Lambafile og meðlæti.

1660926_385170371630563_8603559843943800573_n

Kvöldmaturinn.

Afmælis maðurinn minn er svolítið hrifin..jú reyndar eins og við öll í fjölskyldunni af Lambafile….með bernes og öllu 🙂
Svo ég græjaði það hjá Þín Verslun Seljabraut og berneas sósan úr Þín verslun …er killer 🙂

Ég er voðalea lítið fyrir kartöflur…en bakaði svoleiðis nammi fyrir hina 🙂
En meðlætið mitt var sveppir og perlulaukur.
salatið einfalt og gott….og 1.tsk af bernes draumnum 🙂

Sveppina steikti ég upp úr ísl. smjöri …annað eru helgispjöll 🙂
í lítið eldfast mót setti ég perlulaukinn og bakaði….bæti svo sveppunum við og bakaði aðeins saman.
Þetta er svo djúsí!

Auglýsingar

Hamborgari og franskar.

10718987_10152718715575659_44593493_n

Kvöldmaturinn.

„Jessssörí“ hamborgari með frönskum 🙂

Þín Verslun Seljabraut er algjörlega með bestu hamborgarana.
Og þeir eru á tiboði núna….það þurfti ekki að segja mér það tvisvar 🙂
Kjötborðið svo til fyrirmyndar hjá þeim 🙂
Já alltaf að hrósa því sem vel er gert.

Ég byrjaði á því að skera niður sæta kartöflu í „frönsku kartöflu“ stærð.
Þá raða ég þeim á bökunarpappír með ofnskúffu undir.
Rétt nokkra dropa af olíu og gott salt.
Baka svo í ofni .
Passa bara að brenna ekki 🙂

Í leiðinni skar ég niður gula papriku sem ég nota sem „hamborgarabrauð“ og baka hana í ofni.
Verður sæt og góð.
Miklu betra en brauð 🙂

Bearnaise sósan kemur líka frá Þín Verslun…algjör bomba 🙂
Bara varlega þar….
Kokteilsósan er
sollu tómatsósa
sýrður rjómi
Hunts „fat free“ nýja sinnepið frá þeim …sjúkt í svona sósur 🙂
Avacadoið bara avacado niður stappað….alveg möst með 🙂

Steikti borgarann á pönnu og kryddaði með creola kryddinu frá pottagöldrum og saltverkinu.
Grænmeti með og svo bara njóta 🙂

Hver segir að hollustan þurfi að vera „boring“
Bara græja fallegan hollan mat og vera duglegur að finna upp á einhverju nýju og góðu 🙂

Njótið kvöldsins….mitt kvöld er frátekið á date með Vesturbæjar ís 🙂
Það er föstudagur og það er minn ísdagur 🙂 🙂

Sjúklega gott salat.

10672345_359732810840986_8201410117226556840_n

Hádegið.

Mig langaði svo mikið í eitthvað sjúklega gott 🙂
Með fullt af bragði og allskonar gott.
Svo reddaði mér salati með allskonar .

Salat.

Rucola
Gúrka
Plómutómatur
Spírur
Avacado
Blaðlaukur
Feta ostur
Haloumi ostur
Lamba kjöt ( afgangur af lambalæri)
Heilhveiti pasta frá Rapunzel
Ristuð fræ frá Rapunzel
Jarðaber
Rifsber
Melóna

Algjör lúxus.

Hakk og „veggeti“

10628612_10152597231175659_1005645866991351960_n

Kvöldmaturinn.

Hakk og spagettí slær alltaf í gegn .
Og um að gera elda frá grunni sósuna 

Ég nota sjálf Kúrbíts núðlur sem ég græja í þessu fína nýja tæki mínu frá „Veggeti“ fékk á Ebay eða Amason.
Veit bara ekkert hvort svona græja fæst hérna á landi???
Líka hægt að rífa niður Kúrbít í núðlur a grófu rifjárni 
En mér finnst þær verða klestari þannig.

Sósan er algjör bomba.
Og færð alla fjölskyldu meðlimi til að borða 
Grænmetið í algjörum feluleik.

Kjötsósan.

Gott Nautahakk
1 litil dós tómat paste
5 Tómatar
3 stórar Gulrætur
1 Rauðlaukur
2 Appelsínugular Paprikur
Spinat eftir smekk…..fór út í garð og náði mér í 
5 rif Hvítlaukur
Afgangur af Kúrbít ( sem verður eftir þegar að maður er búin að „ydda“ )
Oregano og Basilikur úr gluggakistunni ….bara eftir smekk.
1 tsk. Karry
2 Grænmetis teningar
Cayenepipar eftir smekk.
salt og pipar

Aðferð.

Steikja kjötið upp úr tómat pure krydda með salt og pipar.
Fínt að steikja í góðum potti þar sem sósan má sjóða í.

Sósan .

Skera allt grænmetið ofan í Blandara.
Allt kryddið og teningarnir með.
Bæta við 4 dl. af vatni.
Svo er bara að leika sér með kryddið….ég vil hafa hana svolítið sterka 
Þegar að þetta er allt saman komið í góða silkimjúka blöndu er að hella sósunni yfir kjötið.
sjóða upp og leifa malla í 30-40 min.

Fínt að gera nóg af kjötsósu og frysta 
Þetta er líka súper gott sem Lasanja sósa.
Stútfullt af grænmeti og allir glaðir.
Líka hægt að sleppa kjötinu 
Og þá er þetta bara grænmetis sósa.

Borgari eftir gleði í sveitinni.

10614044_10152578345360659_40412985_n

Kvöldmaturinn.

Smakkaðist stórkostlega 
Eftir að hafa farið í fjallgöngu, göngu og berjamó .
Þá var þessu skóflað niður á núll einni!

Hamborgari á grilli.
Meðlæti.

Salat 
Grilluð paprika
Grillaður rauðlaukur
Grillaðir sveppir
Gúrka 
Tómatur
Avacado stappa
Gráðostasósa ( sýrður rjómi og gráðostur )
Mulin pipar yfir allt…nammi 

Sveitin er ljúf 🙂

 — á/í Varmahlíð, Skagafirði.

Sjúklega góð fyllt paprika.

10571000_10152528822275659_657176872_n

Kvöldmaturinn.

Hér á bæ var þessi æði og þræl holli hakkréttur ..
Með þessu fékk fjölskyldan spelt spagetti.

En ég fór aðeins aðra leið.
Fékk mér bakaða papriku með hakkrétti, blómkálsgrjónum og 1tsk. nýji camenbert smurosturinn á toppinn

Hakkréttur.

1 pakki gott nautahakk
1 rauð paprika
1 rauðlaukur
1 sellery stöngull
4 gulrætur
4 hvítlauks rif
1/2 rauður chilli ( eða eftir smekk)
lófafylli af ferskri Steinselju
1 dós tómatur í dós
1/2 dós vatn ( nota dósina af tómatinum)
salt -pipar-creola krydd ( eða krydd eftir smekk…flott að nota ítalskt)

Byrja á að merja saman hvítlauk , chilli og steinselju.
Skera niður allt grænmetið fínt.
Þá er að steikja grænmetið ( má alveg nota olíu ég er með þannig pönnu þarf ekki)
Bæta kryddblöndunni við og steikja vel saman.
Færa svo grænmetið yfir í góðan pott.
Þá er að steikja kjötið kryddað eftir smekk.
Bæta svo kjötinu við grænmetið .
Þá tómatinum og vatninu við .
Sjóða vel saman og krydda eftir smekk

Blómkálsgrjón.
Skera blómkálið niður í matvinnsluvél.
Bara nota blómin ekki stiklana.
Þá er vinna í grjón í vélinni.
Ekki of fín því þá verða grjónin römm.
Síðan setja í pott með sjóðandi salt vatni og sjóða í 3min.
Láta eftir það í sigti og hver einast vatnsdropi þarf að leka úr
Hver einn og einasti….

Paprikan

Opna papriku á toppinn.
Setja inn í ofn og baka.
Síðan er að bæta við fyllingunni.
Setja inn í ofn í smá stund og baka allt saman.
Alveg í lokin má bæta við smá smurost.

Síðan er bara að skera þetta niður….stappa ostinum við

Þetta er æð

Hamborgari sem hægt er mæla með.

10565719_10152521319215659_368328972_n

Kvöldmaturinn.

Átti inni fyrir einhverju stórkostlegu 🙂

Svo þetta var málið.

Fékk þessa Hereford borgara í Bónus.
Þeir eru sjúklega góðir.
Eru 200gr hver borgari….svo ég fékk mér nú bara hálfan.
En með eggi og allskonar….bara ljúft.
Sósurnar….Avacado stappað og kokteilsósa ( sýrður rjómi og sollu tómatsósa)
Fékk þessar snildar skálar á Skólavörðustígnum hjá Þorsteini Bergman.
Algjör snild ef maður vill ekki hafa sósur út um allann disk.
Sveppina, laukinn og paprikuna steikti ég aðeins til að mýkja upp.

Njótið kvöldsins 🙂

Austurlenskur í kvöldmatinn.

10572789_10152519271685659_141518837_n

Kvöldmaturinn.

Dúddamía hvað þetta var gott

Austurlenskur réttur með hrísgrjónanúðlum.

Rétturinn.

Nautagúllas
2 Rauðar paprikur
1 Rauðlaukur
4 Gulrætur
1 Askja Sveppir
1/2 Askja Baunaspírur
3 Rif hvítlaukur
1/2 Rauður chilli
Safi úr 1/2 sítrónu
Garam masala pottagaldra krydd
Salt
nýmulin pipar
1 msk. Fish sause
4 msk. Tamara sósa frá sollu
1 tsk. Hressileg af grænmetiskrafti
3 dl. vatn

Hrísgrjónanúðlur.

Aðferð.

Byrja á að merja hvítlauk og chilli saman og bæta við sítrónusafa.
Hræra vel saman með 2 msk. Tamara sósu.
Þá að skera gúllasið í litla bita og hræra öllu vel saman.
Salt og pipar.
Gott er að gera þetta kvöldinu áður 🙂

Skera niður allt grænmetið og steikja ( mér finnst gott að sjóða gulræturnar í 3min áður).
Þegar vel steikt bæta kjötinu út í og krydda ( garam masala) steikja áfram.
Það þarf ekki mikla eldun því kjötið vel meirnað.
Þá bæta öllu hinu út í og hræra öllu vel saman og sjóða upp.

Gott að nota þurkað chilli ofan á réttinn eftir að diskinn er komið .
Nú svo er náttúrlega voða „Notý“ að setja oggupoggu af steiktum hvítlauk .

Þetta er svo gott og alveg boðlegt í smá matarboð með prjónum skemmtileg heitum 🙂

 

 

Flottur fjölskylduréttur.

10533458_10152507845145659_166459022_n

Kvöldmaturinn.

Hreint út sagt sjúklega gott og mér var hótað á heimilinu…..að ef ég gerði þetta ekki fljótt aftur „sko“

Litlir kjötbúðingar….með heimalgaðri sósu sem gerði trikkið 🙂
Gufusoðnar gulrætur og Heilhveiti spagetti…..bara 30gr á minn disk.

Þetta kom mér meira að segja sannarlega á óvart ….því einhvernvegin eru kryddjurtirnar að gera mikið trikk 🙂

Litlir kjötbúðingar í silikon formi.

Innihald.

500gr. Hreint Nautahakk.
1/2 Rauð paprika
1/2 Rauðlaukur
1 rifin gulrót
steinselja fersk kúfaður lófi
3 msk. Kotasæla
1 dl. Eggjahvítur
Átti tvo mais soðna í ísskápnum og skar baunirnar af og notaði í blönduna.
Krydd eftir smekk.
Ég notðai chillisalt-pipar-creola krydd.

aðferð.

Skera grænmetið smátt.
Rífa gulrótina.
Setja allt í hrærivélaskál og hnoða saman.
setja svo blönduna í silikon form og baka.
Ég er með ofn án blásturs….og bakaði í 25min.

Sósan.

1 dós sykurlausir tómatar
1 1/2 dl. vatn
1 Rauð paprika
1/2 Rauðlaukur
3 rif hvítlaukur
Fersk Basilika fullur lófi
1/4 rautt langt chilli
1 tsk. grænmetiskraftur frá Himneskri hollustu.´
2 msk. Létt papriku ostur
Salt og pipar.

Allt í blandarann nema osturinn.
Vinna í silkimjúka blöndu.
Síðan beint í pott og sjóða upp.
Bæta þá ostinum við og sjóða saman.

Alveg hreint frábær matur sem er mjög barnvænt.
Fullt af grænmeti en engin pikkaði neitt úr 🙂