Gerum þetta bara sjálf.

12112068_516175675196698_5672033354320799774_n

Kvöldmaturinn græjaður 󾌵

Ég er alltaf tuðandi yfir borða hreint 🙂
Og margir ruglast á hreinum mat og hreinlega þurrmeti .
Eins og kemur svo oft framm hjá mér er mér meinilla við langar innihaldslýsingar á matvælum.
Og tala nú ekki um allar E-merkingarnar.
Nú eða stútfullt af sykri og eða saltmagnið í hæðstu hæðum.
Og hvað þá ?
Borða bara þurrar kjúllabringur?
Því yfirleitt er kjúlli sem kemur tilbúin í mareneringu stútfullur af rugli .

Nei þurrmeti fer ekki á minn disk 🙂
Og ef ég vil mareneraðann kjúlla, fisk eða annað kjöt geri ég það sjálf.
Og ein mín uppáhalds marenering á kjúlla er
„Sítrónusafi-olívuolía-hvítlaukur-chillí og Arabíska kjúklingakryddið frá Pottagöldrum.
Í því kryddi er hvorki meira né minna enn
Cumi-kanill-negull-Turmenik og Kardimonur.
Hljómar sem „lækning“ í mínum eyrum .
Og afþví ég nota sítrónu þarf ég lítið salt.
En bæti við pipar….lífrænn og nýmalaður kaupi alltaf í Heilsubúðinni minni í London .

Já þetta er sjúklega gott og lærði þessa mareneringu í Líbanon af Líbanskri húsmóður.

Allar þessar olíur þarna á myndinni 🙂
Jább ég er ekki hrædd við olíur.
Og nota allskonar olíur.
Elska Biona merkið og held mig við þær.

Svo er hægt að steikja þessar kjúlla lundir sem að sjálfsögðu eru með „einni“ innihaldslýsingu.
Eða grilla og þá líka á innigrilli.
Eða setja í ofn í eldfastmót.
Ég ætla grilla mínar á innigrilli.
Meðlæti hreinlega bara hvað sem er .
Og græjaði með þessu gott salat.

Smá innlegg í þetta hreina gómsæta .

Auglýsingar

Lax frá Hafinu klárlega málið.

11210258_10153163524365659_236843454_n

Kvöldmaturinn.

Eins og þið flest öll vitið er lax hreinlega mitt besta uppáhalds í öllum heiminum 🙂
Ferskur flottur og gull fallegur lax…ekkert betra.

Svona gleði fæ ég hjá Hafið Fiskverslun​ í Hlíðarsmára 🙂
Sem er orðin mín uppáhaldsbúð.
Og ekki skemmir fyrir að Nings er á móti 🙂

Laxinn hjá Hafinu er alltaf dásemd.
Og svo gott að getað gengið að flottum fisk ….eina það er valkvíðinn 🙂
Ég var með tvö í takinu….“Steinbítur eða lax“
En auðvitað vann laxinn.
Steinbíturinn hjá þeim með lime og kórander…..mæli með þeirri gleði.

Ég keypti mér heilt flak og roðfletti sjálf.
Ég verslaði fiskinn í gær…og þess vegna lét ég ekki roðfléta fyrir mig.
Finnst hann haldast alveg súper ef roðið er á og maður þarf að geyma í sólahring.
En það er sko aldrei mál að fá fiskinn roðflettan hjá þeim…sem mér finnst mikil kostur.

Stundum langar manni bara í eitthvað sjúkt ❤
Og þetta varð einmitt akkúrat þannig.
Lax fyltur með heimalöguðu spínat pestó.
Að laga pestó tekur bara nokkrar mínútur 🙂

Þetta pestó .

2 hressilegar lúkur af spínat (lítill poki)
1/2 poki ristaðar furuhnetur
1 dl. cashew hnetur
Rúmlega hálfur parmesan ostur
1 msk. basilika (ég átti ekki basliku ferska svo notaði 1 msk. þurrkað krydd…..en annars nota ferska og svona tæplega hálft búnt)
2 cm chillí ferskt
2 rif hvitlaukur
3 msk. góð olívuolía
Maldon salt
Ný mulin pipar
Og gott að kreista aðeins lime safa útí .

Allt í matvinnsluvél og vinna vel saman 🙂
Reddý!
Smakka sig til…

Laxinn roðflettur og skorin í bita.
Skera umslag í fiskinn og fylla með pestó.
Gott er að hafa ferskan aspas með .
Krydda fiskinn með Maldon salti og pipar.
Og smá lime yfir 🙂

Inn í ofn og baka .
Ég er með ofninn minn stiltan á 200gráður.
Og baka fiskinn ekkert sérlega mikið…..mæli með að fólk finni sitt 🙂
Því ég er alls ekki hrifin af of elduðum lax..en aðrir vilja hann þannig.

Með þessu var ég með salsa…
Ferskt mango
Avacado
Granat epli
Jarðaber
Bláber
Og blanda öllu vel saman….
Svo gott með fiskinum 🙂
Smá sætt á móti pestóinu.

Ég var líka með tagatelli pasta fyrir fjölskylduna….og þá með meia af pestó.
En sleppi sjálf pastanu.

Hér voru allir sáttir og „Þetta má sko gera fljótt aftur mamma“
Þá er mamman glöð 🙂

Njótið kvöldsins…mín bíður ís .
Föstudagskvöldin mín er annað hvort Vesturbæjar ís eða Skalli 🙂
Lífið er súper ljúft ❤

Silugur frá Hafinu Hlíðarsmára.

11130769_10153143529635659_1546109671_n

Kvöldmaturinn.

Já nú var veisla ❤

Sumardagurinn fyrst og um að gera fagna sumri með silung 🙂
Ætlaði að fá mér lax í Hafið Fiskverslun​ í gær en eins og alltaf dett ég bara í valkvíða við það eitt að líta á fiskborði hjá þeim.
Ég elska að kaupa hreinan fisk og gera sjálf 🙂
En svo eru líka tilbúnir réttir þarna sem ég elska …..eins og sósan með basilikum lime frá þeim!

En þetta varð að dúndur veislu.

Salatið græjaði ég fyrst.
Spírur
Ydduð gúrka
Rauð paprika
Mangó
Avacado
Wasabi hnetur
Feta kubbur
Feta í bláu krukkunum
Sjúklega gott..og brakandi fersk 🙂
Spírurnar eru svona krúnsí 🙂

Þá var ég með hvítlaukskartöflur.
Sýð þær fyrst…sker svo niður og blanda hvítlauk-smjöri og kokosolíu.
Salt og pipar og inn í ofn 🙂
Þetta er uppáhalds hér á bæ.

Svo var það fiskurinn mama mía !

Ég steiki hann á grillpönnu.
Fyrst með roðið upp.
Síðan sný ég fiskinum við og steiki aðeins roðið.
Ég nota bara salt-pipra og lime til að krydda.
Steiki upp í smá smjöri…..
Maður þarf ekki mikla feiti á svona grillpönnur.
En afþví ég steikti helling..varð ég að láta í eldfastmót og stinga inn í ofn á milli steikinga 🙂
En í lokin var ég búin að saxa niður möndlur frá Heilsu og þurr rista.
Þá vel stökkar…..skelti þeim svo ofan í feitina í smá stund ( ekki mikil feiti) og vel saxaðan ferskan chillí.
Velti þessu aðeins og svo skelti ég þessu yfir silunginn.
Aðeins inn í ofn…og svo bara njóta 🙂

Salatið með þessum fisk…sjúklega gott 🙂

Þessi silungur minnti mig á sól og sumar.
Hlakka til að grilla úti og njóta 🙂
Mæli með að þið kíkið í þessa fiskbúð bæði í Spönginni og eins Hlíðarsmára…..ég er allavega komin með mína uppáhaldsbúð.

Lax með litríku meðlæti.

10965440_10152961507955659_1444408766_n

Kvöldmaturinn.

Lax og alsæla 🙂

Ég hreinlega elska lax.
Vel eldaður lúna mjúkur…lax beint úr ofninum bara sælgæti.
Ég set flökin í eldfast mót og krydda með salt-pipar-creola kryddinu frá Pottagöldrum.
Vel af sítrónu safa yfir 🙂
Elda hann í svona 15-20 min í sjóðheitum ofni.

Meðlæti.

Avacado og mango salsa.

Aðferð.
Skera niður smátt.
Avacado
Mango
Rauða papriku
blanda vel saman….
Síðan skera niður aðeins af chilli….
Og örlítið af steinselju og öllu blandað saman….kreista aðeins lime safa yfir.
Oan á ristaðar möndlur og kokos.

Sætar kartöflur og bakaður tómatur 🙂

Þetta er með því betra sem ég fæ 🙂

Meðlæti með kvöldmatnum.

10944940_10152953466510659_1090235251_n

„Dinner in making“

Ég er með heilan kjúkling í svörtum potti mallandi inn í ofni 🙂
Kryddaður með Arabíska Draumnum og Creola kryddinu frá Pottagöldrum-salt.
Borðum snemma á fimmt. því íþróttaæfingar og alles.
Meðlætið 🙂

Bakaðir tómatar með salti og basiliku
Sveppir með camenbert osti og Eþíóska kryddinu frá Pottagöldrum
Sætar kartöflur salt-pipar og örlítið af olíu
Rauðpaprika…verður dýsæt og góð svona bökuð 🙂

Þetta fer allt saman inn í ofn á eftir og bakast í fásemdar meðlæti 🙂
Það þarf enga sósu og aukahitaeiningar með svona meðlæti.
Tekur 10min að græja!
Já hollustan þarf ekki að vera flókin ❤

Beikonvafin þorskur.

10927906_10152932343770659_1037974993_n

Kvöldmaturinn.

Seint verður þessi Þorskur toppaður 🙂

Beikon vafin með aspas,vorlauk og camenbert smurosti .
Kryddið var creola kyddið frá Pottagöldum og basiliku salt ( fékk í Brighton)

Aðferð.

Hafa flökin flöt og skera aspas og vorlauk í góðar ræmur.
Leggja aspasinn og laukinn yfir fiskinn og eina tsk. af camenbert osti.
Krydda fiskinn og rúlla upp með beikoni 🙂
Elda í ofni .
Ég var með ekkert yfir fatinu.
Eldaði á 200gráðum í miðjum ofni.
Síðan rétt í lokin skelti ég þessu á grill stllingu til að beikonið fengi að verða smá crispí.

Það er langt síðan að ég hef fengið svona góðan fiskrétt:)

Meðlætið var steikt grænmeti og hýðisgrjón með ristuðum möndlum.
Grænmetið aðferð.
Rauð paprika
Gulrætur
Kúrbítur

Skera fínt og steikta á góðri pönnu sem ekki þarf að drekkja í olíu.
Bara nokkra dropa alveg nóg.
Möndlurnar þurr steiki ég á pönnu.
Saxa þær niður fyrst.

Mæli með þessum rétt……og hlakka ti að fá mér fljótlega aftur svona gleði þorsk 🙂

Lambafile og meðlæti.

1660926_385170371630563_8603559843943800573_n

Kvöldmaturinn.

Afmælis maðurinn minn er svolítið hrifin..jú reyndar eins og við öll í fjölskyldunni af Lambafile….með bernes og öllu 🙂
Svo ég græjaði það hjá Þín Verslun Seljabraut og berneas sósan úr Þín verslun …er killer 🙂

Ég er voðalea lítið fyrir kartöflur…en bakaði svoleiðis nammi fyrir hina 🙂
En meðlætið mitt var sveppir og perlulaukur.
salatið einfalt og gott….og 1.tsk af bernes draumnum 🙂

Sveppina steikti ég upp úr ísl. smjöri …annað eru helgispjöll 🙂
í lítið eldfast mót setti ég perlulaukinn og bakaði….bæti svo sveppunum við og bakaði aðeins saman.
Þetta er svo djúsí!

Humar með kúrbítsnúðlum.

10367805_377225309091736_907999815247215317_n

Kvöldmaturinn 🙂

Eldaði „Humar pasta“

Yddaði niður Kúrbít fyrir mig sem núðlur.
En sauð Rapunzel pasta skrúfur fyrir fjölsk.
Er sjálf mikið meira fyrir kúrbítinn bara 🙂

Humarinn steikti ég upp úr 1 tsk. af ísl.smjöri
hvítlauk, salt og pipar….örlítið af sítrónusafa.

Sósan.

Skar niður grænmeti.
Paprika
Vorlaukur
Kúrbítur
Chillí
Hvítlaukur
Nokkrir dropar af olíu á pönnuna…og kryddað með salt-pipar og töfrakryddinu frá Pottagöldrum.
Þegar orðið smá steikt bæta við vatni og Rapunzel grænmetis krafti.
Skella sveppaosti úr öskju og camenbert.
Þá þynna út með fjörmjólk….þetta er dásamlegt 🙂

Í blá lokin bæta humrinum og vökvanum af honum saman við sósuna 🙂

Ég átti svo til gufusoðið brokólí….sem er voðalega gott með svona rétt.

Reddy 🙂
Humar er nú bara eitt það besta í heimi hér ❤
Og skemmtilegt að lenda á tilboði ….Nettó alveg að gera sig í tilboðstútti 🙂

Hamborgari :)

10807095_10152778698970659_120910743_n

Kvöldmaturinn.

Hver elskar ekki góðan hamborgara 🙂

Þessi ef við byrjum á botninum…
Kál
grilluð paprika
hamborgari 100% gott nautakjöt
steikt egg
rauðlaukur
tómatur
ydduð gúrka
stappað avacado
Rucola

SJÚKLEGA gott 🙂 

Kjúklingabaunabuff með ísl. Bankabyggi.

10715967_10152755968315659_1154517346_n

Kjúklingabaunabuff

Innihald:

250 g kjúklingabaunir

2 tsk olía (og ein til viðbótar til að pensla með)

1 1/2 laukar, saxaðir smátt

5 meðalstórar rifnar gulrætur

4 hvítlauksgeirar (merja)

2 tsk Herbs de Provence (pottagaldrar)

1 tsk cumin

2 dl. soðið Banka bygg

1 egg

Nýmalaður pipar

Salt

Cayenepipar eftr smekk…mjög sterkur pipar svo varlega ☺

Aðferð.

Leggðu baunirnar í bleyti í kalt vatn yfir nótt og sjóddu þær svo í 35-45 mín.

Settu þær snöggvast í matvinnsluvél maukið á að vera fremur gróft.

Hita ofninn í 225 gráður

Hitaðu olíu á pönnu og láttu lauk, gulrætur og hvítlauk steikjast í nokkrar mínútur.

Hrærið kryddinu saman við þegar grænmetið fer að mýkjast.

Leifðu þessu að kólna aðeins og hrærið síðan saman við baunamaukið ásamt bygginu og egginu.

Krydda með pipar, salti og caynepipar eftir smekk og mótið 10-15 buff.

Penslið vel með olíu og setja svo buffin á ofnplötu með smjörpappír undir.

Bakið í 15 mínútu.

Hafa þau gullin á lit ☺