við 🙂

Afhverju að vera pína sig svona?
Og afhverju að vera alltaf með matinn á hreinu?
Afhverju alltaf hollt ?

Jú því ég ætla ekki að enda í þessum sporum aftur eins og á fyrri myndinni.
Ef að ég leggst í smá pirring og finnst allt ómögulegt og ekkert gangi með vigtina skoða ég þessa mynd.
Handónýt af þreytu, verkjum, uppgefin á sál og líkama.
Svo smá harðsperrur og stingir ekkert miðað við það að geta ekki staðið undir sjálfri sér.

Hreinlega eignast annað líf.
Og virða öll smáu skrefin 🙂
Á seinni myndinni er ég í gallabuxum.
Var búin að þrá að eignast svona gallabuxur í mörg ár.
Iss passaði ekki í neinar.
Síðan fann ég þessar og alsæl.
Talandi um lítil skref.
Þær smellpössuðu.
En í Brighton byrjuðu buxurnar að reyna skríða niður…..og viti menn kraftarverkin gerast ég þurfti að stoppa í næstu búð og kaupa belti.
Ég hef aldrei notað belti 
Og vá hvað það var mér mikið kvíða efni að finna belti og ath. hvort passaði um mittið á mér…ætlaði ekki að þora máta 
Laumaði mér út í horn á búðinni og mátaði.
Júpp ég er stoltur eigandi af geggjað flottu leðurbelti í st. L 
Og ekki með í minnsta gatinu…neibb gat dregið aðeins í 🙂
Það eru svona moment sem gefa þessu öllu lit 
Að gefast ekki upp.
Vigtinn haggast ekki þótt beltið sé núna alveg möst.
Það eru breytingarnar á líkamanum.
Að mæta í ræktina gefast aldrei upp og brosa bara yfir öllum litlu skrefinum.
Virða sjálfan sig af verkum og hrósa fyrir þótt ekki nema agnalítil skref.

SKAL-VIL-GET er ennþá sem ljósapera aftast í hnakkanum á mér 
Aldrei gefast upp.

Njótið dagsins.

Breyttur lífsstíll er málið.

10568721_10152518608665659_1970938895_n

Að breyta um lífsstíl hefur frábærar aukaverkanir.
Ég tel ekki kíló lengur.
Heldur líðan .
Og getiði ýmundað ykkur hvað konunni hægra megin líður betur í eigin skinni í dag .
Það eru lífsgæðin sem skipta máli ….ekki tala á vigt.
Heldur heildarmyndin.
Gæti ekki verið sáttari því ég er að vinna að betri líðan og bættari heilsu 
Það fyrir mér er allt.:)