Gerum þetta bara sjálf.

12112068_516175675196698_5672033354320799774_n

Kvöldmaturinn græjaður 󾌵

Ég er alltaf tuðandi yfir borða hreint 🙂
Og margir ruglast á hreinum mat og hreinlega þurrmeti .
Eins og kemur svo oft framm hjá mér er mér meinilla við langar innihaldslýsingar á matvælum.
Og tala nú ekki um allar E-merkingarnar.
Nú eða stútfullt af sykri og eða saltmagnið í hæðstu hæðum.
Og hvað þá ?
Borða bara þurrar kjúllabringur?
Því yfirleitt er kjúlli sem kemur tilbúin í mareneringu stútfullur af rugli .

Nei þurrmeti fer ekki á minn disk 🙂
Og ef ég vil mareneraðann kjúlla, fisk eða annað kjöt geri ég það sjálf.
Og ein mín uppáhalds marenering á kjúlla er
„Sítrónusafi-olívuolía-hvítlaukur-chillí og Arabíska kjúklingakryddið frá Pottagöldrum.
Í því kryddi er hvorki meira né minna enn
Cumi-kanill-negull-Turmenik og Kardimonur.
Hljómar sem „lækning“ í mínum eyrum .
Og afþví ég nota sítrónu þarf ég lítið salt.
En bæti við pipar….lífrænn og nýmalaður kaupi alltaf í Heilsubúðinni minni í London .

Já þetta er sjúklega gott og lærði þessa mareneringu í Líbanon af Líbanskri húsmóður.

Allar þessar olíur þarna á myndinni 🙂
Jább ég er ekki hrædd við olíur.
Og nota allskonar olíur.
Elska Biona merkið og held mig við þær.

Svo er hægt að steikja þessar kjúlla lundir sem að sjálfsögðu eru með „einni“ innihaldslýsingu.
Eða grilla og þá líka á innigrilli.
Eða setja í ofn í eldfastmót.
Ég ætla grilla mínar á innigrilli.
Meðlæti hreinlega bara hvað sem er .
Og græjaði með þessu gott salat.

Smá innlegg í þetta hreina gómsæta .

Auglýsingar

Létt hádegi.

10580195_352902784857322_8020720094685795824_n

Hádegið.

Létt og gott .

Steikt grænmeti með camenbert og kjúkling.

Paprika
Rauðlaukur
Sveppir
Gulrætur
Kúrbítur
Blómkálsgrjón
kjúklinga bitar
Camenbert

Skera niður smátt papriku-lauk-sveppi-gulrætur og steikja.
Ydda út í kúrbít ( nota sjálf Veggetti yddara )
Steikja vel saman.
Í lokin bæta við elduðum kjúkling og blómkálsgrjónunum.
Krydda til með salt-pipar-cayenepipar

Setja réttinn á disk og skera 3 bita af camenbert og stinga með á toppinn.

Vel af nýmuldnum pipar frá Pottagöldrum bara nammi 🙂

Tekur bara skotstund að græja og fínt að nota afganga í svona rétt.
Aldeilis flott í nestisboxið .

Æði grilluð kjúlla læri og grænmetis réttur sem ég mæli sko vel með.

10589590_10152580258565659_984390365_n

Kvöldmaturinn 

Langt síðan ég hef fengið svona góðan mat.
Eða kannski útiveran hafi þessi áhrif???
Allavega ég er pakksödd og á eftir að gera þetta fljótlega aftur.
Bragðmikið og jummí 

Grilluð Rose Kjúlla læri.

Krydd lögur.

1 Sítróna ( bara safinn)
4 Rif Hvítlaukur
Olía eftir smekk….ég nota ekki of mikið.
Soya sósa eftir smekk.

Hræra öllu saman í flatt fat.
Þá leggja kjúlann í lögin.
Krydda með chilli salti – pipar- Garam masala -creola krydd.
Hræra vel upp í þessu öllu og leifa að marenerast .

Þá grilla og njóta 

Grænmetið „alltof gott“

Skera niður smátt.

Gulrætur
Paprika
Rauðlauk
Kúrbít
Sveppir

Steikja á pönnu.
Sósan yfir grænmetið.

1 dós hrein jógúrt
1/2 dós Rautt Sollu pestó
Hræra sósunni vel saman og hræra út í steikt grænmetið.
Hræra vel saman og hella yfir í fat.
Þá er að rífa yfir slatta af parmesan 🙂

Síðan var ég með soðið Brokólí og Blómkál .

Alveg sjúklega gott.

Pizza mammmmma mía :)

10457963_10152475333485659_3089876005748850259_n

Kvöldmaturinn.

PIZZA….en ekki er allt sem sýnist 🙂

Ég steikti Kjúklingalundir .
Chilli salt-pipar-creola krydd ( eða bara nota sín krydd

Síðan skellti ég Tortilla brauði á bökunarpappír og inn í ofn í smá stund…
Tók út og græjaði Pizzu 🙂
Notaði rauðu chilli sósuna mína sem ég nota í allt .
Heimagerð og flott.
Til að breyta henni stráði ég Pizza kryddi yfir .
Þá komin þessi fína Pizza sósa.
Skar niður gula papriku-Rauðlauk-Plómutómat .
Lét á botninn ásamt kjúlla og ost ( notaði skólaost)
Inn í ofn í smástund…þangað til osturinn er bráðinn .
Þá bara nýmulin Pipar yfir og málið er dautt.

Þetta er ferlega djúsí og gott 🙂

Sósan.

Innihald.
2 Dósir dómatar í dós sykurlausir eða ein 500gr ferna
1 dós af tomat pure
1 Rauðlaukur
2 paprikur
1 piripiri chilli…litlu rauðu chilli ( ef þú vilt ekki mjög sterka sósu nota bragðminna chilli)
3 hvítlauks rif
1 kúfuð msk. gott Karry
1 kúfuð msk. grænmetiskraftur frá Sollu
5 dl. vatn
1 tsk. olia

Laukur skorin í tvent.
Annar helmingurinn settur ofan í blandara
Hinn helmingurinn skorin mjög smátt og steiktur á pönnu með oliunni og tómat pure.

Allt hitt sett í blandara og spænt í spað…..og bætt út í laukinn og tómat pure ( gott að nota góðan pott þarf að sjóða vel saman )
Allt soðið saman í svona 20min.

Kjúklingalasagna.

10487521_10152450656650659_4732122715298609819_n

Kvöldmaturinn.

Heimalagað Kjúklingalasagna.
Sjúklega gott og erfitt að hemja sig í gleðinni 🙂

Og alveg frábært að elda núna með allar gluggakistur fullar af kryddi

Kjúklingalasagna.

Sósan.

Setja í blandara.

1 rauð paprika
1 Laukur
2 gulrætur
2 tómatar
3 rif Hvítlaukur
1 rautt chilli
Oregano
Basilika
1 dós sykurlausir Tómatar í dós
1 msk. grænmetis kraftur frá Himnesk Hollusta
2 dl. vatn
salt og pipar

Vinna vel í mjúka blöndu
Súper auðvelt og ferskt.

1 kjúklingur sem ég átti til steiktan inn í kæli.
Tætti niður.

Lasagna spelt blöð…en þar sem ég er ekki mikið fyrir of mikið pasta þá notaði ég Eggaldin með

1 dós Kotasæla

Svo setti vel af sósunni í eldfast mót og Lasagna blöðin ofan á.
Síðan kjúkling og Kotasælu.
Þá aftur sósuna…og koll af kolli.
En fyrir ykkur sem vilja ekki mikið pasta nota Eggaldin
Skera bara niður í svipaða stærð og Lasanja blöðin.

Smá ost á toppinn 🙂
inn í ofn og eldað eftir smekk.

Súper auðvelt…..ferskt og gott.
Vel barnvænt…því grænmetið allt falið í sósunni 🙂

Kjúlli og grænmeti.

10376331_10152441079990659_1265346334607981647_n

Kvöldmaturinn,.

Góður dagur 🙂
Rigningin skítblaut en samt alltaf smá gaman af þessum degi.
Nenni samt ekki að bruna af bæ meira í kvöld og rigna meira niður…

Ekki beint í matarstuði þessa dagana.
Ennþá á pensilíni og þá einhvernvegin er matarlistin skrýtin,
En farin að heyra og getað andað aftur heheheheh

Skelti í kjúlla í kvöld.
Skar svo niður helling af grænmeti í eldfastmót.
Léttkryddaði með chilli salti og pipar…svetta af olívu olíu ofan á
og inn í ofn.
Avacado með svona ofnbökuðu grænmeti alveg næs 
Balsamik gljáa yfir grænmetið …alveg jummí 🙂

Kjúklingur og grænmeti.

10269461_10152363058780659_7461869054928823503_n

Kvöldmaturinn.

Einfalt hollt og gott.

Kjúklingur og ofnbakað grænmeti.

Eldaði fullt af grænmeti sem ég geymi í dalli í ísskápnum .
Þá er lítil hætta á að maður eigi ekki til grænmeti reddy á 5min.
Snild til að taka með í nesti.
Skar niður það sem ég átti í ísskápnum salt og pipar yfir.
Eftir eldun setti ég Balsamik gljáan hennar sollu vel yfir.
Svo bara rífa niður smá Parmesan og njóta .

Kjúklingabringur í „semi“ Indverskri sósu.

1622754_10152360444095659_456652929566419223_n

Kvöldmaturinn.

Kjúklinga bringur með silkimjúkri pínku Indverskri sósu .
Rosalega gott 

Innihald.

5 Kjúklingabringur
I dós Mnago frá Nature’s Finest á Íslandi
2 msk. Kotasæla
2 msk. Léttur sveppa ostur í öskju
1 Sellery stöngull
1 rauð paprika
3 Vorlaukar
1 rif Hvítlaukur
3 Gulrætur
1 msk. Kokos mjöl
1 tsk. Karry Pottagaldrar eða annað mjúkt karry
1/2 tsk. Garam Masala Pottagaldrar
örlítið Cayenepipar ( má sleppa elsdsterkur)
chilli Falk salt
Nýmulin blandaður Pipar

Aðferð.

Hella vökvanum af Mangóinu og setja í blandara.
Bæta við kotasælu , sveppaosti og hvítlauk.
Kryddað til með Karry , garam masala , salt og pipar.
Allt unni saman í silkimjúka blöndu.
Þá er að hella öllu í skál.
Skera allt grænmetið smátt og bæta í blönduna ásamt kokos.

Eldun.

Leggja bringurnar í elfast mót.
Krydda með salt og pipar.
Næst er að setja blönduna vel yfir bringurnar .
álpappír yfir og inn í heitan ofn.
Ég er ekki með blástursofn svo ég var með mótið í 50min á 220gráðum í ofninum.
Svo þetta getur verið misjafnt eftir ofnum hve eldurnar tíminn er.

Þetta borðaði ég með sætum kartöflum.
Skar þær í litla teninga og í eldfast mót.
Olía yfir , salt , pipar og Garam masala.

Eldaði jafn lengi og kjúllinn.

Dásamlegur matur og sósan ekkert til að hafa áhyggjur af 
Allt þrusu hollt bara .

Kjúklingabringur í ofni með sjúku meðlæti.

10260034_10152348149030659_145719742308421851_n

Kvöldmaturinn.

Langt síðan að ég hef smakkað svona góðan Kjúklingarétt 🙂

Eldað fyrir 4.

5 Rose kjúklingabringur
1 poki ferskt spínat
1 rauð paprika
1/4 smátt skorið rautt chilli
2 vorlaukar
1/2 ferskt mangó
3 msk. Feta í Bláu krukkunum
6 msk. Kotasæla
1/2 lítill poki ristaðar Furuhnetur
Kjúkllingakrydd frá Pottagöldrum
Chilli Falk salt og nýmulin pipar

Aðferð.

Bringurnar settar í eldfast mót og kryddaðar.
Og inn í ofn.
Í skál blanda Feta og Kotasælu saman.
Skera grænmetið og mangóið niður smátt.
Hræra öllu saman við ostinn ásamt furuhnetunum.
Þegar bringurnar eru búnar að malla í 15 mín þá má nammið allt fara yfir bringurnar og baka í ofni .
Minn ofn er ennþá í klessu svo ekki alveg að marka eldunar tímann minn.
En ætti að vera allt í allt um 45min. á 200-220gráðum.
Gott að fylgjast með …svo ekki brenni nammið ofan á 
Fínt að setja álpappír yfiir.

Eggaldin.

Skera niður eggaldin og leggja á bökunarpappír á ofnplötu.
Baka eftir smekk.
Gott að krydda með salt og chillipipar 

Þetta var alveg rosalega gott .