Silugur frá Hafinu Hlíðarsmára.

11130769_10153143529635659_1546109671_n

Kvöldmaturinn.

Já nú var veisla ❤

Sumardagurinn fyrst og um að gera fagna sumri með silung 🙂
Ætlaði að fá mér lax í Hafið Fiskverslun​ í gær en eins og alltaf dett ég bara í valkvíða við það eitt að líta á fiskborði hjá þeim.
Ég elska að kaupa hreinan fisk og gera sjálf 🙂
En svo eru líka tilbúnir réttir þarna sem ég elska …..eins og sósan með basilikum lime frá þeim!

En þetta varð að dúndur veislu.

Salatið græjaði ég fyrst.
Spírur
Ydduð gúrka
Rauð paprika
Mangó
Avacado
Wasabi hnetur
Feta kubbur
Feta í bláu krukkunum
Sjúklega gott..og brakandi fersk 🙂
Spírurnar eru svona krúnsí 🙂

Þá var ég með hvítlaukskartöflur.
Sýð þær fyrst…sker svo niður og blanda hvítlauk-smjöri og kokosolíu.
Salt og pipar og inn í ofn 🙂
Þetta er uppáhalds hér á bæ.

Svo var það fiskurinn mama mía !

Ég steiki hann á grillpönnu.
Fyrst með roðið upp.
Síðan sný ég fiskinum við og steiki aðeins roðið.
Ég nota bara salt-pipra og lime til að krydda.
Steiki upp í smá smjöri…..
Maður þarf ekki mikla feiti á svona grillpönnur.
En afþví ég steikti helling..varð ég að láta í eldfastmót og stinga inn í ofn á milli steikinga 🙂
En í lokin var ég búin að saxa niður möndlur frá Heilsu og þurr rista.
Þá vel stökkar…..skelti þeim svo ofan í feitina í smá stund ( ekki mikil feiti) og vel saxaðan ferskan chillí.
Velti þessu aðeins og svo skelti ég þessu yfir silunginn.
Aðeins inn í ofn…og svo bara njóta 🙂

Salatið með þessum fisk…sjúklega gott 🙂

Þessi silungur minnti mig á sól og sumar.
Hlakka til að grilla úti og njóta 🙂
Mæli með að þið kíkið í þessa fiskbúð bæði í Spönginni og eins Hlíðarsmára…..ég er allavega komin með mína uppáhaldsbúð.

Auglýsingar

Lax með litríku meðlæti.

10965440_10152961507955659_1444408766_n

Kvöldmaturinn.

Lax og alsæla 🙂

Ég hreinlega elska lax.
Vel eldaður lúna mjúkur…lax beint úr ofninum bara sælgæti.
Ég set flökin í eldfast mót og krydda með salt-pipar-creola kryddinu frá Pottagöldrum.
Vel af sítrónu safa yfir 🙂
Elda hann í svona 15-20 min í sjóðheitum ofni.

Meðlæti.

Avacado og mango salsa.

Aðferð.
Skera niður smátt.
Avacado
Mango
Rauða papriku
blanda vel saman….
Síðan skera niður aðeins af chilli….
Og örlítið af steinselju og öllu blandað saman….kreista aðeins lime safa yfir.
Oan á ristaðar möndlur og kokos.

Sætar kartöflur og bakaður tómatur 🙂

Þetta er með því betra sem ég fæ 🙂

Meðlæti með kvöldmatnum.

10944940_10152953466510659_1090235251_n

„Dinner in making“

Ég er með heilan kjúkling í svörtum potti mallandi inn í ofni 🙂
Kryddaður með Arabíska Draumnum og Creola kryddinu frá Pottagöldrum-salt.
Borðum snemma á fimmt. því íþróttaæfingar og alles.
Meðlætið 🙂

Bakaðir tómatar með salti og basiliku
Sveppir með camenbert osti og Eþíóska kryddinu frá Pottagöldrum
Sætar kartöflur salt-pipar og örlítið af olíu
Rauðpaprika…verður dýsæt og góð svona bökuð 🙂

Þetta fer allt saman inn í ofn á eftir og bakast í fásemdar meðlæti 🙂
Það þarf enga sósu og aukahitaeiningar með svona meðlæti.
Tekur 10min að græja!
Já hollustan þarf ekki að vera flókin ❤

Hollar en sjúklega góðar snittur á veisluborðið .

10675728_10152649412995659_8525921175362641227_n

Hádegið hjá mér í dag er tvíréttað 🙂

Því ég er að prufa að gera snittur sem ég lærði á námskeiði hjá Margrét Leifs heilsumarkþjálfun .
Og verð bara að fá að njóta 🙂

Þetta er svo mikil snild.
Og frábært til að bjóða upp á í veislum 🙂
Sætar kartöflur skornar mjög fínt í snittu lagaða bita.
Í plast poka eða lokaða skál setja smá af olíu og góðu salti.
Kartöflurnar ofan í eftir að vera búin að skera í rétta stærð.
Hrista vel saman.
Leggja síðan hvern bita á smjörpappír á ofnskúffu.
Og baka þangað til gyllt.
Alls ekki brenna þær …mjög auðvelt 🙂
Líka hægt að nota sem „kartöflu flögur“
Eftir eldun er gott að leifa þeim að þurkast vel a pappírnum.
Og nota sem „snittubrauð“ eftir að kólnar og verður pínu stökkar.

Síðan er nú bara að leika sér með innihaldið 🙂
Ég var með Philipo Berrio grænt pesto
avacado
papriku
spírur
ristuð Rapunzel fræ ( fræ blanda i pokun)

Þetta er nammi 🙂

Og núna er að njóta súpunar 🙂

Blómkálsgrjón flott aðferð.

10589780_10152611383890659_1747521811_n

Jæja ég er að elda kvöldmatinn 
vildi bara setja hérna inn hvernig ég græja Blómkálsgrjónin.
Mikið spurt hvað er nú eiginlega Blómkálsgrjón???

Blómkálsgrjón.

Einn góður blómkálshaus.
Snyrta til skera burtu stilkana.
Bara nota blómin í grjónin.
Stilkana nota ég svo bara í sósur eða súpur.
Aldrei henda mat 🙂

Þegar að búið að snyrta til setja í blómin í matvinnsluvél.
Ég tel upp á 11 á hæðsta styrk þá eru grjónin reddy 🙂
vil hafa þau aðeins gróf.
Þá er að setja grjónin í sjóðandi saltvatn.
Sjóða í 3 mínutur.
Láta í sigti og leifa ÖLLU vatni að leika vel af.
Alltí lagi að dömpa aðeins á grjónin til að ná öllu vatni úr.
En alls ekki kremja grjónin .

Þetta er nú ekki meira vesen en þetta.
Og ég þarf ekki hrísgrjón lengur 🙂

Mér finnst þetta alveg geymast í isskáp í allt að 4 daga.
Og grjónin eru eiginlega best á öðrum degi 🙂

Æði grilluð kjúlla læri og grænmetis réttur sem ég mæli sko vel með.

10589590_10152580258565659_984390365_n

Kvöldmaturinn 

Langt síðan ég hef fengið svona góðan mat.
Eða kannski útiveran hafi þessi áhrif???
Allavega ég er pakksödd og á eftir að gera þetta fljótlega aftur.
Bragðmikið og jummí 

Grilluð Rose Kjúlla læri.

Krydd lögur.

1 Sítróna ( bara safinn)
4 Rif Hvítlaukur
Olía eftir smekk….ég nota ekki of mikið.
Soya sósa eftir smekk.

Hræra öllu saman í flatt fat.
Þá leggja kjúlann í lögin.
Krydda með chilli salti – pipar- Garam masala -creola krydd.
Hræra vel upp í þessu öllu og leifa að marenerast .

Þá grilla og njóta 

Grænmetið „alltof gott“

Skera niður smátt.

Gulrætur
Paprika
Rauðlauk
Kúrbít
Sveppir

Steikja á pönnu.
Sósan yfir grænmetið.

1 dós hrein jógúrt
1/2 dós Rautt Sollu pestó
Hræra sósunni vel saman og hræra út í steikt grænmetið.
Hræra vel saman og hella yfir í fat.
Þá er að rífa yfir slatta af parmesan 🙂

Síðan var ég með soðið Brokólí og Blómkál .

Alveg sjúklega gott.

Borgari eftir gleði í sveitinni.

10614044_10152578345360659_40412985_n

Kvöldmaturinn.

Smakkaðist stórkostlega 
Eftir að hafa farið í fjallgöngu, göngu og berjamó .
Þá var þessu skóflað niður á núll einni!

Hamborgari á grilli.
Meðlæti.

Salat 
Grilluð paprika
Grillaður rauðlaukur
Grillaðir sveppir
Gúrka 
Tómatur
Avacado stappa
Gráðostasósa ( sýrður rjómi og gráðostur )
Mulin pipar yfir allt…nammi 

Sveitin er ljúf 🙂

 — á/í Varmahlíð, Skagafirði.

Grillaður Þorskhnakki með camenbert osti.

10592396_10152562130450659_489442726_n

 

Kvöldmaturinn.

Þetta gerist ekki mikið betra allt saman.
Veðrið, maturinn og garðurinn 🙂
Að koma heim til Íslands og fá sumarið með sér er nú bara lotterý.

Í morgun sá ég í fréttablaðinu augl. um Þorskhnakka á tilboði hjáFiskikóngurinn .
Skellti mér eftir gymið í svitagallanum og verslaði mér stórt stykki af þessari dásemd.
Verð nú að fá að hrósa þjónustunni og fiskinum hjá þeim.
Meira en til fyrirmyndar þessi fiskbúð.
Og gott og gaman að fá svona persónulega þjónustu og ráð.

Fiskurinn var eldaður í pínu sparibúning 🙂
Ég bjó til kryddlög úr pressuðum hvítlauk , Tamarasósu, olíu og sítrónusafa.
Kryddaði fiskinn með chillisalti, pipar og smá cayenne pipar.
Skellti svo leginum á og sítrónu bíta yfir.
Skar svo í fiskinn og lét Camenbert smurost í sárin.
Lét standa á í klukkutíma.
Síðan grillað í smá stund.
Því ég vil ekki mikið eldaðan fisk.
Betra en nokkur stórsteik

Meðlætið.

Grillaðar sætkartöflur
Grillaður Rauðlaukur
Grilluð paprika
Grillaður Tómatur

Síðan gerði ég kartöflur sem ég fékk frá Fiskikonginum nýuppteknar flottar og smáar .
Skellti þeim í ofnfast mót.
Skvetti olíu og grófu salti yfir.
Bakaði á háum hita til að fá stökkar kartöflur.
Síðan lét ég ísl. smjör leka yfir
Eftir eldun.
Ég gerði þetta nú fyrir hina í fjölskyldunni….en laumaðist í þessa dásemd 🙂

Dásamlegur matur .

Sjúklega góð fyllt paprika.

10571000_10152528822275659_657176872_n

Kvöldmaturinn.

Hér á bæ var þessi æði og þræl holli hakkréttur ..
Með þessu fékk fjölskyldan spelt spagetti.

En ég fór aðeins aðra leið.
Fékk mér bakaða papriku með hakkrétti, blómkálsgrjónum og 1tsk. nýji camenbert smurosturinn á toppinn

Hakkréttur.

1 pakki gott nautahakk
1 rauð paprika
1 rauðlaukur
1 sellery stöngull
4 gulrætur
4 hvítlauks rif
1/2 rauður chilli ( eða eftir smekk)
lófafylli af ferskri Steinselju
1 dós tómatur í dós
1/2 dós vatn ( nota dósina af tómatinum)
salt -pipar-creola krydd ( eða krydd eftir smekk…flott að nota ítalskt)

Byrja á að merja saman hvítlauk , chilli og steinselju.
Skera niður allt grænmetið fínt.
Þá er að steikja grænmetið ( má alveg nota olíu ég er með þannig pönnu þarf ekki)
Bæta kryddblöndunni við og steikja vel saman.
Færa svo grænmetið yfir í góðan pott.
Þá er að steikja kjötið kryddað eftir smekk.
Bæta svo kjötinu við grænmetið .
Þá tómatinum og vatninu við .
Sjóða vel saman og krydda eftir smekk

Blómkálsgrjón.
Skera blómkálið niður í matvinnsluvél.
Bara nota blómin ekki stiklana.
Þá er vinna í grjón í vélinni.
Ekki of fín því þá verða grjónin römm.
Síðan setja í pott með sjóðandi salt vatni og sjóða í 3min.
Láta eftir það í sigti og hver einast vatnsdropi þarf að leka úr
Hver einn og einasti….

Paprikan

Opna papriku á toppinn.
Setja inn í ofn og baka.
Síðan er að bæta við fyllingunni.
Setja inn í ofn í smá stund og baka allt saman.
Alveg í lokin má bæta við smá smurost.

Síðan er bara að skera þetta niður….stappa ostinum við

Þetta er æð

Hádegi sem hægt er að mæla með.

10460806_332321926915408_6141002543475782034_n

Hádegið.

Elska að detta í ofur hollustu svona rétt fyrir helgi.

Í dag borða ég til að lækna….ekki veikja .

Átti afgang af Lax.
Og græjaði svo hitt bara með á skotstundu.

Kaldur Lax
Steiktur Aspas og gulrætur ( létt steikt á pönnu með lime , pipar og chilli salti 🙂
Salat með Avacado, plómutómat og rauðlauk
Egg steikt á pönnu.

Egg og aspas er bara æði saman 🙂

Svo tel ég niður í vesturbæjarísinn minn.
Það er bara súper hefð á föstudögum að fá með þá dásemd 🙂