Barnvænt brauð sem minn litli elskar.

11008565_453146938166239_4562896517488899787_n

Nýbakað brauð.

Minn drengur biður mig um svona brauð með smjöri,sykurskertri sutu og osti á hverju ári fyrir uppskeruhátið hjá Fjölni 🙂
Krakkarnir að klára körfuboltann og allir koma með eitthvað gómsætt á hlaðborð.

Vessogú….þetta er æði brauð sem allir elska.
Barnvænt og flott 🙂

Brauðið góða.
Innihald.
500 gr Heilhveiti (notaði frá Finax gróft mjölmix…glutenfree)
1,5 msk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk salt (nota gott salt)
400 ml AB mjólk (ég nota frá Örnu)
1 tsk síróp
40 gr haframjöl
20 gr Omega-fræblandan frá Heilsu

Aðferð.
Blandið mjölinu, vínsteinslyftidufti og salti saman í skál.
Hrærið AB mjólk og síróp saman og hellið út í skálina.
Hrærið varlega í deiginu .
Gætið þess að hræra ekki of mikið.
Bætið haframjölinu, fræjunum eða öðru því sem þið viljið nota út í deigið og hrærið varlega nokkrum sinnum.
Bætið svolitlu vatni við ef deigið er of þurrt. En alls ekki hafa of blautt.
Ég nota silicon form.
Bakið við 180-190°C í 40 – 50 mínútur.

Auglýsingar

Djúsi brauðlaus ostasamloka.

10980712_412060342274899_4569605033300308706_n

Djúsí ostasamloka.

Aðferð að „brauði“

Sjóða blómkálshrísgrjón.
Mér finnst best að skera niður blómkál…taka stönglana frá.
Bara nota blómin …hitt getur farið í snakk eða sósur 🙂
Þegar búin að skera niður blómin …setja í matvinnsluvél og mér finnst gott að telja upp á 11 meðan að vélin vinnur blómin í grjón.
Volla þá er að láta þetta í pott með sjóðandi saltvatni…bara lítið af vatni þarf ekki einu sinni að flæða yfir grjónin.
Og bara í svona 30 sec og hræra vel á meðan.
Þá setja grjónin yfir í sigti.
Til þess að ná að gera svona blómkálsbrauð þarf allllllllt vatn að fara úr grjónunum 🙂

Uppskrift að tveimum sneiðum.

3dl. blómkálsgrjón
1/2 dl. rifin parmesan ostur
1 egg
Salt og pipar…eða krydd eftir smekk.
Gott að nota ítalska pasta kryddið frá Pottagöldrum eða annað pizza krydd ef nota á þetta sé pizza botn.

Þegar að grjónin eru tilbúin og búið að ná hverjum einasta dropa af vatni af þeim.
Gott að nota síurnar sem seldar eru í Ljósinu.
Eða bara nota hreint viskastykki og kreista allt vatnið úr.
Þá bara blanda öllu saman 🙂
Hræra vel.
Og móta á ofn plötu með bökunarpappír undir „brauðsneiðar“
Baka í ofni á 200gráðum þangað til þær eru orðnar gyltar.
Þá taka út úr ofninun.
Vera búin að hita góða pönnu.
Skella sneiðunum á pönnuna  ost og meðlæti á hvora sneið.
Síðan flippa þeim saman og njóta.
Þetta er mjög gott.

Barnvænt brauð.

10965772_10152955011955659_245794158_n

Barnvænt brauð 🙂
Sem hægt er að leika sér með….breyta samsetningu og annað.

Brauðið góða.
Innihald.
450 gr Heilhveiti
50 gr. Gróft kokos
1,5 msk vínsteinslyftiduft
1 tsk salt (nota gott salt)
400 ml AB mjólk
1 tsk agavesíróp/síróp
80 g haframjöl eða fræ …ég nota fræblöndu/musli sem samanstendur af tröllahöfrum-hörfræjum og sólblómafræjum ( síðan má bæta aðeins við og setja ofan á degið fyrir bökun:)

Aðferð.
Blandið heilhveiti, vínsteinslyftidufti og salti saman í skál.
Hrærið AB mjólk og agavesíróp saman og hellið út í skálina.
Hrærið varlega í deiginu .
Gætið þess að hræra ekki of mikið.
Bætið haframjölinu, fræjunum eða öðru því sem þið viljið nota út í deigið og hrærið varlega nokkrum sinnum.
Bætið svolitlu vatni við ef deigið er of þurrt. En alls ekki hafa of blautt.
Ég nota silicon form.
Bakið við 180-190°C í 40 – 50 mínútur.

Ég helmingaði uppskriftina….því þessi uppskrift er svo einföld að það er langbest að gera bara þegar að manni langar í brauð.
Ég geymi svona brauð ekki ….

Langbest nýbakað með islensku smjöri eða avacado ❤

Nýbakað brauð .

10500265_10152442693460659_9041094012215824772_n

Ofureinfalt og snildar brauð

Þetta er svona súper einfalt og gott brauð.
Ég geri svona brauð nokkrum sinnum í viku.
Ekki kannski alltaf alveg eins en þegar að ég skelli í brauð þá er oft bara notað það sem ég á í það skiptið

En í þessu brauði.

2 Bollar spelt
1/2 Bolli Tröllahafrar
1/2 Bolli graskersfræ
1/2 Bolli sesamfræ
1/2 Bolli sólblómafræ
1/4 Bolli Hörfræ
1 tsk salt
1 msk Vínsteinslyftiduft
1/2 lítri AB mjólk

Þurrefni sett í skál .
AB-mjólkinni bætt útí .
Hræra og setja í silikon brauðform ( alls ekki hræra mikið)
Bakað í klukkutíma án blástur við 180gráður.

Best nýbakað með smjöri 🙂

Brauðbollur á Sunnudegi.

10167985_10152331326320659_2866616107030689591_n

Jæja brauðbollur komnar úr ofninum .

Aldeilis góðar   🙂

Hvað er betra en nýbakað brauð ?
Þetta silikon form er æði…fékk þau í London í nokkrum stærðum.
Frábært að nota í bakstur og ísgerð .

4 dl Spelti ( gott að nota gróft og fínt blandað saman)
2 1/2 dl múslí ( nota sollu múslí án ávaxta)
1/2 dl graskersfræ
1 dl solkjarnafræ
1 dl kokos
1/2 tsk Falk salt
1 msk Agave sýróp
1 tsk vínsteinslyftiduft 
1 tsk. Husk
1 dl vatn
3 1/2 dl ab-mjólk
Hitið ofninn í 200°.
Blandið þurrefnum saman í skál.
Setjið sýrópið, vatn og ab-mjólk saman við og hrærið öllu varlega saman.
Látið deigið í silikon brauðform eða nota sem brauðbollur og bakið í ca 55-60 mínútur fyrir heilt brauð en um 20min fyrir bollur.

Skítlétt að útbúa 🙂

Ein bolla hjá mér var 30gr og það er skammturinn sem ég leifi mér af brauði .

Sumar og sól í páskahretinu.

10175009_10152309322125659_4470428302954618836_n

Kvöldmaturinn.

Ulla bara á veðrið og bý til Tropical stemmingu á matardiskinn 🙂

Speltkaka með Hörfræjum.
Egg
Parma skinka
Gúrka
Vorlaukur
Avacado
Feta
Mango
Jarðaber
Melóna

Alveg jummí alla leið 🙂

Svona matur er svo mikill gleðigjafi.
Maður er pakksaddur en samt allt svo létt og gott.
Um að gera njóta og láta sig dreyma um sól og sumar
Hugsa vel um sjálfan sig…sumarið er alveg að koma .

Bollaköku hafraklattar :)

10151338_10152274948810659_1230737827_n

Kaffitíminn súper góður Heimabakaðar „Bollaköku hafraklattar“Uppskrift.

3 bollar haframjöl
1 1/2 bolli Spelt
1/2 bolli kokoshveiti
1/2 vínsteinslyftiduft
2 tsk. gott salt
1/4 bolli hörfræ
3/4 pekan og brasilíu hnetur
1/3 bolli kókosolía
1/3 bolli ísl. smjör
3/4 bolli Agave síróp
2 msk. hrásykur
2 stór egg

1. Hitið ofninn upp í 180gráður og smyrjið muffins form með kokosolíu ( ég er með silikon form svo ekkert að smyrja)

2. Blandið , haframjölinu, speltinu, lyftiduftinu, saltinu, hörfæjanum og hnetunum nota stóra skál.

3. Hita allt hitt saman í litlum potti hræra vel og ekki hafa of heitt …bara rétt bráðna saman.

4. Hellið svo blöndunni úr pottinum yfir í skálina og hræra
saman.
Bæta eggjunum við og hræra vel saman.

5. Ég er með lítil muffins form silikon. Og þetta dugði í 16
kökur.
Bakaði í 25min. En fer eftir ofni og stærðinni á formunum .

6. Borðist ekki alveg sjóðheitt…leifa að kólna smá 

Njótið 🙂

 

Sunnudagssæla.

10151774_10152258554975659_370000215_nHádegið .

Eftir hreint út sagt fræbæra viku matarlega séð og hreyfingalega séð…þá er bara að halda áfram með matargleðina 🙂

1/2 Beygla með avacado , eggjahvítu og Reyktum Lax.
Salat með Jarðaberjum og Vatnsmelónu 
Hemp fræja Ítalska blandan og pipar yfir allt.

Egjahvítan.

3 Eggjahvítur ( nota úr brúsa)
steiktar á pönnu með chilly salti.
Skera svo niður og nota sem álegg.

Avacado smjör.

Stappa niður mjúkt Avacado og bæta við smá lime safa og grófu salti.

Alsæla svona á ljúfum sunnudegi  🙂