Matarmarkaður í Lisabon.

Ég er nýkomin frá Lisabon í Portugl. Var þar á stjórnarfundi sjúklingasamtaka http://www.easo.org
Kom þar á miðvikudegi snemma dags og áttum við góðan frídag áður en stíf fundarhöld hófust. Meðlimur í stjórninni hann Carlos sem er einn stofnandi www.adexo.pt samtök offitu sjúklinga og fyrverandi offitu sjúklinga í Portugal tók vel á móti mér og Sheree sem vinnur hjá EASO og er okkur í sjúklingasamtökunum innan handa.
Við Sheree ferðuðumst saman frá London og hún er með góða innsýn inn í heim offitunar.
Þau vita bæði af mínum mataráhuga 🙂
Þar sem þau vinna bæði  náið með mér og fylgjast með síðunni minni á Facebook sem og hér og öðru því sem ég geri .
Þá var nú ekki annað hægt en að fara með okkur á Time Out matarmarkaðinn í Lisabon.
Himnarnir opnuðust 🙂
Fyrir utan hvað veðrið var dásamlegt við lengingu 27 stig og sól að þá var borgin strax einhvernvegin mín.
Þið vitið stundum dettur maður bara inn í menninguna.
En þegar að ég gekk inn í þessa matarstemmingu….
Og sá þetta allt saman í lifandi ljósi …hafandi verið að kíkja á þetta allt saman á netinu áður en til Lisabon var komið.
Þetta er rosalega flott og jafnvel 100 sinnum meira en það 🙂
Allur þessi flotti matur .
Og ég hreinlega datt um koll þegar að ég kom inn á grænmetismarkaðinn.
Eins og lítið barn í endalausu nammilandi hreinlega nýlennt í heimi sólar og gleði inn í svona litríkan heim.
Ég fékk að koma við og lykta af allri þessari fersku vöru. Fékk mér ber í box og vá…
Mikið sem ég gæti átt heima í svona dýrðarlandi.
Þessi borg hún mun seint gleymast.
Væri til í að koma mér upp í flugvél aftur já bara strax og vera þarna til vetrardvala.
Elda úr þessu ferska hráefni.
Og ég má nú ekki gleyma fiskinum.
Portúgalar eru sjúkir í fiskinn. Og ég fékk ýmsar útgáfur í þessari ferð.
En það sem kom mér mest á óvart var þessi markaður og eins og þið sjáið á myndinni þarna til vinstri er lítið kennslu eldhús.
Semsagt flottur markaður með öllu því ferskasta og hægt að fara á námskeið í gleðinni.
Frá nokkrum klukkutímum upp í heilan dag.
Þar sem farið er með mann í smá sjopping og það ferkasta er verslað og svo eldað.
Nú svo er það besta það er sest niður og farið yfir hvað matur gerir fyrir okkur og njóta hvers bita.
Já Lisabon er mín Evrópuborg það er alveg á hreinu.

En gott fólk var ekki verið að tala um Hlemminn?
Gætum við ekki haft svona smá míní útgáfu af svona himnaríki upp á miðjum Laugaveginum ?
Þá aðalega þetta eldhús 🙂
Þar sem hægt væri að hafa míni námskeið.
Kenna fólki á fersk hráefni .
Leyfa börnum að elda úr því ferskasta 🙂
Ég er kannski bara svona ferlega bjartsýn og nýlent en vá hvað þetta gæti orðið mergjað!!!
Í staðin fyrir að ráfa um Kringlu eða aðrar verslana kjarna með dúðuð börn um helgar hvernig væri að búa til svona heim og njóta að vetri til.

Kveðja frá einni ofur bjartsýnni 🙂

14563498_653263211487943_1998803597812893457_n
Auglýsingar

Blómkálssúpa.

Þessi súpa kom mér svo á óvart.
Mig var búið að langa í  blómkálssúpu svo lengi!
En allar þær blómkálssúpur sem ég fékk í gamla daga komu annað hvort úr pakka eða mamma bakaði upp með hveiti.
Ekki kom þetta tvennt til greina.
Svo góð ráð dýr bara redda sér 🙂

innihaldsefni:

450gr. Blómkál 
4 msk. Biona  ólífuolía
1  Rauðlaukur, grófsaxað
3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 1/2 tsk mulið þurkað chillí (má vera minna fyrir þá sem ekki fíla chillí)
3 bollar grænmetissoð
1/2 -1 dós kokosmjólk (fer eftir hvað þið viljið mikið rjómabragð)
1 Dós Biona smjörbaunir
100gr. Rifin mozarella ostur
salt og pipar eftir smekk 

Aðferð:

Skera blómkálið niður í eldfast mót og tvær msk. af olíu yfir.
Hafa álpappír ofan á.
Skella inn í ofn í 15min á 200gráðum.
Á meðan blómkálið bakast skera niður lauk, hvítlauk og saxa chillí.
Þegar 15 min liðnar taka álið af og baka áfram í 15min.
Skella restinni af olíunni í pott og steikja laukinn (bara rétt mýkja)
Þá bæta við hvítlauknum og chillí.
Þegar að blómkálið er reddý skella því út í pottinn ásamt baununum.
Aðeins að leifa steikjast saman.
Hella svo grænmetissoðinu út í og leifa þessu að sjóða saman í um 10min.
Krydda með salti og pipar.
Þegar að þessu er lokið taka töfrasprota og mauka saman.
Skella aftur á helluna og bæta við kókosmjólkinni.
Hræra öllu vel saman.
Aðeins leifa að kólna (bara svo sé ekki sjóðheitt) og bæta þá ostinum út í .
Það er alveg í lagi að sleppa ostinum .
14508718_10154337324465659_33786818_nÉg bætti svo eggjum við .
Og þetta er líka æði með ristuðum fræjum 🙂

Sushi kaka.

12067142_10153848224310659_1579740316_n

Kvöldmaturinn.

Já „Sushi kaka“
Allt er nú til 🙂

Rakst á svona gleði á netinu í dag….einhver út í heimi hafði græjað svipaða köku og ég hreinlega slefaði yfir tölvuna 🙂
Rauk út í búð!
Þetta yrði ég að fá mér í kvöldmatinn.
Límdist í heilasellurnar 🙂

Svona sushi kaka er kannski ekkert endilega það hollasta í heimi ❤
En gleðin er þvílík 🙂
En ég gæti alveg hugsað mér að gera svona köku seinna með blómkálsgrjónum 🙂
Þá værum við sko að tala saman 🙂
En mitt fólk…ekki eins spennt fyrir blómkálsgrjónum.

Sushi kaka.

Nori blöð
Laxa tartar frá Tokyo Sushi​
sushi grjón
Hrísgrjónaedik
Kókossykur frá Sólgæti​
avacado
Mango
Gúrka

Ég keypti laxa tartar 🙂
En ég a líka uppskrift af laxi sem hægt er að græja í tartar…..ef einhver vill 🙂
Ég notaði form með lausum botni….smellu botni.
Notaði tvö Nori blöð í botninn…klipti til að fitta í hringform.
Þá soðin grón.
Ég græjaði sushi grjón eftir uppskrift á pakka.
Enn það áti að blanda hrísgrjónaediki við mikinn sykur.
Svo ég notaði 500gr hrísgrjónapoka og 4 msk. hrísgrjónaedik og 1 tsk. kókossykur í stað 2 msk……fannst of mikið.
Semsagt grjón ofan á Nori blöðin.
Svo bara raða því sem á að nota í kökuna.
Ég setti avacado, mango, gúrku og laxa tartar.
Þá aftur grjón og nori blöð.
Síðan meiri lax og allt hitt 🙂
Passa þjappa vel í formið.
Inn í ísskáp í svona 30-60min.
Og þá er að bera framm og njóta ❤
Hafa með þessu lime og Tamara sósu.

Minn drengur sagði að þetta væri fallegasti og besti matur í heimi 🙂
Og vill þetta oft!!

Til að græja sitt Laxa tartar.
500gr. Laxa flak
1 tsk. sesam olia
2 msk. sesam fræ
1 lime
lúka kórander
smá rifið engifer

Roð hreinsa laxinn og skera í litla bita.
Blanda öllu saman í skál.
Og hræra vel saman ❤
Lime er svo gott vel kreist yfir….finna sitt hvað maður þarf mikið af lime.

Þetta er líka gott í sushi rúllur 🙂

Hætt að vera fífl :)

12321239_1536526939697228_7038825701749265683_n

Góðan daginn.

Ég var ein af þeim sem var alltaf að leita eftir hinni einu sönnu réttu aðferð af stórkostlegri megrun.
Að ná loksins af sér þessu „drasli“ og verða flott.
Elti uppi allskonar vitleysu 🙂
Hef prufað ja sennilega næstum allar aðferðir í geimi hér.

En það var líka málið ég elti….
Og gerði allt eftir bókinni.
Aldrei á mínum forsemdum.
Heldur var ég mötuð af uppl. um hvernig þetta ætti að fara fram.
Og sumt hreinlega passaði bara alls ekki við mig.
Sennilega var það sítrónukúrinn sem situr mér enná hroll fast í minni 🙂
Jább númer 1 á listanum yfir „fólk er fífl“ og ég hreinlega get dáið úr hlátri við tilhugsunina hvaða rugl ég gat látið vaða yfir mig.
Hitti einusinni dásamlega konu sem hafði lést mikið.
Jú hafði reyndar verið mikið veik…svo kílóin hrundu.
En var líka að taka „Ble og bla“ og mikið af magnesíum með.
Ég út í Apótek verslaði gossið og beið eftir að skíta hreinlega allri minni fitu af á svona viku tíma eða svo.
Já svo ég hef sko prufað nánast allt 🙂
En ekki lét ég víra mig saman hér á árum þegar að það var mesta trendið.
Nokkrar sem ég þekki létu allar víra sig saman hjá sama tannsa og fóru í viku frí í sumarbústað ætluðu að koma mjóar heim 🙂
Komu allar heim aftur….en voru ekki í viku.
Kom allskonar upp á….og inn í því var líka sjúkrabíll.

Sem betur fer finnst mér eins og við séum að slaka á aðeins.
Að við séum að skilja að svona stíð við okkur sjálf gengur ekki upp.
Við verðum að borða það sem við getum látið ofan í okkur 🙂
Minn maður borðaði í einum kúrnum með fingur klipið um nef……grenntist helling en skaust upp sem raketta þegar að venjulegur matur var svo settur inn aftur.
Hann hefur ekki verið fyrir mikið grænmeti síðan.
Fékk nóg…
Sorglegt .
Hver vill lifa þannig að fæðan sé svo svakalega vond að það þurf nefklemmu við matarborðið.

Finnum okkar takt 🙂
Og á okkar forsemdum.
Setjum upp okkar eigin matseðla.
Fáðu hjálp 🙂
En þú ræður!
Finndu út hvað gæti hentað þér til að líða betur.
Hvaða mataræði ræður þú við 🙂

Ég er allavega búin að finna mitt.
En það er sko alls ekki að það henti næsta manni 🙂
Ég vil meina að meðalvegurinn sé svarið við öllu 🙂
En hann er töluvert mál að halda sér á.
Og þarf að dansa oft upp og niður til að halda sér þar.
En er það ekki líka málið….því annars væri þetta lífi bara flatt 🙂

Njótum matar ❤
Og njótum lífsins.
Finnum okkar takt.

Eigið góðan sunnudag ❤

Gleðilega nýja árið.

12524299_545662202248045_1016385235082660202_n

 

Janúar mánuður er mörgum erfiður.
Allt á einhvernvegin að gerast.
Og miklar væntingar og kröfur á okkur sjálf í gangi.
En kommon gott fólk 🙂
Förum bara áfram af skynsemi.
Og hættum að ætla gleypa allan heimin á hverju nýju ári.
Förum bara áfram af kærleik ❤
Og náum þessu bara með einu degi í einu.
Borðum góðan mat og njótum 🙂
Sofum vel og hvílumst.
Nú og nota æfingarkortið 🙂 🙂
Eða skella mannbroddum á kuldaskónna….og út á svellið.

Í hádeginu fékk ég mér mat sem ég ætlaði að borða á jólunum.
En gleymdi alltaf og svo allt í einu er janúar að klárast bara.
Svo skelti í rækjusalat með avacado bara í tilefni af þessu öllu saman.
Aðferð.
Rækjur
Avacado ….vel þroskað en ekki í mauki.
Sósan.
Sítróna (bara safinn)
Sýrður rjómi eða grísk jógúrt
Örlítið af sætu sinnepi
Örlítið af sollu tómatsósu:

Hræra saman og þynna vel með sítrónusafa.
Þetta á að vera vel sítrónað 🙂
Bæta svo avacado og rækjum saman við.
Hræra öllu saman.
Og vel af nýmulnum pipar og ristuðum sesam fræum saman við.

Svo gott og endilega fá sér slatta af góðu grænmeti með 🙂

Blómkáls tortillur.

12279071_522062617941337_3370852044837684631_n

Hádegið.

Tortillur

Blómkáls“tortillur“
Algjör snild
Skítlétt að búa til og svo er bara velja sitt meðlæti
Þetta er bara snild og sjúklega gott

Uppskrift.
Einn blómkálshaus millistærð og búið til blómkálsgrjón.
2 stór egg
1/4 bolli saxað ferskt kóríander
safi úr 1/2 lime (um 2 msk)
1/2 tsk Maldon salt

Aðferð.
1. Hitið ofninn í 190 celsius

2. Þetta ætti að verða um tveir bollar af blómkálsgrjónum …rúmlega.

3. Setja grjónin í þurra grislu eftir að hafa kólnað.
Eða í sýju net (fæst í Ljósinu) og ná hverjum einasta dropa af vatni úr.
Mjög mikilvægt að allt vatn sé farið úr 🙂

4. Í skál, blanda blómkálsgrjónum, egg, kórander, salt, pipar og salti… eins er æði að nota Heita pizza kryddið frá Pottagöldrum.
Blandið þessu vel saman.
Móta síðan um 6 litlar tortilla hringi á bökunarpappír.

5. Bakið í 10 mínútur þá snúa tortilla kökunum við , og aftur í ofninn í til viðbótar 5 til 7 mínútur, eða þar til alveg bakað.
Alls ekki bakað nema rétt gyllt…ekki hafa dökkar kökur.

Svo er bara að græja sínar tortilla kökur 🙂
Og meðlætið getur verið hvað sem er.
Ég var með á mínum stappað avacado, rauðlauk, kál, papriku, yddaða gúrku, yddaða gulrót, tómar, kjúkling og rifin ost.
Smá salt og pipar yfir 🙂

Algjör snild….og fínt að eiga í nesti .

Ferðin til Amsterdam

easo_patient_council

Góðan daginn.

Jæja þá er ég lennt og fer ekkert af þessum klaka meira nema með valdi þetta árið 🙂
Þetta er komið fínt 🙂

Þriggja daga fundur EASO patient counsel í Amsterdam.
Hvað var ég að gera þar?
Hér er síða samtaka http://www.easo.org
Þetta eru samtök lækna og fagfólks um alla Evrópu ásamt Ísrael og Tryrklandi.
Þetta eru fræðimennirnir sem eru að reyna hjálpa okkur offitu sjúklingum um allan heim 🙂
Mér var boðið fyrir tveimur árum að taka fyrst þátt.
Þá af vegum Fagfólks um offitu hér á landi.
Þetta eru samtök lækna og ummönunar aðila sem vinna með EASO og eru aðilar innan þeirra samtaka.
Flest öll Evrópu ríki eru búin að senda sína meðlimi fyrir hönd offitusjúklingana sjálfa.
En ekki öll.
Og er unnið hörðum höndum að fá sem flest Evrópu ríki með i slaginn 🙂
Við offitusjúklingarnir erum stór rödd innan þessa samtaka og vel tekið að móti okkur.
Og okkar vinna er unnin í sjálboðastarfi.
Mörg Evrópu ríki hafa sín samtök offitusjúklinga .
Og eiginlega mjög fá sem ekki hafa starfandi slík samtök.
Engin slík samtök eru starfandi á Íslandi.
Og næsta mál á dagskrá er að stofna slík samtök.
Þau Evrópuríki sem hafa slík samtök eiga auðveldara með að ferðast og taka átt í allskonar ráðstefnum um allan heim tengt offitunni.
Því þá eru slík samtök með betri fjáröflum en ein kona sem bloggar og talar og spjallar um offitu á prenti 🙂
Ísland sárvantar slík samtök.
Og mér bíðst góð faghjálp margra evrópu landa um að stofna slík samtök.
Fer í þetta eftir áramót 🙂

En afhverju þetta brölt?
Afhverju eigum við feitabollurnar ekki bara að þegja af skömm og hlusta hvað læknarnir segja okkur.
Kyngja öllu sem okkur er sagt.
Og bíða hreinlega eftir hinni „kærkomnu megrunarpillu“ sem öllu mun redda 🙂
Hvað erum við að ibba gogg?
Jú við offitu sjúklingarnir erum viðfangsefnið 🙂
Við erum fólkið sem lifir og hrærist í offitunni.
Sum okkar hafa verið í yfirþyngd alla okkar tíð.
Við mörg hver eigum fjölskyldur sem berjast við offituna.
Mörg okkar eigum börn sem þjáðst að offitu.
Höfum mörg hver verið börn og lifað af „offitu skömmina“
Okkar raddir þurfa heyrast.

Við náðum góðum árangri í Amsterdam þótt tíminn hafi verið stuttur.
En helsta mál á dagskrá er VIRÐING.
Og að eiga við fordómana.
Bæði innan samfélagsins og fagfólks.
Það þarf fræðslu.
Við þurfum að leggja betri grunn fyrir nýútskrifaða lækna.
Hvernig á að koma fram við offitusjúkling ?
Margir læknar eru hreinlega á miklum villigötum þar.
Ekki bara hér á landi.
Og sögurnar eru sláandi sem ég hef fengið að heyra um hvernig komið er fram við fólk.
Það nær engin neinum árangri með árasir á fólk.
Þannig upplifa margir offitu sjúklingar heimsóknir á læknastofur víða um heim.
Og margir hverjir fara ekki til lækna fyrr en of seint….því það byggist upp kvíði eftir heimsókn sem ekki hefur farið vel.

Offitan er ekki feimnismál og má ekki vera það.
Offitan er svo allskonar.
Offitan hefur marga anga.
Og oft erfitt að eiga við.
Því engin einstaklingur er eins.
En ég get fullyrt það …að engin af okkur hafði það markmið að verða offitu sjúklingur.
Það er ekki markmið hjá neinum sem ég hef hitt sem berst við offituna.
Orðin offitusjúklingur.
Ég var svolítið lengi efins.
því ef offitusjúklingur sem þjáist af allskonar kvillum tengt offitunni og er hreinlega orðin veikur af afleiðingum hennar.
Hvað þá með fólk sem nær tökum á offitunni?
Og er ekki lengur veikt.
Jú þú getur verið með sjúkdóm á þess að vera veikur.
Ég er með MS sjúkdóminn.
Og oft á tíðum verið mikið veik.
En í dag er ég með sjúkdóminn en ekki veik.
Sama á við með offituna.
Ég er ennþá offitusjúklingur.
En ég er ekki lengur veik vegna offitunar.
Það gerist ekki af sjálfum sér að vera hraustari.
Það er mikil vinna og út lífið að hugsa um sjálfa sig.

Í dag á þetta hug minn nærri allan.
Og hef mikinn áhuga á þessu öllu saman.
Í dag er ég sitjandi varamaður í stjórn „Patient councel EASO samtakana“
Átti bara að vera varamaður sem kæmi inn ef einhver dettur út.
En eftir þennan fund vilja þessar elskur hafa mig með 🙂
Ég er þakklát og bara stolt.
Ég er komin með aðgang inn í „Patient councel EASO“ twitter acount.
Og má byrja twitta um offituna og því tengdu að vild á ensku.
Við erum þrjú innan samtakana sem fá að gera það 🙂
Já þótt skrif mín séu á íslensku hafa þau náð ut fyrir landssteinana.
Þökk sé „google translate“ og http://www.sayhitranslate.com/

Eins og ég segi alltaf „ALLT ER HÆGT“
Bara aldrei gefast upp ❤

Njótið dagsins.

Sjúklega góð pizza á sunnudegi.

12195940_518258138321785_4927662490084284374_n

Sunnudagsgleði 🙂

Fór á árshátíð í gær og mikið gaman 🙂
Dagurinn í dag er svona þið vitið „við viljum sukkmat“
Því er nú bara svarað með gleði 🙂

Græjaði blómkálsbotn og lék mér með álegg.
Svo ótrúlega gaman að finna upp á einhverju nýju nammi í hvert sinn sem svona pizza er gerð.
En held svei mér þá að þetta sé min uppáhalds….alveg með þetta!
Hér er uppskrift af svona pizza botni 🙂
https://lifsstillsolveigar.com/2015/05/01/pizza-pizza-pizza-blomkalspizza/
Nema ég var bara með helminginn í þessum botni.
Þessi uppskrift sem er í linknum er fyrir tvo.
Svo með því að helminga magnið þá er maður komin með pizzu fyrir aleina 🙂
Ég var nefnilega ein að stússa þetta í sunnudagshádegi.
Breytti aðeins uppskriftinni.
Því mig langaði svo í eitthvað sterkt og bragðmikið.
Svo ég notaði kryddið í botninn í þetta sinn….Maldon salt, pipar og Heitt pizza krydd frá Pottagöldrum……sjúklega gott og hressandi krydd 🙂
Síðan var ég búin að baka rauðlauk í ofni ….tekur svona 30-40 min.
Bakaður rauðlaukur er hrein alsæla í svona rétti.
Verður djúsí og sætur 🙂
Áleggið var semsagt.
Stappað avacado smurt á bakaðann botninn
Rauð paprika þunn skorin
Litlir kirsuberja tómatar
Bakaður rauðlaukur
Smá gráðaostur
Pekan hnetur saxaðar
Mozarella ostu rifin yfir
Og bakað 🙂

Svo truflað gott mæli með að prufa og finna sitt uppáhalds álegg 🙂
Sleppa gráðaosti og nota geitaost í staðin…..camenbert er líka góður.
Bara njóta þess sem að maður vill 🙂

Gerum þetta bara sjálf.

12112068_516175675196698_5672033354320799774_n

Kvöldmaturinn græjaður 󾌵

Ég er alltaf tuðandi yfir borða hreint 🙂
Og margir ruglast á hreinum mat og hreinlega þurrmeti .
Eins og kemur svo oft framm hjá mér er mér meinilla við langar innihaldslýsingar á matvælum.
Og tala nú ekki um allar E-merkingarnar.
Nú eða stútfullt af sykri og eða saltmagnið í hæðstu hæðum.
Og hvað þá ?
Borða bara þurrar kjúllabringur?
Því yfirleitt er kjúlli sem kemur tilbúin í mareneringu stútfullur af rugli .

Nei þurrmeti fer ekki á minn disk 🙂
Og ef ég vil mareneraðann kjúlla, fisk eða annað kjöt geri ég það sjálf.
Og ein mín uppáhalds marenering á kjúlla er
„Sítrónusafi-olívuolía-hvítlaukur-chillí og Arabíska kjúklingakryddið frá Pottagöldrum.
Í því kryddi er hvorki meira né minna enn
Cumi-kanill-negull-Turmenik og Kardimonur.
Hljómar sem „lækning“ í mínum eyrum .
Og afþví ég nota sítrónu þarf ég lítið salt.
En bæti við pipar….lífrænn og nýmalaður kaupi alltaf í Heilsubúðinni minni í London .

Já þetta er sjúklega gott og lærði þessa mareneringu í Líbanon af Líbanskri húsmóður.

Allar þessar olíur þarna á myndinni 🙂
Jább ég er ekki hrædd við olíur.
Og nota allskonar olíur.
Elska Biona merkið og held mig við þær.

Svo er hægt að steikja þessar kjúlla lundir sem að sjálfsögðu eru með „einni“ innihaldslýsingu.
Eða grilla og þá líka á innigrilli.
Eða setja í ofn í eldfastmót.
Ég ætla grilla mínar á innigrilli.
Meðlæti hreinlega bara hvað sem er .
Og græjaði með þessu gott salat.

Smá innlegg í þetta hreina gómsæta .

Fólk með Sirrý í kvöld 7.okt.

12076992_10153520922400659_1632203273_n

Dásamlegur dagur með þessum hressu konum.
Sirrý hjá Hringbraut tók við okkur Jónu Hrönn Bolladóttur og Esther Helgu Guðmunsdóttur skemmtilegt viðtal um lífið og tilveruna fyrir og eftir kílóamissi.
Skemmtilegt og mjög fróðlegt viðtal.
Mæli með að stilla á Hringbraut núna kl.20 í kvöld.