Barnvænt brauð sem minn litli elskar.

11008565_453146938166239_4562896517488899787_n

Nýbakað brauð.

Minn drengur biður mig um svona brauð með smjöri,sykurskertri sutu og osti á hverju ári fyrir uppskeruhátið hjá Fjölni 🙂
Krakkarnir að klára körfuboltann og allir koma með eitthvað gómsætt á hlaðborð.

Vessogú….þetta er æði brauð sem allir elska.
Barnvænt og flott 🙂

Brauðið góða.
Innihald.
500 gr Heilhveiti (notaði frá Finax gróft mjölmix…glutenfree)
1,5 msk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk salt (nota gott salt)
400 ml AB mjólk (ég nota frá Örnu)
1 tsk síróp
40 gr haframjöl
20 gr Omega-fræblandan frá Heilsu

Aðferð.
Blandið mjölinu, vínsteinslyftidufti og salti saman í skál.
Hrærið AB mjólk og síróp saman og hellið út í skálina.
Hrærið varlega í deiginu .
Gætið þess að hræra ekki of mikið.
Bætið haframjölinu, fræjunum eða öðru því sem þið viljið nota út í deigið og hrærið varlega nokkrum sinnum.
Bætið svolitlu vatni við ef deigið er of þurrt. En alls ekki hafa of blautt.
Ég nota silicon form.
Bakið við 180-190°C í 40 – 50 mínútur.

Auglýsingar

Flottur desert á jólum.

1512841_383376041809996_2708289962518242638_n

Jólin að fara skella á og margir sem kvíða þeirri hátið.
Það eru ekki allir sem ráða við mataræðið sitt á jólum.
En jólin eru til að njóta ❤

Hér er desert sem kætir líkama og sál.
Og allt í lagi að borða hollt og gott með á jólum.
Börnin eru sjúk í þennan desert 🙂

Í þessari skál er:

Avacado súkkulaði búðingur.

1 meðal stór avocado eða 2 lítil ( hafa vel þroskuð )
0,4 dl agave sýróp
2-4 msk hreint kakó
1-2 msk fljótandi kókosolía
1 tsk vanilluduft ( Rapunzel) eða dropar
Örlítið salt…nokkur korn
Fjörmjólk eftir smekk.
Fer eftir hvað maður vill hafa búðinginn þykkan.

Aðferð.

Allt sett í matvinnsluvél og unnið saman í silkimjúkan búðing.

Þá fá sér búðing og nóg af ferskum ávöxtum.
Tildæmis jarðaberjum, kívi og rifsberjum.
Grísk jógúrt er sjúklega góð með svona desert.

Njótum jóla ❤

Góður millibiti.

10728798_10152713162765659_1288993485_n

Snildar ráð.

Mig vantaði millibita í dag.
Var stödd í Fylgifiskum að kaupa fisk….og datt þá niður á þessa dýrðar hummus 🙂
Skar niður gulrætur í þunnar sneiðar og skelti hummus á toppinn.
Volla …millibiti með bragði 🙂

Hollar en sjúklega góðar snittur á veisluborðið .

10675728_10152649412995659_8525921175362641227_n

Hádegið hjá mér í dag er tvíréttað 🙂

Því ég er að prufa að gera snittur sem ég lærði á námskeiði hjá Margrét Leifs heilsumarkþjálfun .
Og verð bara að fá að njóta 🙂

Þetta er svo mikil snild.
Og frábært til að bjóða upp á í veislum 🙂
Sætar kartöflur skornar mjög fínt í snittu lagaða bita.
Í plast poka eða lokaða skál setja smá af olíu og góðu salti.
Kartöflurnar ofan í eftir að vera búin að skera í rétta stærð.
Hrista vel saman.
Leggja síðan hvern bita á smjörpappír á ofnskúffu.
Og baka þangað til gyllt.
Alls ekki brenna þær …mjög auðvelt 🙂
Líka hægt að nota sem „kartöflu flögur“
Eftir eldun er gott að leifa þeim að þurkast vel a pappírnum.
Og nota sem „snittubrauð“ eftir að kólnar og verður pínu stökkar.

Síðan er nú bara að leika sér með innihaldið 🙂
Ég var með Philipo Berrio grænt pesto
avacado
papriku
spírur
ristuð Rapunzel fræ ( fræ blanda i pokun)

Þetta er nammi 🙂

Og núna er að njóta súpunar 🙂

Góð fyrir helgina.

1013840_276420565838878_996038845_n

Þessi dásemd gladdi stórfjölskylduna í dag

Algjört nammmmi !!!

Þessi er svipuð og Snickerskaka …bara smá breyting

Botn:
1 1/2 dl sesamfræ
1 dl Hörfræ
2 dl möndlur
2 dl. kókosmjöl
1 bolli döðlur
7 dropar vanillu stevia ( eða 3msk. agave )

Best að setja fræin , döðlurnar og möndlurnar í bleyti í klukkutíma.
Svo sigta vatnið frá og láta í matvinnsluvél ásamt kokos og steviu.
Láta vinna vel.
Setja í form og þrýsta vel saman.
Best að hafa smjörpappír í botninn

það sem fer ofan á botninn.

1 msk. kaldpressuð kókosolía
5 msk. lífrænt hnetusmjör ( hafa hressilegar skeiðar)
2 1/2 dl. kasjúhnetur (gott að leggja í bleyti í svona klukkutíma líka)
1 dl. Agave sýróp
1/2 vel þroskað avacado

Allt sett í matvinnsluvél og maukað.
Smurt ofan á botninn.

Súkkulaði ofan á:

1 dl. agave sýróp
1/2 dl. kaldpressuð kókosolía
1/2 dl. kakó
Appelsínudropar eftir smekk ( eða aðrir dropa sem maður vill)

Hrært vel saman.

Þegar að kakan er komin saman beint inn í frysti og borin fram köld

Eftir skóla hvað skal borða eða heima og veikur ?

10685069_10152621855955659_1199529576_n

Millibiti sem gleður 🙂

Minn litli er heima þessa dagana og getur sig lítið hreyft.
Má ekki stíga í fótinn sinn sem er 3 brotinn.
Svo mamman er nú líka smá einka „hjúkka“ „kokkur“ og „þjónustukonan“

Þessi elska er svo hrifin af eplum og hnetusmjöri.
Svo þá var nú málið eftir að hafa komið drengnum í sturtu á „einari“
að græja góðan drekkutíma 🙂

Flysja epli og kjarnhreinsa.
Þá smyrja með hnetusmjöri.
Skera kíví ofan á .
Síðan leika sér með meðlætið 🙂
Bláber, möndlur,grísk jógúrt, rúsínur, kókos og fræ.

Þetta tekur smá stund að græja og mikið sem þetta gleður ❤
Hver þekkir ekki „mamma það er ekkert til“
Hjálpum krílunum aðeins 🙂

 

Brauðbollur á Sunnudegi.

10167985_10152331326320659_2866616107030689591_n

Jæja brauðbollur komnar úr ofninum .

Aldeilis góðar   🙂

Hvað er betra en nýbakað brauð ?
Þetta silikon form er æði…fékk þau í London í nokkrum stærðum.
Frábært að nota í bakstur og ísgerð .

4 dl Spelti ( gott að nota gróft og fínt blandað saman)
2 1/2 dl múslí ( nota sollu múslí án ávaxta)
1/2 dl graskersfræ
1 dl solkjarnafræ
1 dl kokos
1/2 tsk Falk salt
1 msk Agave sýróp
1 tsk vínsteinslyftiduft 
1 tsk. Husk
1 dl vatn
3 1/2 dl ab-mjólk
Hitið ofninn í 200°.
Blandið þurrefnum saman í skál.
Setjið sýrópið, vatn og ab-mjólk saman við og hrærið öllu varlega saman.
Látið deigið í silikon brauðform eða nota sem brauðbollur og bakið í ca 55-60 mínútur fyrir heilt brauð en um 20min fyrir bollur.

Skítlétt að útbúa 🙂

Ein bolla hjá mér var 30gr og það er skammturinn sem ég leifi mér af brauði .

Gulrótakökur kúlur .

10013144_10152308669900659_1042639139033873023_n

Þá er kaffitíminn tilbúin 🙂

Þarf bara að fá að kólna vel í ísskápnum.

Hlakka til að gæða mér á þessum Gulrótaköku kúlum.
Þetta eru hrákökur og alveg hræðilega hollar 🙂
Var að stússa við þetta í morgunsárið.

Gulrótaköku bitar.

2-1/4 bolli rifnar Gulrætur
12 stórar Döðlur 
2/3 bolli Kókos mjöl/flögur
1/2 bolli Valhnetur eða Pekan hnetur
1/2 bolli sólblóma fræ
1 tsk. Kanill
1/4 tsk. rifin Engifer
2 tsk. Agave sýróp
smá salt af hnífsoddi….ég nota súkkulaði salt frá Urtu.

Aðferð blandið öllu saman í matvinnsluvél.
Vinnið vel og gerið gott deig.
Þá er að móta kúlur og rúlla upp úr því sem á að nota utan á kúlurnar 

Það sem fer utan á kúlurnar.

Sesam fræ
Kókos mjöl eða flögur
Möndlur

Kælið í um klukkutíma.
Njótið með kaffinu 🙂

Bollaköku hafraklattar :)

10151338_10152274948810659_1230737827_n

Kaffitíminn súper góður Heimabakaðar „Bollaköku hafraklattar“Uppskrift.

3 bollar haframjöl
1 1/2 bolli Spelt
1/2 bolli kokoshveiti
1/2 vínsteinslyftiduft
2 tsk. gott salt
1/4 bolli hörfræ
3/4 pekan og brasilíu hnetur
1/3 bolli kókosolía
1/3 bolli ísl. smjör
3/4 bolli Agave síróp
2 msk. hrásykur
2 stór egg

1. Hitið ofninn upp í 180gráður og smyrjið muffins form með kokosolíu ( ég er með silikon form svo ekkert að smyrja)

2. Blandið , haframjölinu, speltinu, lyftiduftinu, saltinu, hörfæjanum og hnetunum nota stóra skál.

3. Hita allt hitt saman í litlum potti hræra vel og ekki hafa of heitt …bara rétt bráðna saman.

4. Hellið svo blöndunni úr pottinum yfir í skálina og hræra
saman.
Bæta eggjunum við og hræra vel saman.

5. Ég er með lítil muffins form silikon. Og þetta dugði í 16
kökur.
Bakaði í 25min. En fer eftir ofni og stærðinni á formunum .

6. Borðist ekki alveg sjóðheitt…leifa að kólna smá 

Njótið 🙂

 

Konfekt með kaffinu .

1959453_10152265366925659_71488459_n

Síðastliðina daga hefur sykurpúkinn nánanst ekki yfirgefið konuna eitt augnablik 

Um helgina skellti ég í þessa köku 
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=293370387477229&set=a.181386822008920.1073741837.178553395625596&type=1&theater

En núna langaði mig svo mikið i alveg eins með karmellu .
Átti kökuna inn í frysti….en karmellu „Humm“

Ok. skellti létt kokosmjólk á pönnu einni dós.
3 msk. Agave sýróp
1 tsk. vanilludropar
oggu pokku salt…
3 dropar English toffie stevia

Sauð þetta upp við medium hita vel og lengi, lengi og hræra þangað til þetta er nánast gufað upp allt saman.
Verður af karmellu i lokinn 🙂
Þetta er engin Nóa og Síríus karmella….en gerði sitt.

Skar svo tvo bita af kökunni setti karmellu og smá kokosmjöl yfir.
Þetta eru tveir konfekt bitar 🙂
Ég er sátt!