Að njóta þess að vera í sumarbústað og borða hollt.

Hádegið .

Þótt í bústað sé farið er hollustan ekki skilin eftir heima 🙂

Hér áður snérust svona ferðir upp í sukk fóður delux .
Snakkpokar opnaðir og nammipokarnir biðu í röðum eftir opnum .
Svo kom ég heim þreytt og útblásin.

Neibb það er búið 🙂
Núna bara dúndur hollt og gott á minn disk …ekkert kanínu fóður samt 🙂
Egg í papriku með smá Beikon og sveppum.
Salat með Rækjum , Avacado og Jarðaberjum 🙂

Yndislega gott .10599221_339005112913756_1765377388909277395_n

Auglýsingar

Ofur létt og flott.

10294380_10152349594375659_4530076564761870711_n

Hádegið .

Stundum hellist yfir mig mikil þreyta.
Tengi það við MS-þreytu.
Þá finnst mér best að borða einfaldan mat.
Sem mest hreinan og ekki flókinn.

Tvíréttað hádegi 🙂

Boost úr Lifandi Markaði

Frosið Mango
Frosin Bláber
Frosið Avacado
Sítrónu safi
Vatn

Síðan .

3 Hafrakökur ( kaupi í Lifandi Markaði)
Avacado
Eggjahvítur með salt og pipar.
Steiki þær bara á pönnu.

Af þessu verður maður pakk saddur en ekki þannig að manni líður illa.
Stundum þarf líkaminn bara eitthvað ofur einfalt 🙂

Eggjahvítumúffur.

1238277_10152343676165659_5213197310302751579_n

Hádegis maturinn.

Aldeilis tekið á því í morgun.
Body Pump tími með Ingu í Heilsuborginni klikkar ekki!
Ótrúlega flottur þjálfari sem kemur manni alltaf aðeins lengra.

Þá kallar líkaminn á góða næringu.

Eggjahvítu múffur.

5 eggjahvítur
Spínat
Vorlaukur
Rauð paprika
Rautt chilli
Sveppir
Avacado
Falk salt chilli
Pipar

Eggjahvíturnar settar í skál og aðeins þeyttar upp.
Skera grænmetið smátt og blandað við eggjahvíturnar.
Salt og pipar.
Hræra öllu vel saman.
Og baka í silikon formi í ofni.
Fer eftir ofni og smekk hve vel maður vill hafa bakaðar.

Meðlæti.
Síðan reif ég niður Gulrætur lime safa og graskerafræ yfir,
Harðfisk með Avacado og ferskt Mango skorið smátt.
Yfir eggjahvítu múffurnar setti ég svo 1 tsk. af Saffran hvítlauks sósunni.

Stór fínt hádegi og nú má helgin byrja 🙂

 

Skothelt hádegi.

1538801_10152341645340659_1562686382078287010_n

Hádegið.

Eggjakaka

1 egg
2 eggjahvítur
1 lúka Spínat
1 sneið hráskinka
vorlaukur
Rauð paprika
Avacado
Tómatur
Rauður chilli
chilli salt og mulin blandaður pipar.

Aðferð.

Hræra saman eggið og hvíturnar.
Skera Spínatið niður og blanda við hræruna.
Skella á pönnu sem má fara inn í ofn.
Salt og pipar.
Síðan raða því grænmeti sem er notað.
Í lokin inn í ofn með grillið að ofan í gangi.
Háan hita og bara örfáar mínútur til að fá kökuna vel bakaða .

Þetta er bæði gott og þrusu hollt 🙂

Body Pump og dúndur hádegi.

10308258_10152328927975659_8884091097945760876_n

Jæja þá er morgunhreyfingin min búin
Body Pump kemur manni alla leið inn í helgina og rúmlega það
Þegar að líkaminn er löngu búin að gefast upp og hugurinn tekur yfir og fer alla leið!
Þá gerast kraftarverkin 🙂
Heilsuborgin klikkar ekki.
Takk Inga fyrir þrusu tíma.

Svona æfingar kalla á hollustuna 🙂

Eggjakaka.

1 egg
3 eggjahvítur
Reykt Bleikja
Avacado
Tómatar
Gul paprika
Vorlaukur
Rautt chilli
Camenbert
Salt og guðdómlegi piparinn minn frá London

Steikt á pönnu og svo í 3 min inn í ofn á grill stillingu.
Þetta er alvöru hádegismatur 🙂

Njótið dagsins í sólinni .

Smá keppnis á sjálfan mig.

10151915_10152306150245659_7986799183164212063_n

Hádegið.

Ég er í pínu keppnis við sjálfan mig þessa vikuna 
Alveg í hollustu gírnum.
Búin að fara aðeins fram úr sjálfum mér í Heilsuborginni og maturinn verið asssgoti góður.
Það er svo gaman að taka svona viku.
Að setja smá pressu á sjálfan sig.
Ég er ekki að vigta mig og reyna að fá vigtina niður.
Bara að gera smá öðrvísi.
En auðvitað má vigtin alveg fara niður hehehe 
Bara tími samt ekki vöðvunum.
Er að safna þeim svo þeir hjálpi mér við að koma vigtinni niður í fituprósentu.

Allavega hádegið .

Steikti eggjahvítur og kældi.
Baðaði Rækjur uppúr sítrónusafa.
Skar Avacado úti í rækjurnar.
Og síðan kaldri eggjahvítu og allt hrært saman.

Svo fékk ég mér með þessu góða ofn bakaða grænmetið sem ég á til í stórum dall inn í ísskáp 🙂

Snild á núll einni 🙂

Hollustan í botn.

10006911_10152265182625659_1455137722_n

Hádegi .

Hver elskar ekki að komast í hollustu stuð !

Ég átti æði tíma í ræktinni það kveikir alltaf smá í manni að borða hollt eftir svoleiðis gleði.

Í gær fékk maðurinn minn þetta dásemdar skyr fráBændamarkaður frú Laugu .
Ég hafði aldrei smakkað þetta skyr áður.
Þrusu gott og alveg sérstaklega ferskt í Boost.
Elska þessa búð 🙂

Boost.

2 msk. Hreina skyrið
1 frosin Banani
Frosið Mango
1 Gulrót
Engifer
sítrónusafi
Vatnsmelóna
1 msk. Chia fræ ( set þau bara í smá vatn 30min áður)
Vatn og klaki ef fólk vill .

Síðan steiktar eggjahvítur með salt og pipar.

Það gerist ekki hollara og betra 🙂

Sunnudagssæla.

10151774_10152258554975659_370000215_nHádegið .

Eftir hreint út sagt fræbæra viku matarlega séð og hreyfingalega séð…þá er bara að halda áfram með matargleðina 🙂

1/2 Beygla með avacado , eggjahvítu og Reyktum Lax.
Salat með Jarðaberjum og Vatnsmelónu 
Hemp fræja Ítalska blandan og pipar yfir allt.

Egjahvítan.

3 Eggjahvítur ( nota úr brúsa)
steiktar á pönnu með chilly salti.
Skera svo niður og nota sem álegg.

Avacado smjör.

Stappa niður mjúkt Avacado og bæta við smá lime safa og grófu salti.

Alsæla svona á ljúfum sunnudegi  🙂

Eggjakaka mað bragði .

1619114_10152256828195659_1058549404_nHádegi.

Klikk Body Pump tíma lokið og þvílíkt sem maður fær útrás í vöðvana eftir svona átök 

Kom heim og hljóp inn í eldhús… svöng.is

Eggjakaka

1 egg
2 eggjahvítur
sveppir
Plómutómatur
Rautt chilli
Avacado
Reyktur Lax
1 tsk. Feta ostur
chilli salt-pipar og Ítalaska Hemp fræja blandan frá Lifandi markaði .

Þetta rann niður og þvílík sæla 🙂