Þetta er súper gott Boost.

10603180_10152627423065659_532516896_n

Hádegið .

Gæti mögulega verið eitt besta Boost sem ég hef smakkað.

Boost.

1/2 banani
1 Grænt epli
Ein lúka frosin Bláber( úr skagafirðinum)
Tvær lúkur frosið mango
Síðan fór ég út í garð og náði í allskonar grænt kál úr kössunum hjá mér ( ekki samt Rucola of sterkt í þennan)
Aldrei hægt að setja of mikið af því svo tróð vel í skálina 
1 msk. Chia fræ ( læt bólgna út í 2 dl. af vatni í 10 mín aður en í skálina fer)
Safi úr 1/2 lime
Nóg af klaka…best ísskalt.
Vatn eftir smekk.

Auglýsingar

Súper drykkur á hádegi.

10569907_10152522642565659_2023533352_n

 

Hádegið.

Altaf frí frá Heilsuborginni á fimmtudögum.
En þá reima ég skónna og fer um borg og bæ 🙂
Yndislegur göngutúr í morgun með kærri vinkonu
Plútó labbinn minn fékk að fljóta með og liggur steindauður fram eftir degi .
En mamman spræk 🙂

Fékk mér Boost og fjölkorna köku frá sollu með camenbert, sykurskertri sultu og káli .

Boost.

2 Gulrætur
1 Epli
2 cm Engifer
1 msk. Örnu AB-skyr
1 msk. Chia fræ
1/2 frosin banani
Lúka frosið mango
6 frosin Jarðaber
Vatn eftir smekk og klaki.

Sprækari en lækur eftir þetta allt saman 🙂

Ískaldur á kantinum.

10509576_327572760723658_1658134783996354569_n

Drekkutíma gleði .

Stundum eða eiginlega alltaf langar mig í ís .
Algjörlega ís sjúk kona.
Og það náttúrlega mundi ekki ganga upp að hanga á Vesturbæjarís alla daga eins og hugurinn kallar nú samt á þetta allt saman 🙂

Svo þá er að redda sér.

Boost/ís

2 dl.Frosin banani
2 dl.Frosin vatnsmelóna
4 dl.Frosin Jarðaber
2 döðlur
2 dl.Örnu-ABmjólk
Vatn eftir smekk.
Allt í blandara og unnið í silkimjúkann ís.
Síðan Mango frá Nature’s Finest á Íslandi á toppinn
og einn ogggupogggu biti af suðusúkkulaði frá Nóa sírírus 
Þetta er alveg sjúklega gott og púkarnir komni til hvílu 🙂

Garðurinn er að verða vel ætur :)

10339571_10152447673395659_1885512940092660634_n

Hádegið.

Hversu frábært er það að geta farið út í nammi kassa
og fengið sér í Boostið sitt eitthvað grænt 🙂

Efsta myndin til vinstri…slappir Bananar og slöpp Vatnsmelóna
Þetta fór í frysti í gær.

Í dag notaði ég í þetta Boost.

Frosin Banani
Frosin Vatnsmelóna
Frosið Mangó
Frosin Jarðaber
1 Kivi
Grænkál úr beðinu
Rabbabari úr beðinu
Spínat úr beðinu
2 msk. Chia fræ ( lét standa í vatnið í 2 tíma og nota svo allt heila klabbið út í drykkinn)
2 msk. Hreint Örnu Ab-Skyr
Klaki og vatn

Síðan væri ég sko meira en til í uppskriftir ef einhver á af Rabbabara nammi..,.án sykurs
Ætla prufa…..annars gef ég bara Rabbabarann ef ekkert virkar 🙂

Gleðidrykkur eftir Heilsuborgina.

10439442_10152421645855659_2069320812559209156_n

Eftir að hafa tekið vel á því í Heilsuborginni í morgun var bara að spæna heim og skella í smá gleði.

Elska að fá mér svona gleðidrykk eftir að hafa svitnað í poll og hitnað upp úr öllu valdi!!
Lífið er ljúft.

Boost.

2 msk. Spiru Tein Vanillu Protein.
2 dl. frosin jarðaber
4 dl. frosið mangó
2 dl. frosin Bláber
3cm engifer
lúka Spínat
3 gulrætur
1 frosin banani
1 msk, Chia fræ
Vatn
3 fersk Jarðaber á toppinn

Síðan er bara að koma sér út í góða veðrið og njóta 🙂

Boost í sólinni :)

10346437_10152351504845659_700568316768106073_n

Hádegið .

Sól og sumar 

Eftir hreint út sagt frábæran tíma í Heilsuborginni í morgun kallar líkaminn á góðan viðgerðamat 
Ég þurfti á þessu að halda til að hressa mig við 

Og þar sem ég er ís-sjúklingur þá er best að fá sér bara næstum svoleiðis og njóta út í garði í góða veðrinu.
Tærnar upp í loft …andlit á móti sólu og njóta 

Boost.

2 msk. Spiru Tein Vanillu prótein
2 msk. Hreint skyr
1/2 frosin banani
Ein lúka frosið mangó
Ein lúka frosin Jarðaber
Ein lúka frosið spínat ( kaupi stundum slappan spínat poka í Bónus og frysti )
2 Gulrætur
2 tsk. Chia fræ
Vatn eftir smekk ( minn blandari er öflugur svo þarf ekki mikið vatn, þess vegna næ ég þessu eins og ís. Mæli með að eiga góðan blandara )

Allt í blandarann og búa til mjúka blöndu .
Þetta er sjúklega gott.
Skera ferskt Mangó yfir og smá Sellerý á toppinn.
Gerist ekki betra.

Ofur létt og flott.

10294380_10152349594375659_4530076564761870711_n

Hádegið .

Stundum hellist yfir mig mikil þreyta.
Tengi það við MS-þreytu.
Þá finnst mér best að borða einfaldan mat.
Sem mest hreinan og ekki flókinn.

Tvíréttað hádegi 🙂

Boost úr Lifandi Markaði

Frosið Mango
Frosin Bláber
Frosið Avacado
Sítrónu safi
Vatn

Síðan .

3 Hafrakökur ( kaupi í Lifandi Markaði)
Avacado
Eggjahvítur með salt og pipar.
Steiki þær bara á pönnu.

Af þessu verður maður pakk saddur en ekki þannig að manni líður illa.
Stundum þarf líkaminn bara eitthvað ofur einfalt 🙂