Barnvænt brauð sem minn litli elskar.

11008565_453146938166239_4562896517488899787_n

Nýbakað brauð.

Minn drengur biður mig um svona brauð með smjöri,sykurskertri sutu og osti á hverju ári fyrir uppskeruhátið hjá Fjölni 🙂
Krakkarnir að klára körfuboltann og allir koma með eitthvað gómsætt á hlaðborð.

Vessogú….þetta er æði brauð sem allir elska.
Barnvænt og flott 🙂

Brauðið góða.
Innihald.
500 gr Heilhveiti (notaði frá Finax gróft mjölmix…glutenfree)
1,5 msk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk salt (nota gott salt)
400 ml AB mjólk (ég nota frá Örnu)
1 tsk síróp
40 gr haframjöl
20 gr Omega-fræblandan frá Heilsu

Aðferð.
Blandið mjölinu, vínsteinslyftidufti og salti saman í skál.
Hrærið AB mjólk og síróp saman og hellið út í skálina.
Hrærið varlega í deiginu .
Gætið þess að hræra ekki of mikið.
Bætið haframjölinu, fræjunum eða öðru því sem þið viljið nota út í deigið og hrærið varlega nokkrum sinnum.
Bætið svolitlu vatni við ef deigið er of þurrt. En alls ekki hafa of blautt.
Ég nota silicon form.
Bakið við 180-190°C í 40 – 50 mínútur.

Auglýsingar

Morgunverðar „Pizza“

10638106_10152591291795659_909891637_n

Þetta er nú sannkallað æði í helgar morgunmat
Smá trít og allir í fjölskyldunni elska

Morgunverðar „pizza“
Súper einfalt og alveg jummí .

Þessi kláraðist á núll einni hér á bæ

Uppskrift.

Morgunverðar „pizza“

í þessari pizzu var:

1/2 Bolli Haframjöl
1 millistór Banani
2 tsk. Kokos hveiti ( hægt að kaupa en ég set bara Kokosmjöl í blandara og bý til mjöl)
1 tsk. Agave sýróp eða 1tsk. Hunang
1 tsk. Hnetusmjör ( velja gott)

Hræra öllu vel saman ( gott að stappa bananann fyrst )
Setja svo blönduna á smjörpappír og móta hring.
Baka á ofnplötu.

Bakist við 200 gráður
Fyrst í 8 mínútur og þá taka út og snúa botninum við.
Þá er að baka í 5 min.
Taka út og kæla.

Ofan á bökuna .

Grísk jógúrt ( eða blanda Grískri og AB_mjólk frá Örnu saman)
Ávexti eftir smekk.
Ég notaði Kívi og ný týnd Bláber.
Og stráði svo smá af Chia fræjum yfir.

Algjört sælgæti .

Morgunmaturinn er svo næs :)

10567594_10152514449020659_1787335755_n

Góðan daginn.

Ok það allavega rignir ekki 🙂

Svona byrja ég yfirleitt daginn minn.
Ótrúlega vanaföst með morgunmatinn minn.
Og allt þarf að vera í réttri röð annars bara virkar ekki dagurinn .

Byrja daginn á einu góðu vatnsglasi .
Svo annað glas af vatni með Hafkalkinu , hafróinu og Omega-3 töflunum.
Þá er að fá sér kivi 🙂
Síðan er ég yfirleitt með svipaða blöndu í muslíinu.
Blanda alltaf sjálf mitt muslí í stóra krukku og á
Mér finnst æði að fá mé egg í morgunmat.
Og yfirleitt þá linsoðið…en smá trít að hafa svona steikt á sunnudegi.
Ekki dropi af olíu á pönnuna.
Þarf ekki olíu á fínu pönnuna mína .
mér finnst eggin langbest án alls…nema smá salt.
Jarðaberin eru nú bara trít …enda ekki hægt að leifa sér svoleiðis lúxus daglega hérna á klakanum .

Svo er útsýnið alltaf aðeins blómlegra 🙂
því í eldhúsinu mínu er allt fullt af kryddjurtum og útsýnið yfir í grænmetið .
Rabbabarinn er að verða jafnstór og meðal manneskja.
Hann er alveg að fíla þessa rigningu.
Grænmetið er mishrifið.
Húsfreyjan ekki hrifin 🙂

Svo er bara að njóta .
En alltaf að borða morgunmat.
kaupi ekki alveg að maður eigi að hvíla meltingafærin til hádegis….þá væri ég byrjuð að japla á sjálfri mér og kæmist ekki fet í gymið .
Keyra sjálfan sig í gang með hollustu og njóta.
Gefa sjálfum sér tíma…vakna þá bara aðeins fyrr.

Rósirnar eru ekki að skemma fyrir útsýninu 🙂
Þær fékk ég í gær frá strákunum mínum….sem skruppu út í búð og fannst að konunni vantaði svona fegurð

Njótið dagsins .

Súper einföld blanda af Morgunmat…Múslí :)

10418291_10152442612710659_5598671080909820459_n

Góðan daginn.

Í gær gaf ég ykkur uppskrift af góðu brauði
Stútfullu af fræjum.
Margir eiga ekki eitt einasta fræ til í eldhússkápnum sínum.
Ég var þar 🙂

Svo þegar að ég byrjaði að kaupa fræ…..þvílíkur leyndur fjarsjóður 🙂
Meltingin fór hamförum…..og þegar að meltingin er í góðu lagi er allt í góðu lagi
Svo einn daginn fattaði ég meira að segja að það er hægt að búa til mjöl úr fræjum….semsagt hægt að baka upp úr mjöli úr fræjum.
Vá lífið var alltaf að koma mér á óvart
Og það er ekkert mál að græja svona mjöl sjálfur.
Bara í blandarann og vinna í spað….og mjölið komið.
Líka hægt að búa til möndlumjöl þannig .
Þetta er mikið sparnaðar ráð .
En þetta er svona byrjunar ráð með fæin og þegar að maður kynnist þessu öllu má bæta við svo ótal mörgum tegundum í viðbót.

Allavega þeir sem áttu engin fræ í gær…en eru núna komin heim með fræ út um allt eldhús
Eða þeir sem eiga fræin og kannski ekki nota…..og eru að verða útrunnin.
Það er ekki málið 🙂
Borðum fræin….en hvernig??

Ég blanda orðið mitt eigið Múslí.
Þetta er mjög svipað Músli og ég verslaði mér alltaf inn frá Sollu.
En fattaði að það er aðeins dýrara að kaupa alltaf allt tilbúið
Svo græjaði mitt sjálf.
Það er sparnaður
Alltaf að reyna spara á landinu kalda.

Þetta Muslí er grunnur.
Og æðislegt að blanda ávöxtum og berjum saman við.
Grískri jógúrt sem desert….
Ég blanda í svona Músli.

Tröllahafrar ( mér finnst sollu góðar)
Rúgflögur
Sólblómafræ
Hörfræ
Hrísflögur frá Sollu (Hrísflögurnar eru glútenlaust morgunkorn)

Blanda þessu vel saman…hristi saman í stóra krukku .
Þetta fæ ég mér á morgnana.
Bæti út í Kíví og sveskjum .
Voða vanaföst kona.

Sólblómafræin nota ég líka þurrsteikt af pönnu með smá chilli salt yfir salat.
Eða sem smá snakk 🙂

Hörfræin nota ég í morgunkornið og geri líka stundum mjöl úr þeim og nota í bakstur eða Boost .

Tröllahafrar nota ég í svo margt….bakstur og grautar eru vinsælir .

Hrísflögurnar er hægt að nota í nammi gerð 🙂

Þannig að fræin á þessum bæ spænast upp
Sitja ekki og bíða þess að vera ruslað í ruslið ….

Með svona morgunkorni drekk ég vel af vatni .
Alltaf áður en ég fæ mér morgunmat fæ ég mér tvö vatnsglös.

Þetta eru ekki geimvísindi og mörg okkar kunnum alveg á þetta allt saman
En þetta var allt saman lokaður heimur fyrir mér áður….hristi bara hausinn og óð í Special K-ið…..sem lofaði mér nokkrum gallabuxnastærðum niður ef ég bara borðaði ….ég stækkaði bara 🙂

Það er svo margt sem breyst hefur í kringum mataræðið mitt sem í dag er bara venjulegt .
Ég borða tildæmis nóg af mat og er aldrei svöng….heppin 🙂
Borða mikið af lifandi og hreinum mat.
Svo ég er lítið í rakakremum og rándýrum andlitskremum….bara borða á mig rakann .
Því ég nota nóg af feitum fisk, omega , avacado og annari olíu til að fá ekki uppraknaða húð….ég var sem hreistraður fiskur alltaf af þurki hér áður .

Að drekka nóg af vatni….já ég veit djö$#“! heyrir maður þetta endalaust….
Ég drakk svo mikið af Pepsi max hér áður að það hlýtur að hafa komið niður á sölutölum þegar að ég gaf þann fjanda frá mér .
Og fráhvörfin sem ég gekk í gegnum .
Aldrei aftur takk.

Vatn og aftur vatn
Við þurfum nefnilega nóg af vatni.
Búin að sættast við vatnið.
Tók smá tíma…og mörg Soda stream hylki.
En núna er það dottið út….og bara hreina góða vatnið tekið yfir 🙂

Ég er samt ekki heilög í mataræði
og hleyp ekki burtu með krosslagaðar fingur í kringum afmælis og önnur boð
Neibb….allt í gott í hófi.
Þótt ég láti lítið af hnallþórum og svoleiðis gleði inn fyrir mínar varir í dag…eru þær ekki eitraðar
Bara kýs að sleppa
EN það hefur svo margt breyst í kringum mataræði ísl.
Og í dag er alltaf eitthvað hollt í boði
Sælgæti og kökur þurfa ekki að vera stútfullar af hvítum sykri.
Heldur er alveg hægt að gera og græja úr hollu hráefni.
Líka nammi

Jæja ég er í fríi frá Heilsuborginni á fimmt.
Svo hef smá tíma í garðinn 🙂
Grænmetis garðurinn er allur að koma til.
Og það er snarbrjálaður Rabbabari um allan garð núna
Þarf að fara græja eitthvað úr honum….er ekki neitt sérstaklega hrifin af rabbabara.
Ræktaði hann upp frá fræjum fyrir mömmu mína.
En hún er farin….svo engin tekur rabbabarann minn 😦
Þá er bara finna sjálf útúr þessari dásemd.

Jæja eigið góðan dag
Og allir út í búð og græja fræ.

Morgunmatur.

Góðan daginn Ég er svo oft spurð út í morgunmatinn Hér er smá sýnishorn ég er voða fastheldin. En reyni að hafa fjölbreytni Í dag 2 omega með D 1 Hafró 1 vatnsglas 1 kaffibolli 1 kivi 4 sveskjur Musli....geri sjálf Trölla hafrar, sólblómafræ, hörfræ ,speltflögur ) 1 msk. Hörfræ mulin Fjörmjólk í kaffið og út á Musli. Svo er bara njóta Hér eru uppl. um Hörfræ http://www.mbl.is/smartland/pistlar/gudrunbergmann/1175954/

Góðan daginn
Ég er svo oft spurð út í morgunmatinn
Hér er smá sýnishorn ég er voða fastheldin.
En reyni að hafa fjölbreytni
Í dag
2 omega með D
1 Hafró
1 vatnsglas
1 kaffibolli
1 kivi
4 sveskjur
Musli….geri sjálf
Trölla hafrar, sólblómafræ, hörfræ ,speltflögur )
1 msk. Hörfræ mulin
Fjörmjólk í kaffið og út á Musli.
Svo er bara njóta
Hér eru uppl. um Hörfræ
http://www.mbl.is/smartland/pistlar/gudrunbergmann/1175954/

Morgunmatur.

Góðan daginn Ég er svo oft spurð út í morgunmatinn Hér er smá sýnishorn ég er voða fastheldin. En reyni að hafa fjölbreytni Í dag 2 omega með D 1 Hafró 1 vatnsglas 1 kaffibolli 1 kivi 4 sveskjur Musli....geri sjálf Trölla hafrar, sólblómafræ, hörfræ ,speltflögur ) 1 msk. Hörfræ mulin Fjörmjólk í kaffið og út á Musli. Svo er bara njóta Hér eru uppl. um Hörfræ http://www.mbl.is/smartland/pistlar/gudrunbergmann/1175954/

Góðan daginn
Ég er svo oft spurð út í morgunmatinn
Hér er smá sýnishorn ég er voða fastheldin.
En reyni að hafa fjölbreytni
Í dag
2 omega með D
1 Hafró
1 vatnsglas
1 kaffibolli
1 kivi
4 sveskjur
Musli….geri sjálf
Trölla hafrar, sólblómafræ, hörfræ ,speltflögur )
1 msk. Hörfræ mulin
Fjörmjólk í kaffið og út á Musli.
Svo er bara njóta
Hér eru uppl. um Hörfræ
http://www.mbl.is/smartland/pistlar/gudrunbergmann/1175954/

Nammi músli :)

Sælkera "Múslí" fyrir nammipúka Æði með skyri...jógúrt og ís Uppskrift. 100gr Tröllahafrar 2 dl. Spelti 100gr Kokosolia 2 msk. Hunang 30gr Gojiber 100gr Brasiliu/Hesilhnetur 10 gr Sukrin 5 dropar vanillu stevia Kokosolia og hunang brætt saman. Allt hitt sett í skál. Síðan blanda öllu saman með skeið/sleif Síðan sett á bökunarplötu með smjörpappír undir. Flatt út og bakað í 15-20 min fer eftir ofni. Við 180gráður Þetta er hægt að leika sér endalaust við..nota bara það sem til er af hnetum En þetta er "Nammi" Músli :)

Sælkera „Múslí“ fyrir nammipúka
Æði með skyri…jógúrt og ís
Uppskrift.
100gr Tröllahafrar
2 dl. Spelti
100gr Kokosolia
2 msk. Hunang
30gr Gojiber
100gr Brasiliu/Hesilhnetur
10 gr Sukrin
5 dropar vanillu stevia
Kokosolia og hunang brætt saman.
Allt hitt sett í skál.
Síðan blanda öllu saman með skeið/sleif
Síðan sett á bökunarplötu með smjörpappír undir.
Flatt út og bakað í 15-20 min fer eftir ofni.
Við 180gráður
Þetta er hægt að leika sér endalaust við..nota bara það sem til er af hnetum
En þetta er „Nammi“ Músli 🙂