„Felusósa“ frábær sósa með pasta og lasanja.

10754902_10152756101115659_331286451_n

Felusósan snjalla

Pasta og lasanja sósa

Kalla hana felusósu því ég nota fult af grænmeti….aldrei eins 🙂
Nota það sem til er í ísskápnum í það skiptið.
Og þarna næ ég góðum grænmetisskamti ofan í fjölskylduna 🙂
Því ekki eru allir eins glaðir með grænmeti og húsfrúin 🙂

Innihald:

2 dósir sykurlausir tómatar í dós eða fernu

1 dós vatn (bara nota dósina undan tómatinum)

3 msk. Tomat pure ( ég notaði frá Rapunzel)

3 dl. blómkálsstilkar (afgangur eftir að ég hreinsaði stilkana frá fyrir blómkálsgrjón)

4 gulrætur

1 paprika

4 rif hvítlaukur

¼ rauður chillí

2 msk. Grænmetiskraftur

2-3 msk. Ítalska Pastakryddið frá Pottagöldrum
Salt og pipar

Auglýsingar

Hamborgari og franskar.

10718987_10152718715575659_44593493_n

Kvöldmaturinn.

„Jessssörí“ hamborgari með frönskum 🙂

Þín Verslun Seljabraut er algjörlega með bestu hamborgarana.
Og þeir eru á tiboði núna….það þurfti ekki að segja mér það tvisvar 🙂
Kjötborðið svo til fyrirmyndar hjá þeim 🙂
Já alltaf að hrósa því sem vel er gert.

Ég byrjaði á því að skera niður sæta kartöflu í „frönsku kartöflu“ stærð.
Þá raða ég þeim á bökunarpappír með ofnskúffu undir.
Rétt nokkra dropa af olíu og gott salt.
Baka svo í ofni .
Passa bara að brenna ekki 🙂

Í leiðinni skar ég niður gula papriku sem ég nota sem „hamborgarabrauð“ og baka hana í ofni.
Verður sæt og góð.
Miklu betra en brauð 🙂

Bearnaise sósan kemur líka frá Þín Verslun…algjör bomba 🙂
Bara varlega þar….
Kokteilsósan er
sollu tómatsósa
sýrður rjómi
Hunts „fat free“ nýja sinnepið frá þeim …sjúkt í svona sósur 🙂
Avacadoið bara avacado niður stappað….alveg möst með 🙂

Steikti borgarann á pönnu og kryddaði með creola kryddinu frá pottagöldrum og saltverkinu.
Grænmeti með og svo bara njóta 🙂

Hver segir að hollustan þurfi að vera „boring“
Bara græja fallegan hollan mat og vera duglegur að finna upp á einhverju nýju og góðu 🙂

Njótið kvöldsins….mitt kvöld er frátekið á date með Vesturbæjar ís 🙂
Það er föstudagur og það er minn ísdagur 🙂 🙂

Flottur fjölskylduréttur.

10533458_10152507845145659_166459022_n

Kvöldmaturinn.

Hreint út sagt sjúklega gott og mér var hótað á heimilinu…..að ef ég gerði þetta ekki fljótt aftur „sko“

Litlir kjötbúðingar….með heimalgaðri sósu sem gerði trikkið 🙂
Gufusoðnar gulrætur og Heilhveiti spagetti…..bara 30gr á minn disk.

Þetta kom mér meira að segja sannarlega á óvart ….því einhvernvegin eru kryddjurtirnar að gera mikið trikk 🙂

Litlir kjötbúðingar í silikon formi.

Innihald.

500gr. Hreint Nautahakk.
1/2 Rauð paprika
1/2 Rauðlaukur
1 rifin gulrót
steinselja fersk kúfaður lófi
3 msk. Kotasæla
1 dl. Eggjahvítur
Átti tvo mais soðna í ísskápnum og skar baunirnar af og notaði í blönduna.
Krydd eftir smekk.
Ég notðai chillisalt-pipar-creola krydd.

aðferð.

Skera grænmetið smátt.
Rífa gulrótina.
Setja allt í hrærivélaskál og hnoða saman.
setja svo blönduna í silikon form og baka.
Ég er með ofn án blásturs….og bakaði í 25min.

Sósan.

1 dós sykurlausir tómatar
1 1/2 dl. vatn
1 Rauð paprika
1/2 Rauðlaukur
3 rif hvítlaukur
Fersk Basilika fullur lófi
1/4 rautt langt chilli
1 tsk. grænmetiskraftur frá Himneskri hollustu.´
2 msk. Létt papriku ostur
Salt og pipar.

Allt í blandarann nema osturinn.
Vinna í silkimjúka blöndu.
Síðan beint í pott og sjóða upp.
Bæta þá ostinum við og sjóða saman.

Alveg hreint frábær matur sem er mjög barnvænt.
Fullt af grænmeti en engin pikkaði neitt úr 🙂

Flottur Urriði nýveiddur úr Veiðivötnum.

Mynd

 

10473139_10152472792560659_1518232573396127887_n

Kvöldmaturinn.Þetta verður ekki hollara 

Urriði úr Veiðivötnum…spriklandi ferskur.
Urriðinn er baðaður upp úr sítrónu bæði nuddaður og baðaður 
Síðan Saltverk Reykjaness góða og pipar.
Örlítið af Tamara sósu yfir…
Graslaukur og Steinselja .
Eldaðu inn í ofni…ætlaði að grilla hann…en veðrið 

Borðað með :
Avacado stöppu
Og svo er grænmeti í smá nammi sósu.

Sósan.

2 msk. Sýrður Rjómi
1 msk. Grísk jógúrt
1 tsk . Hunang
1 tsk ísl Rjómi ( má vera meira ef fólk vill…en ég nota meira af sítrónusafa…má líka sleppa rjóma)
vel af sítrónusafa
1 tsk. Sollu Tómatsósa

Hræra öllu vel saman.

Skera út í Rauða papriku
Gúrku ( sker smá innan úr svo sósan verði ekki of þunn)
Plómutómat

Þetta er æði með svona fisk.
Nóg af sítrónu yfir allt og nýmulin Pipar 🙂

Kjúklingabringur í „semi“ Indverskri sósu.

1622754_10152360444095659_456652929566419223_n

Kvöldmaturinn.

Kjúklinga bringur með silkimjúkri pínku Indverskri sósu .
Rosalega gott 

Innihald.

5 Kjúklingabringur
I dós Mnago frá Nature’s Finest á Íslandi
2 msk. Kotasæla
2 msk. Léttur sveppa ostur í öskju
1 Sellery stöngull
1 rauð paprika
3 Vorlaukar
1 rif Hvítlaukur
3 Gulrætur
1 msk. Kokos mjöl
1 tsk. Karry Pottagaldrar eða annað mjúkt karry
1/2 tsk. Garam Masala Pottagaldrar
örlítið Cayenepipar ( má sleppa elsdsterkur)
chilli Falk salt
Nýmulin blandaður Pipar

Aðferð.

Hella vökvanum af Mangóinu og setja í blandara.
Bæta við kotasælu , sveppaosti og hvítlauk.
Kryddað til með Karry , garam masala , salt og pipar.
Allt unni saman í silkimjúka blöndu.
Þá er að hella öllu í skál.
Skera allt grænmetið smátt og bæta í blönduna ásamt kokos.

Eldun.

Leggja bringurnar í elfast mót.
Krydda með salt og pipar.
Næst er að setja blönduna vel yfir bringurnar .
álpappír yfir og inn í heitan ofn.
Ég er ekki með blástursofn svo ég var með mótið í 50min á 220gráðum í ofninum.
Svo þetta getur verið misjafnt eftir ofnum hve eldurnar tíminn er.

Þetta borðaði ég með sætum kartöflum.
Skar þær í litla teninga og í eldfast mót.
Olía yfir , salt , pipar og Garam masala.

Eldaði jafn lengi og kjúllinn.

Dásamlegur matur og sósan ekkert til að hafa áhyggjur af 
Allt þrusu hollt bara .

Þorskhnakkar í Mango/Satay sósu.

10298792_10152354130680659_7787831509759225632_n

Kvöldmaturinn.

Dúddamía ég er dottin ofan í fisk og aftur fisk 🙂

Þorskhnakkar eru veislu matur.
Og ég kaupi þann fisk í fiskbúðum því mér finnst hann bestur ferskur og sprækur.

Þorskhnakkar í sjúkri Mango hnetusmjörssósu.

Þorskhnakkar
kryddaðir með chilli salti og pipar ( blandaður pipar ný mulin)
Skera með Rauða papriku, gula papriku og sveppi.

Sósan .

1 dós Mangó frá Natures Finest
2 msk. Hnetusmjör
1 tsk. soyasósa
1/2 sítróna ( bara safinn)
chilli eftir smekk ég notaði 1/2 rautt chilli.
Salt og pipar eftir smekk.

Allt í blandarann og unnið í silkimjúkt mauk.
Þá er að smyrja sósuna yfir fiskinn.

Ég setti þetta inn í ofn með álpappír yfir og eldaði í 30mín á frekar háum hita.

Þetta verður gert mjög fljótlega aftur

Mæli með þessu Mangó í svona sósur.
Verður svo silkimjúkt.
Elska líka að frysta svona mango og nota í Boost.
https://www.facebook.com/pages/Natures-Finest-á-Íslandi/1454979281390557?fref=ts

Sjúklega góður fiskréttur.

10268662_10152336244365659_8561764757202994291_n

Kvöldmaturinn.

Einn sá besti fiskréttur sem ég hef smakkað….“Jummí“

Fiskréttur.

Steinbítur
1 askja Létt sveppaostur
Rauð Paprika
Vorlaukur
Blómkáls stiklar ( Blómkáls blómin nota ég í grjón)
Sætar kartöflur
Eggaldin
Hvítlaukur
Sveppir
Herbes de Provence
Cayenne pipar
Mulin blandaður pipar
Falk salt 
1 tsk. ísl smjör
1 msk. grænmetiskraftur frá Sollu
3dl. vatn 
1 dl. matreiðslurjómi

Aðferð.

Leggja fiskinn í eldfast mót og krydda.
Skera allt grænmetið yfir nema taka sveppina frá.

Sósan yfir fiskinn.

Skera sveppina niður og steikja með mörðum hvítlauk.
Bæta við vatninu , ostinum og grænmetis kraftinum.
Sjóða saman og bæta rjómanum við.

Hella sósunni yfir fiskréttinn.
Og inn í ofn og baka í um 45min án blásturs á 220gráðum.

Þetta er alveg sjúklega gott.
Ég var líka með spelt pasta með fyrir fjölskylduna.
Sleppti því sjálf í kvöld.

Njótið 🙂

Hádegi á skotstundu.

10155478_10152278393995659_968512787_n

Hádegið .

Ég er voðalega hrifin af Kúrbít.
Hægt að nota hann á ýmsa vegu.
Flottur sem núðlur, góður grillaður, steiktur, notaður í rétti og bakstur

Fékk mér steiktan Kúrbít með chilly salti og smá cayenepipar.
Rífur vel í svo fyrir þá sem ekki vilja sterkan mat nota bara salt og pipar tildæmis.

Svo er það góða kjötsósan frá því í gær. Svo fínt að eiga til tilbúin mat að grípa í þegar að tíminn er naumur.
Svo ég elda yfirleitt aðeins ríflega.
Geymi þá annað hvort í ísskáp eða frysti.
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=296374163843518&set=a.181386822008920.1073741837.178553395625596&type=1&theater

Smá vorlaukur og niðurskorið Avacado sem er æði með kjötsósunni
Lófafylli af Sollu Spelt Pasta.

Ekkert mál þetta hádegið 🙂

Kúrbítsnúðlur og Hakksósa.

1972379_10152277069420659_2028447648_n

Hádegi.

Já síminn minn fór í verkfall svo hádegismyndirnar koma núna 

Hakk og kúrbítsnúðlur.

Hakksósa.

Gott nautahakk
1 dós Tómatar í dós
1 dós á móti vatn
1 dós tómatpure
3 Gulrætur
1 Rauð paprika
1 Rauðlaukur
4 rif hvítlaukur
1/2 vel fræ hreinsaður rauður chilli
1 tsk. Grænmetiskraftur frá Sollu
Oregano krydd
Herbes de Provence (pottagaldrar)
Salt og pipar

Aðferð.

Steikja hakkið á góðri pönnu sem hægt er að sjóða sósuna í líka.
Allt hitt sett í blandara og unnið vel á.
Sósan á að vera silkimjúk.
Þá er sósan sett með kjötinu og allt soðið saman í 20min.
Krydda vel til.

Kúrbíts pasta.

Renna heilum Kúrbít eftir rifjárni og fá heilar núðlur.
Eða kaupa járn sem er fyrir svona Núðlu gerð ( skal finna í London)
Þá er að setja núðlurnar út í sjóðandi salt vatn og sjóða alls ekki meira en 1/2min
Hella yfir í sigti og láta leka extra vel af þeim vatnið.
Ég nota þurku og dönpa aðeins yfir þær…þrýsti vatninu úr þeim.
Því mér finnst þær bestar ef ekkert vatn er eftir

Svo er bara að rífa smá Parmesan yfir matinn.

Um að gera prufa 
Ég gerði nokkrar tilraunir áður en ég var sátt.

Chilli sósa holl og góð.

1510689_272262759587992_236044707_nÞessi chilly sósa er algjör „Bomba “ fyrir okkur sem fíla sterkan mat ( og fyrir hina sem ekki gera það…minka chilly magnið 

Innihald.
2 Dósir dómatar í dós sykurlausir eða ein 500gr ferna
1 dós af tomat pure
1 Rauðlaukur
2 paprikur
1/2 Sellery stöngull
4 Gulrætur
1 piripiri chilly…litlu rauðu chilly ( eða 1/2 rauður langur)
5 hvítlauks rif
1 kúfuð msk. gott Karry
1 Tveir Kallo kjúklingateningar ( eða sollu grænmetis)
5 dl. vatn
1 msk. olia

Laukur skorin í tvent.
Annar helmingurinn settur ofan í blandara
Hinn helmingurinn skorin mjög smátt og steiktur á pönnu með oliunni og tómat pure.

Allt hitt sett í blandara og spænt í spað…..og bætt út í laukinn og tómat pure. Allt soðið saman í svona 20min.

Þessi sósa er æði með svo mörgu….kjúlla , allt kjöt…fisk…grænmeti og bara prufa sig áfram 🙂