Aðventukúlur.

10815844_10152792381320659_1922280260_n

Aðeins verið að skoða með jólakonfektið

Er að prufa mig áfram…og ég mæli með þessum

Vantar einhverjum svona gleði sem er ekki stútfull af sykri….en er samt sparikúla til að njóta ?
Og tekur 10 mín að búa til !
Svo gaman að bjóða þessar fram

Aðventukúlur.

¾ bolli haframjöl
½ bolli möndlur
6 döðlur ( gott að leggja vel í bleyti áður)
1 ½ msk. möndlusmjör
1 msk. hunang
1 msk. kókos olía
1 msk. hesilhnetu mjöl frá Rapunzel ( eða gera sjálfur)
20 gr. ósætt kakó
Ef blandan er of þurr….bara bæta við 1-2 tsk. vatn .

Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman…ekki samt í mjöl
Móta kúlur og dýfa í súkkulaði.

Dökkt súkkulaði til að bræða fyrir kúlurnar.
Ég nota dökku dropana frá Nóa síríus…kemur svo
fallegur glans.
En ekki allir sem vilja súkkulaði….svo ég velti sumum kúlunum upp úr hesilhnetumjölinu…og slepti þá
súkkulaðinu
Og svo hnetur og kokos til að setja ofan á kúlurnar.

Gott að kæla kúlurnar niður í ísskáp.

Auglýsingar

Brúnkur sem eru sjúklega góðar :)

10743727_10152741138910659_1233658774_n

Alltaf verið að spyrja mig …..“ En jólin ????

Hérna er nú aldeilis nammið til að njóta 🙂

Var með þessar „brúnkur“ á námskeiðinu í gær.
Gott að fá sér einn mola í eftirétt.

Svartbauna brúnkur

Innihald
1 dós svartar baunir eða 250gr. soðnar svartar baunir.
2 tsk. gott kakó
½ bolli haframjöl
¼ tsk. salt
⅓ bolli gott síróp eða önnur sæta
¼ bolli kókosolía
2 tsk. vanilludropar
1 tsk. vínsteinlyftiduft
30 gr. gott dökkt súkkulaði

Aðferð
Allt sett í matvinnsluvél nema súkkulaðið.
Þegar að blandan er tilbúin (gott að vinna í silkimjúka blöndu)
þá er að hella blöndunni í form og strá yfir söxuðu súkkulaði.
Bakað við 180gráður í 15-20min.
Þá taka út og ekki skera niður fyrr en eftir 10-15min.
Svo er bara að njóta ☺

Avacado súkkulaði búðingur.

10726525_10152687331745659_1952664485_n

Þetta er sko nammi 🙂
Mæli með þessu á næsta nammidegi…
Nú eða kíkja í Heilsuborgina á morgun og smakka 🙂

Avacado súkkulaði búðingur.

1 meðal stór avocado eða 2 lítil ( hafa vel þroskuð )
0,4 dl agave sýróp
2-4 msk hreint kakó
1-2 msk fljótandi kókosolía
1 tsk vanilluduft ( Rapunzel) eða dropar
Örlítið salt…nokkur korn
Fjörmjólk eftir smekk.
Fer eftit hvað maður vill hafa búðinginn þykkan.

Aðferð.

Allt sett í matvinnsluvél og unnið saman í silkimjúkan búðing.

Góð fyrir helgina.

1013840_276420565838878_996038845_n

Þessi dásemd gladdi stórfjölskylduna í dag

Algjört nammmmi !!!

Þessi er svipuð og Snickerskaka …bara smá breyting

Botn:
1 1/2 dl sesamfræ
1 dl Hörfræ
2 dl möndlur
2 dl. kókosmjöl
1 bolli döðlur
7 dropar vanillu stevia ( eða 3msk. agave )

Best að setja fræin , döðlurnar og möndlurnar í bleyti í klukkutíma.
Svo sigta vatnið frá og láta í matvinnsluvél ásamt kokos og steviu.
Láta vinna vel.
Setja í form og þrýsta vel saman.
Best að hafa smjörpappír í botninn

það sem fer ofan á botninn.

1 msk. kaldpressuð kókosolía
5 msk. lífrænt hnetusmjör ( hafa hressilegar skeiðar)
2 1/2 dl. kasjúhnetur (gott að leggja í bleyti í svona klukkutíma líka)
1 dl. Agave sýróp
1/2 vel þroskað avacado

Allt sett í matvinnsluvél og maukað.
Smurt ofan á botninn.

Súkkulaði ofan á:

1 dl. agave sýróp
1/2 dl. kaldpressuð kókosolía
1/2 dl. kakó
Appelsínudropar eftir smekk ( eða aðrir dropa sem maður vill)

Hrært vel saman.

Þegar að kakan er komin saman beint inn í frysti og borin fram köld

Sunnudags kakan :)

10418164_10152388504665659_2701576618752854611_n

Þessi kaka er aldeilis góð 🙂
Vinkona mín kynnti mig fyrir þessari.


Kakan

.I bolli Döðlur 
1 bolli valhnetukjarna
1 bolli Hrásykur,
3 msk spelt hveiti 
3 msk vatn 
2 st Egg 
1 tsk lyftiduft (heilsu) 
75 súkkulaði brætt allt blandað saman.
og voða gott að bæta við 1 bolla haframjöl og kókosmjöl. 
Bakað í sirka 15 til 20 mín á 180 gráðum.
Gott að setja ofaná jarðaber , vínnber eða melónu:)

Æðisleg kaka 
Góð með Rjóma, ís eða Grískri jógúrt.

Súkkulaði hrákaka.

972285_10152300880515659_218326862749823708_n

Þessi kaka er tær snild.
Ekkert baksturs vesen.

Súkkulaði kaka.

Botn:
80 gr kókohveiti
20 gr Kókosflögur
100 gr möndlur
30 gr ósætt kakó
250 gr döðlur
nokkur korn af súkkulaði salti frá Urtu.

Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman. 
Þjappa í form (gott að hafa smjörpappír undir til að koma yfir á kökudisk) og setja í kæli. 
Mér finnst gott að hafa döðlurnar í bleyti áður betra koma þessu saman í form ef þær hafa blotnað.

Krem:
3 dl kasjúhnetur
1 1/2 dl Agavesíróp
1 dl kókosolía
3 msk kakóduft
1 lúka frosin Jarðaber
1 tsk dropar
Smá súkkulaði salt frá Urtu

Hnetur, sýróp og olía (hafa hana fljótandi) sett fyrst í matvinnsluvél og svo í blender. 
Bæta rest út í. 
Setja blönduna ofan á botninn og frysta. 
Mjög gott að leggja hneturnar í bleyti aðeins áður.
Svo er þetta súper gott með berjum , ís og rjóma 
Grískri jógúrt eða sýrðum Rjóma. 

Bollaköku hafraklattar :)

10151338_10152274948810659_1230737827_n

Kaffitíminn súper góður Heimabakaðar „Bollaköku hafraklattar“Uppskrift.

3 bollar haframjöl
1 1/2 bolli Spelt
1/2 bolli kokoshveiti
1/2 vínsteinslyftiduft
2 tsk. gott salt
1/4 bolli hörfræ
3/4 pekan og brasilíu hnetur
1/3 bolli kókosolía
1/3 bolli ísl. smjör
3/4 bolli Agave síróp
2 msk. hrásykur
2 stór egg

1. Hitið ofninn upp í 180gráður og smyrjið muffins form með kokosolíu ( ég er með silikon form svo ekkert að smyrja)

2. Blandið , haframjölinu, speltinu, lyftiduftinu, saltinu, hörfæjanum og hnetunum nota stóra skál.

3. Hita allt hitt saman í litlum potti hræra vel og ekki hafa of heitt …bara rétt bráðna saman.

4. Hellið svo blöndunni úr pottinum yfir í skálina og hræra
saman.
Bæta eggjunum við og hræra vel saman.

5. Ég er með lítil muffins form silikon. Og þetta dugði í 16
kökur.
Bakaði í 25min. En fer eftir ofni og stærðinni á formunum .

6. Borðist ekki alveg sjóðheitt…leifa að kólna smá 

Njótið 🙂

 

Súkkulaði hollustu kaka :)

1004871_10152257122160659_647794761_n

Var í nammmmmi þörf!
Búin að vera þannig í nokkra daga.
Samdi við sjálfan mig að ég mætti kaupa mér „helling af lakkrís nammi“ um helgina 

En ákvað svo fyrst að fara inn í eldhús og „rugla“ aðeins 
Datt niður á fullkomna „súkkulaði köku og hver þarf nammi úr búðinni….iss þetta var aldeilis fínt fyrir sykurpúkann 🙂

Frönsk súkkulaði kaka.

100 gr Möndlur
100 gr kókoshveiti
200 gr döðlur
2-3 msk hreint kakóduft
1 dl. vatn
1 tsk. Vanilludropar

Setja Möndlurnar í matvinnsluvél að vinna nánast í mjöl…en samt ekki alveg 
Bæta hinu við og vinna vel.

Mér finnst gott að setja botninn í form með smjörpappír undir…því gott að ná úr forminu.

súkkulaðikrem
1 bolli kaldpressuð kókosolía
1 bolli hreint kakóduft
½ bolli agavesýróp
5 dropar English Stevia dropar
1 Plóma ( taka steininn úr)
1 Banani
2 msk. Grisk Jógúrt

Setjið fljótandi kókosolíu, kakóduft, agavesýróp, Plómuna smátt skorið í matvinnsluvél og vinnið saman.
Stappið saman Banana og Gríska Jógúrt og látið ofan í blönduna…og vinnið allt mjög vel saman .

Botninn vel þjappaður í form og kremið yfir 🙂

Kakan sett inn í frysti og fryst í 1-2 klukkutíma…

Gott að skera ferska ávexti með .
Æði með Grískri jógúrt .
Ég borða það með svona kökum…
En örugglega sjúkt líka með rjóma eða ís 🙂

 

 

 

Kókos og rommkúlur.

1458452_10152243497975659_1730967139_nMorgun dundið 

Laugardagsnammið tilbúið og komið inn í kæli .

Kokos og rommkúlur.

350gr Döðlur
100gr Pekan hnetur
50gr Gott ósætt kakó ( ég nota sollu )
1 1/2 tsk. romm dropa ( má vera meira ef maður vill sterkt bragð…eða nota aðra dropa )
2 msk. Kokoshveiti
2-4 msk. vatn ( af döðlunum)

Síðan auka kókoshveiti eða mjöl til að velta kúlunum upp úr.

Aðferð.

Leggja döðlurnar í bleyti í svona klukkutíma.
Hella svo af þeim vatninu ….en halda eftir nokkrum matskeiðum til að mýkja upp í deginu.
Setja Döðlurnar í matvinnsluvél og vinna vel á þeim.
Bæta svo hnetunum og öllu hinu útí og vinna í mjúkann deig klump
Má ekki vera of blautt því þarf að ná að velta þeim í kúlur og setja utan um Kókoshveiti eða kókosmjöl .

Þessar eru alveg nammi 🙂

Lara bars …æðibitar :)

Þetta er alsæla!! Lara Bars  18 Döðlur ½ Bolli Möndlur ½ Bolli Cashnews hnetur ¾ Bolli gróft kokos 2 msk. Kokos olia 2 msk. Vatn Aðferð. Möndlur , Hnetur og kokos sett í matvinnsluvél og unnið í mjöl. Síðan eru Döðlurnar , kokosolían og vatninu bætt útí . Látið vinna þangað til þetta er orðið eins og gott deig. Þá er gott að finna til form ...ekkert mjög stórt samt  Setja smjörpappír í formið og láta deigið í . Fletja vel og þjappa vel í formið. Kælt í klukkustund í kæli og svo skorið í þá bita sem maður vill  Ferlega gott nammi með smá kaffi  Þetta er hollt og gott....en fullt af kalóríum svo „varlega í gleðina  Ég smakkaði Lara Bars fyrst í London og fann „Gleðina

Þetta er alsæla!!
Lara Bars
18 Döðlur
½ Bolli Möndlur
½ Bolli Cashnews hnetur
¾ Bolli gróft kokos
2 msk. Kokos olia
2 msk. Vatn
Aðferð.
Möndlur , Hnetur og kokos sett í matvinnsluvél og unnið í mjöl.
Síðan eru Döðlurnar , kokosolían og vatninu bætt útí .
Látið vinna þangað til þetta er orðið eins og gott deig.
Þá er gott að finna til form …ekkert mjög stórt samt
Setja smjörpappír í formið og láta deigið í .
Fletja vel og þjappa vel í formið.
Kælt í klukkustund í kæli og svo skorið í þá bita sem maður vill
Ferlega gott nammi með smá kaffi
Þetta er hollt og gott….en fullt af kalóríum svo „varlega í gleðina
Ég smakkaði Lara Bars fyrst í London og fann „Gleðina