Humar með kúrbítsnúðlum.

10367805_377225309091736_907999815247215317_n

Kvöldmaturinn 🙂

Eldaði „Humar pasta“

Yddaði niður Kúrbít fyrir mig sem núðlur.
En sauð Rapunzel pasta skrúfur fyrir fjölsk.
Er sjálf mikið meira fyrir kúrbítinn bara 🙂

Humarinn steikti ég upp úr 1 tsk. af ísl.smjöri
hvítlauk, salt og pipar….örlítið af sítrónusafa.

Sósan.

Skar niður grænmeti.
Paprika
Vorlaukur
Kúrbítur
Chillí
Hvítlaukur
Nokkrir dropar af olíu á pönnuna…og kryddað með salt-pipar og töfrakryddinu frá Pottagöldrum.
Þegar orðið smá steikt bæta við vatni og Rapunzel grænmetis krafti.
Skella sveppaosti úr öskju og camenbert.
Þá þynna út með fjörmjólk….þetta er dásamlegt 🙂

Í blá lokin bæta humrinum og vökvanum af honum saman við sósuna 🙂

Ég átti svo til gufusoðið brokólí….sem er voðalega gott með svona rétt.

Reddy 🙂
Humar er nú bara eitt það besta í heimi hér ❤
Og skemmtilegt að lenda á tilboði ….Nettó alveg að gera sig í tilboðstútti 🙂

Auglýsingar

Létt hádegi.

10580195_352902784857322_8020720094685795824_n

Hádegið.

Létt og gott .

Steikt grænmeti með camenbert og kjúkling.

Paprika
Rauðlaukur
Sveppir
Gulrætur
Kúrbítur
Blómkálsgrjón
kjúklinga bitar
Camenbert

Skera niður smátt papriku-lauk-sveppi-gulrætur og steikja.
Ydda út í kúrbít ( nota sjálf Veggetti yddara )
Steikja vel saman.
Í lokin bæta við elduðum kjúkling og blómkálsgrjónunum.
Krydda til með salt-pipar-cayenepipar

Setja réttinn á disk og skera 3 bita af camenbert og stinga með á toppinn.

Vel af nýmuldnum pipar frá Pottagöldrum bara nammi 🙂

Tekur bara skotstund að græja og fínt að nota afganga í svona rétt.
Aldeilis flott í nestisboxið .

Hakk og „veggeti“

10628612_10152597231175659_1005645866991351960_n

Kvöldmaturinn.

Hakk og spagettí slær alltaf í gegn .
Og um að gera elda frá grunni sósuna 

Ég nota sjálf Kúrbíts núðlur sem ég græja í þessu fína nýja tæki mínu frá „Veggeti“ fékk á Ebay eða Amason.
Veit bara ekkert hvort svona græja fæst hérna á landi???
Líka hægt að rífa niður Kúrbít í núðlur a grófu rifjárni 
En mér finnst þær verða klestari þannig.

Sósan er algjör bomba.
Og færð alla fjölskyldu meðlimi til að borða 
Grænmetið í algjörum feluleik.

Kjötsósan.

Gott Nautahakk
1 litil dós tómat paste
5 Tómatar
3 stórar Gulrætur
1 Rauðlaukur
2 Appelsínugular Paprikur
Spinat eftir smekk…..fór út í garð og náði mér í 
5 rif Hvítlaukur
Afgangur af Kúrbít ( sem verður eftir þegar að maður er búin að „ydda“ )
Oregano og Basilikur úr gluggakistunni ….bara eftir smekk.
1 tsk. Karry
2 Grænmetis teningar
Cayenepipar eftir smekk.
salt og pipar

Aðferð.

Steikja kjötið upp úr tómat pure krydda með salt og pipar.
Fínt að steikja í góðum potti þar sem sósan má sjóða í.

Sósan .

Skera allt grænmetið ofan í Blandara.
Allt kryddið og teningarnir með.
Bæta við 4 dl. af vatni.
Svo er bara að leika sér með kryddið….ég vil hafa hana svolítið sterka 
Þegar að þetta er allt saman komið í góða silkimjúka blöndu er að hella sósunni yfir kjötið.
sjóða upp og leifa malla í 30-40 min.

Fínt að gera nóg af kjötsósu og frysta 
Þetta er líka súper gott sem Lasanja sósa.
Stútfullt af grænmeti og allir glaðir.
Líka hægt að sleppa kjötinu 
Og þá er þetta bara grænmetis sósa.

Austurlenskur í kvöldmatinn.

10572789_10152519271685659_141518837_n

Kvöldmaturinn.

Dúddamía hvað þetta var gott

Austurlenskur réttur með hrísgrjónanúðlum.

Rétturinn.

Nautagúllas
2 Rauðar paprikur
1 Rauðlaukur
4 Gulrætur
1 Askja Sveppir
1/2 Askja Baunaspírur
3 Rif hvítlaukur
1/2 Rauður chilli
Safi úr 1/2 sítrónu
Garam masala pottagaldra krydd
Salt
nýmulin pipar
1 msk. Fish sause
4 msk. Tamara sósa frá sollu
1 tsk. Hressileg af grænmetiskrafti
3 dl. vatn

Hrísgrjónanúðlur.

Aðferð.

Byrja á að merja hvítlauk og chilli saman og bæta við sítrónusafa.
Hræra vel saman með 2 msk. Tamara sósu.
Þá að skera gúllasið í litla bita og hræra öllu vel saman.
Salt og pipar.
Gott er að gera þetta kvöldinu áður 🙂

Skera niður allt grænmetið og steikja ( mér finnst gott að sjóða gulræturnar í 3min áður).
Þegar vel steikt bæta kjötinu út í og krydda ( garam masala) steikja áfram.
Það þarf ekki mikla eldun því kjötið vel meirnað.
Þá bæta öllu hinu út í og hræra öllu vel saman og sjóða upp.

Gott að nota þurkað chilli ofan á réttinn eftir að diskinn er komið .
Nú svo er náttúrlega voða „Notý“ að setja oggupoggu af steiktum hvítlauk .

Þetta er svo gott og alveg boðlegt í smá matarboð með prjónum skemmtileg heitum 🙂

 

 

Sukksamlega gott :)

10531102_10152501053550659_1044467940_n

Kvöldmaturinn.

Sjúklega vantar manni stundum „sukk“ mat
Og þá fer maður í að reyna í huganum að róa púkana og lofa öllu fögru.
Þessi réttur róaði alla púka og þeir sitja sáttir núna …brosa bara og halda að þeir séu búnir að sukka feitt.

Rjómalöguð sósa með pasta ( eða þannig róaði ég púkana )
En í staðin kokkaði ég upp jummí sósu með engum rjóma
Kúrbítsnúðlur og parmesan á toppinn.

Uppskrift.

1 Poki Hörpudiskur frosin
1 Kúrbítur
1 Rauð paprika
1 Lítill poki spínat
3 Hvítlauks rif marin
1 Askja sveppir
1 Lúka smátt saxaður graslaukur
1 Askja létt sveppa ostur
1/2 Camenbert ostur
1 msk. Grænmetiskraftur frá Sollu
1 tsk. olia til að steikja upp úr grænmetið
1 tsk. ísl. smjör til að steikja Hörpudiskinn
2 dl. vatn
2 dl. Fjörmjólk/léttmjólk
Chilli salt- nýmulin pipar- cayenepipar

Aðferð.

Byrja á að afhýða Kúrbítinn.
Rífa niður langsum á rifjárni og fá langar mjóar ræmur.
Það er erfitt að skera hann allan niður.
Svo afganginn bara skera niður í litla bita og nota með í sósuna.
Sjóða svo núðlurnar ( Kúrbítinn) í örlitlu saltvatni í MAX 30sec.
Þá er að hella í sigti og láta leka ALLT vatn úr núðlunum.
Um að gera setja smá pappír og þrýsta á…til að ná hverjum einasta vatnsdropa úr
En alls ekki kremja.
Það er smá trikk að ná þessu góðu

Sósan.

Skera allt grænmetið smátt og steikja.
Krydda til ( ekki gleyma Hvítlauknum)
Þá er að blanda við vatninu og kraftinum.
Sjóða upp og bæta við ostinum og í lokinn mjólkinni.
Hræra vel saman…þá komin sjúklega góð „Rjómasósa“

steikja svo Hörpudiskinn upp úr smjörinu
Kemur rosalega góður lögur….krydda til
Og blanda þessu síðan við sósuna.

Sjúklega gott 🙂
Ég fæ mér svona Kúrbítsnúðlur…en fjölskyldan fékk speltpasta.
Alveg eðal sunnudagsmatur.

Lambaréttur með Slim pasta.

1520651_10152329738050659_6084734973068723578_n

Kvöldmaturinn.

Lambagúllas í ofni.

Lambagúllas
Sætar kartöflur
Kartöflur
Vorlaukur
Gulrætur
Gul paprika
Kúrbítur
Eggaldin
Hvítlaukur
Creola krydd
Saltverks salt
Pipar
Strá yfir smá af grænmetiskrafti frá Sollu
Matreiðslurjómi

Krydda kjötið með kryddinu og hvítlauknum.
Skera niður allt grænmetið og strá yfir kraftinum ( bara smá ) allt í eldfastmót.
Setja inn í ofn og elda.
Í lokin má setja yfir smá matreiðslurjóma.

Skothelt gott og þvílíkt einfalt.
Þetta elska allir hérna á mínu heimili.
Ég fæ mér Slim pasta spaghetti með en ég eldaði spelt pasta skrúfur fyrir hina 🙂
http://slimpasta.com/

Eigið gott kvöld .

Kúrbítsnúðlur og Hakksósa.

1972379_10152277069420659_2028447648_n

Hádegi.

Já síminn minn fór í verkfall svo hádegismyndirnar koma núna 

Hakk og kúrbítsnúðlur.

Hakksósa.

Gott nautahakk
1 dós Tómatar í dós
1 dós á móti vatn
1 dós tómatpure
3 Gulrætur
1 Rauð paprika
1 Rauðlaukur
4 rif hvítlaukur
1/2 vel fræ hreinsaður rauður chilli
1 tsk. Grænmetiskraftur frá Sollu
Oregano krydd
Herbes de Provence (pottagaldrar)
Salt og pipar

Aðferð.

Steikja hakkið á góðri pönnu sem hægt er að sjóða sósuna í líka.
Allt hitt sett í blandara og unnið vel á.
Sósan á að vera silkimjúk.
Þá er sósan sett með kjötinu og allt soðið saman í 20min.
Krydda vel til.

Kúrbíts pasta.

Renna heilum Kúrbít eftir rifjárni og fá heilar núðlur.
Eða kaupa járn sem er fyrir svona Núðlu gerð ( skal finna í London)
Þá er að setja núðlurnar út í sjóðandi salt vatn og sjóða alls ekki meira en 1/2min
Hella yfir í sigti og láta leka extra vel af þeim vatnið.
Ég nota þurku og dönpa aðeins yfir þær…þrýsti vatninu úr þeim.
Því mér finnst þær bestar ef ekkert vatn er eftir

Svo er bara að rífa smá Parmesan yfir matinn.

Um að gera prufa 
Ég gerði nokkrar tilraunir áður en ég var sátt.

Thai green curry.

1966723_10152253596300659_1702003646_nKvöldmaturinn.

Thai green curry Kjúklingur.

Innihald.

4 Kjúklingabringur
2 Rauðar paprikur
4 Gulrætur
1 Rauðlaukur
1/4 Kúrbítur
2dl. Frosnar mais baunir
1 Krukka Real Organic foods company -Thai green curry
( fékk í Lifandi markaði…gæti líka fengist í Netto)

Skera kjúllan í munnbita og steikja og bæta sósunni útí.
Notaði kjúklingakydd frá Pottagöldrum.
Skera grænmetið og steikja og bæta út í Kjúllann.

Svo er fínt að nota með þessu Núðlur…ég fékk mér smá Rice núðlur 
Annars afþví Kúrbíturinn var skorin þannig að hann kemur fínt inn sem núðlu skammtur 

Þrælgott og sterkt 🙂

Kúrbítsnúðlur með steiktu grænmeti og chilli sósu .

1238803_10152247488070659_468129506_nHádegið ljúft .

Þessi réttur er tilvalin í hádegi….léttur og samt dúndur bragð 

Kúrbítsnúðlur.
Steikt grænmeti -sveppir-gulrætur-Rauðlaukur-Paprika-kúrbítur-chilli-tómatur.
Chilli sósan góða .
Tamara möndlur
Pistasiur

Aðferð.
Skera allt grænmetið fer eftir pönnu hvað þarf að oliu.
Mín þarf lítið…setti 1 tsk.
Og kryddað með Saltverkssalti og pipar.

Kúrbítsnúðlur
Rífa niður Kúrbít á rifjárni sem liggur flatt.
Mér finnst betra að taka hýðið af áður.
Svo er alltaf smá af Kúrbít eftir …nú þá bara skella með grænmetinu.
Trikkið við Kúrbítsnúðlur er suðan.
Setja í sjóðandi saltvatn.
Sjóða alls ekki lengur en 1/2 min.
Láta leka mjög vel af þeim í sigti eftir á og þrýsta aðeins á þær til að það sé ekkert vatn eftir .

Chilli sósan er æði .
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=272262759587992&set=a.178693622278240.1073741827.178553395625596&type=3&theater

Og saxa svo möndlur og hneturnar og strá yfir.

Þetta er hollusta en fallegt og gott 🙂