Súper gott salat með gómsætri dressingu.

Jarðaberja og kjúklingasalat 2 bollar rifin kjúklingur (eldaður gott að nota afganga ) 2 bollar heilhveiti pasta eða Sólgætis kínóa (má sleppa) Kál eftir smekk og gott að hafa allskonar (spínat,rucola og bara það sem hugurinn girnist) 1 bolli niðurskornar gúrkur ½ bolli niðurskorin paprika 1 bolli niðurskorin jarðarber 1 niðurskorið avocado 1/3  niðurskorin feta eða geitostur (má sleppa) 1/2 bolli saxaðar  pecan eða valhnetur … Halda áfram að lesa: Súper gott salat með gómsætri dressingu.

Hollari brauðlausar snittur.

Ég elska svona sætkartöflu snittur. Bæði svo góðar og annsi fallegar á veisluborðið. Það er hægt að leika sér með allskonar álegg á svona snittur. Ég var með cashew hnetusósu, pestó, Sólgætis kínóa, ristuð fræ notaði Súper Omega fræblönduna frá Sólgæti. Papriku og spírur. Hér er góð aðferð við að baka sætkartöflusnittur. Endalausir möguleikar með meðlætið. Um að gera prufa sig áfram. Aðferð . Skera … Halda áfram að lesa: Hollari brauðlausar snittur.

Rauðkálssalat ómissandi með páskalambinu.

Ferskt rauðkáls salat 1 lítill rauðkáls haus skorið mjög fínt. 3 msk. ólífuolía (ég nota úr bláu feta krukkunum) 2 msk. lime eða sítrónusafi Salt og pipar Um 1/2 bolli fín saxaðar döðlur (ég nota frá Sólgæti) 1 minni krukka blár feta 1 msk. smátt söxuð steinselja 2 tsk. vel ristuð sesam fræ Aðferð. Skera kálið niður fínt og setja í salat skál. Olía ( úr … Halda áfram að lesa: Rauðkálssalat ómissandi með páskalambinu.

Blómkálsloka.

Brauðlausar samokur eru annsi skemmtilegar. Þessi er búin til úr blómkálsgrjónum, osti og eggi. Svo er bara að leika sér með þau krydd sem við kærum okkur um. Svona samlokur eru annsi góðar og hægt að gera vel djúsí! Mér finnst þessi uppskrift annsi góð. 3dl. blómkálsgrjón( https://lifsstillsolveigar.com/2014/08/31/blomkalsgrjon-flott-adferd/ ) 1dl. rifin parmesan ostur 1 egg Smá salt og pipar ásamt Heita Pizza kryddinu frá Pottagöldrum. … Halda áfram að lesa: Blómkálsloka.

Eggjavafla.

Aðferð. Eitt egg pískað upp með 1msk. af ristuðum fræjum frá Sólgæti , (má sleppa fræjum) Pipar og eðal salt. Og beint í vöflujárn 😊 Sum járn þarf að olíubera ég er heppin mitt er eldgamalt og þarf ekkert að smyrja. En gott er að setja nokkra dropa í bréf og maka aðeins á járnið ef með þarf. Meðlæti ofan á eggið….. Camenbert með sultu (án viðbætts sykur) … Halda áfram að lesa: Eggjavafla.

Eggjakaka.

Þegar að tíminn er naumur eru svona eggjakökur tær snild. Steikja á pönnu og skella í örfáar mínútur inn í ofn í lokin á grillstillingu. Avacado er nánast gott með öllu svo tær snild að skera ofan á eftir eldun. Aðferð. Þrjú egg í eggjaköku. Pískuð upp kryddað með salti, pipar og heita pizzakryddinu. Steikja á pönnu og láta ofan á eggin…..bara létt tillaga hér … Halda áfram að lesa: Eggjakaka.

Eggaldin samlokur.

Eitt af mínum uppáhalds hráefnum er eggaldin. Hægt að nota í svo margt. Æði sem lasanablöð og gríska flotta rétti. Líka hægt að steikja með öðru grænmeti sem og grilla. En ég er mest skotin í svona gleði sem „samlokubrauð“ Þá hreinlega bara leika sér með innihaldið. Hægt að fara í allar áttir. Best finnst mér að nota borðgrill og já litla samlokugrillið virkar fínt. Skera eggaldin í sneiðar þversum og … Halda áfram að lesa: Eggaldin samlokur.

Blómkálssúpa.

Þessi súpa kom mér svo á óvart. Mig var búið að langa í  blómkálssúpu svo lengi! En allar þær blómkálssúpur sem ég fékk í gamla daga komu annað hvort úr pakka eða mamma bakaði upp með hveiti. Ekki kom þetta tvennt til greina. Svo góð ráð dýr bara redda sér 🙂 innihaldsefni: 450gr. Blómkál 4 msk. Biona ólífuolía 1 Rauðlaukur, grófsaxað 3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir 1/2 … Halda áfram að lesa: Blómkálssúpa.

Sushi kaka.

Kvöldmaturinn. Já „Sushi kaka“ Allt er nú til 🙂 Rakst á svona gleði á netinu í dag….einhver út í heimi hafði græjað svipaða köku og ég hreinlega slefaði yfir tölvuna 🙂 Rauk út í búð! Þetta yrði ég að fá mér í kvöldmatinn. Límdist í heilasellurnar 🙂 Svona sushi kaka er kannski ekkert endilega það hollasta í heimi ❤ En gleðin er þvílík 🙂 En … Halda áfram að lesa: Sushi kaka.