Aðventukúlur.

10815844_10152792381320659_1922280260_n

Aðeins verið að skoða með jólakonfektið

Er að prufa mig áfram…og ég mæli með þessum

Vantar einhverjum svona gleði sem er ekki stútfull af sykri….en er samt sparikúla til að njóta ?
Og tekur 10 mín að búa til !
Svo gaman að bjóða þessar fram

Aðventukúlur.

¾ bolli haframjöl
½ bolli Sólgætis möndlur
6 döðlur ( gott að leggja vel í bleyti áður)
1 ½ msk. möndlusmjör
1 msk. hunang
1 msk. kókos olía
1 msk. hesilhnetu mjöl ( Hægt að gera í blandara nota bara hesilhnetur og púðra)
20 gr. ósætt kakó
Ef blandan er of þurr….bara bæta við 1-2 tsk. vatn .

Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman…ekki samt í mjöl
Móta kúlur og dýfa í súkkulaði.

Dökkt súkkulaði til að bræða fyrir kúlurnar.
Ég nota dökku dropana frá Nóa síríus…kemur svo
fallegur glans.
En ekki allir sem vilja súkkulaði….svo ég velti sumum kúlunum upp úr hesilhnetumjölinu…og slepti þá
súkkulaðinu
Og svo hnetur og kokos til að setja ofan á kúlurnar.

Gott að kæla kúlurnar niður í ísskáp.

2 athugasemdir við “Aðventukúlur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s