Satay kjúklingasalat.

Græjaði kjúklingasalat í gærkvöldi sem alveg hitti í mark hjá okkur fjölskyldunni. Ég var ekkert sérstaklega að gera nýja uppskrift og þannig verða hlutirnir bestir bara skutla þessu og hinu í gleðina 🙂 En reyni eftir bestu getu eftir að hafa fengið óteljandi skilaboð á snapinu með uppskrift af þessu salati. Njótið ❤ UPPSKRIFT. 2 pakkar kjúklingalundir (var með frá Ísfugl) 2 bollar soðið heilhveitipasta … Halda áfram að lesa: Satay kjúklingasalat.

Kjúklingalæri í sjúklega góðri sósu.

Þessi kjúllaréttur er bara hrein veisla 🙂 Fjölskylduvænn og góður. Hægt að breyta til og gera græja í þessari uppskrift. Sleppa heilhveiti og nota kókoshveiti….nú eða sleppa öllu hveiti. Fyrir þá rjómasjúku má nota rjómann. Bæta við meira af grænmeti og jafnvel cashew hnetum. Um að gera prufa sig áfram krydd og þeir sem ekki vilja chilli bragð sleppa því að nota Heita pizzakryddið og … Halda áfram að lesa: Kjúklingalæri í sjúklega góðri sósu.

Gerum þetta bara sjálf.

Kvöldmaturinn græjaður 󾌵 Ég er alltaf tuðandi yfir borða hollt 🙂 Og margir ruglast á hollum mat og hreinlega þurrmeti . Eins og kemur svo oft fram hjá mér er mér meinilla við langar innihaldslýsingar á matvælum. Og tala nú ekki um allar E-merkingarnar. Nú eða stútfullt af sykri og eða saltmagnið í hæðstu hæðum. Og hvað þá ? Borða bara þurrar kjúllabringur? Því yfirleitt … Halda áfram að lesa: Gerum þetta bara sjálf.

Létt hádegi.

Hádegið. Létt og gott . Steikt grænmeti með camenbert og kjúkling. Paprika Rauðlaukur Sveppir Gulrætur Kúrbítur Blómkálsgrjón kjúklinga bitar Camenbert Skera niður smátt papriku-lauk-sveppi-gulrætur og steikja. Ydda út í kúrbít ( nota sjálf Veggetti yddara ) Steikja vel saman. Í lokin bæta við elduðum kjúkling og blómkálsgrjónunum. Krydda til með salt-pipar-cayenepipar Setja réttinn á disk og skera 3 bita af camenbert og stinga með á … Halda áfram að lesa: Létt hádegi.

Æði grilluð kjúlla læri og grænmetis réttur sem ég mæli sko vel með.

Kvöldmaturinn Langt síðan ég hef fengið svona góðan mat. Eða kannski útiveran hafi þessi áhrif??? Allavega ég er pakksödd og á eftir að gera þetta fljótlega aftur. Bragðmikið og jummí Grilluð Rose Kjúlla læri. Krydd lögur. 1 Sítróna ( bara safinn) 4 Rif Hvítlaukur Olía eftir smekk….ég nota ekki of mikið. Soya sósa eftir smekk. Hræra öllu saman í flatt fat. Þá leggja kjúlann í … Halda áfram að lesa: Æði grilluð kjúlla læri og grænmetis réttur sem ég mæli sko vel með.

Pizza mammmmma mía :)

Kvöldmaturinn. PIZZA….en ekki er allt sem sýnist 🙂 Ég steikti Kjúklingalundir . Chilli salt-pipar-creola krydd ( eða bara nota sín krydd Síðan skellti ég Tortilla brauði á bökunarpappír og inn í ofn í smá stund… Tók út og græjaði Pizzu 🙂 Notaði rauðu chilli sósuna mína sem ég nota í allt . Heimagerð og flott. Til að breyta henni stráði ég Pizza kryddi yfir . … Halda áfram að lesa: Pizza mammmmma mía 🙂

Kjúklingalasagna.

Kvöldmaturinn. Heimalagað Kjúklingalasagna. Sjúklega gott og erfitt að hemja sig í gleðinni 🙂 Og alveg frábært að elda núna með allar gluggakistur fullar af kryddi Kjúklingalasagna. Sósan. Setja í blandara. 1 rauð paprika 1 Laukur 2 gulrætur 2 tómatar 3 rif Hvítlaukur 1 rautt chilli Oregano Basilika 1 dós sykurlausir Tómatar í dós 1 msk. grænmetis kraftur frá Himnesk Hollusta 2 dl. vatn salt og pipar … Halda áfram að lesa: Kjúklingalasagna.

Kjúlli og grænmeti.

Kvöldmaturinn,. Góður dagur 🙂 Rigningin skítblaut en samt alltaf smá gaman af þessum degi. Nenni samt ekki að bruna af bæ meira í kvöld og rigna meira niður… Ekki beint í matarstuði þessa dagana. Ennþá á pensilíni og þá einhvernvegin er matarlistin skrýtin, En farin að heyra og getað andað aftur heheheheh Skelti í kjúlla í kvöld. Skar svo niður helling af grænmeti í eldfastmót. … Halda áfram að lesa: Kjúlli og grænmeti.

Kjúklingur og grænmeti.

Kvöldmaturinn.Einfalt hollt og gott.Kjúklingur og ofnbakað grænmeti.Eldaði fullt af grænmeti sem ég geymi í dalli í ísskápnum .Þá er lítil hætta á að maður eigi ekki til grænmeti reddy á 5min.Snild til að taka með í nesti.Skar niður það sem ég átti í ísskápnum salt og pipar yfir.Eftir eldun setti ég Balsamik gljáan hennar sollu vel yfir.Svo bara rífa niður smá Parmesan og njóta . Halda áfram að lesa: Kjúklingur og grænmeti.