Hef verið upp og niður með vigtina í mörg ár.
Ég byrjaði í Heilsuborg í april. 2012 og hef náð ótrúlega góðum árangri með sjálfan mig eftir að hafa gengið í gegnum flott prógram þar.
Frá mínum þyngsta punkti hef ég náð af mér 50 kílóum 🙂
En það hafa farið 38 kíló frá byrjun árs 2012.
Það var þá sem ég byrjaði fyrir alvöru á að breyta um lífsstíl 🙂
Hætta í megrun og sleppa öllum kúrum.
Taka ábyrgð á eigin heilsu 🙂
Ég er með MS sjúkdóminn og hef náð að halda honum í skefjun með breyttu mataræði og hreyfingu.
Fæ færri köst og er með meira úthald 🙂
Í dag mæti ég 5 sinnum í viku í Heilsuborg.
Passa upp á mataræðið .
Reyni að hafa hugann léttan og sjá það bjarta 🙂

Það sem góður fallegur og hollur matur getur gert 🙂
Jú og koma sér í Gymið….aftur og aftur 🙂
Ó já það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að gera með góðu fæði 🙂
Lifandi mat 🙂
Og njóta ❤
Takk fyrir þetta 🙂