Satay kjúklingasalat.

Græjaði kjúklingasalat í gærkvöldi sem alveg hitti í mark hjá okkur fjölskyldunni. Ég var ekkert sérstaklega að gera nýja uppskrift og þannig verða hlutirnir bestir bara skutla þessu og hinu í gleðina 🙂 En reyni eftir bestu getu eftir að hafa fengið óteljandi skilaboð á snapinu með uppskrift af þessu salati. Njótið ❤ UPPSKRIFT. 2 pakkar kjúklingalundir (var með frá Ísfugl) 2 bollar soðið heilhveitipasta … Halda áfram að lesa: Satay kjúklingasalat.

Súper gott salat með gómsætri dressingu.

Jarðaberja og kjúklingasalat 2 bollar rifin kjúklingur (eldaður gott að nota afganga ) 2 bollar heilhveiti pasta eða Sólgætis kínóa (má sleppa) Kál eftir smekk og gott að hafa allskonar (spínat,rucola og bara það sem hugurinn girnist) 1 bolli niðurskornar gúrkur ½ bolli niðurskorin paprika 1 bolli niðurskorin jarðarber 1 niðurskorið avocado 1/3  niðurskorin feta eða geitostur (má sleppa) 1/2 bolli saxaðar  pecan eða valhnetur … Halda áfram að lesa: Súper gott salat með gómsætri dressingu.

Hollari brauðlausar snittur.

Ég elska svona sætkartöflu snittur. Bæði svo góðar og annsi fallegar á veisluborðið. Það er hægt að leika sér með allskonar álegg á svona snittur. Ég var með cashew hnetusósu, pestó, Sólgætis kínóa, ristuð fræ notaði Súper Omega fræblönduna frá Sólgæti. Papriku og spírur. Hér er góð aðferð við að baka sætkartöflusnittur. Endalausir möguleikar með meðlætið. Um að gera prufa sig áfram. Aðferð . Skera … Halda áfram að lesa: Hollari brauðlausar snittur.

Gúrku vefjur.

Gúrku vefjur eru æði með allskonar 🙂 Rúlla með rækjusalati, túnfísksalati, hummus, hnetumæjó eða því sem þér líkar. Ég var með gúrku vefjur með rækjusalati og reyktum lax. Meðlæti gufusoðnar gulrætur og avacado. Til að ná að gera svona gúrkuvefjur leggur maður akúrku þversum og notar sérstakt grænmetis járn eða góðan ostaskera. Nú eða bara sker þetta örþunnt sjálf/ur pínu stúss og verða smá ójafnar. … Halda áfram að lesa: Gúrku vefjur.

Að eiga þetta til reddý!

Þið sem fylgist með mér á snapchat vitið nú langflest að eitt af því leiðinlegra sem ég geri er að skera niður allskonar grænmeti 🙂 Að skera niður, saxa, rífa og allt til að ná þessu í rétt form til að matreiða. Ég elska að eiga til reddý grænmeti til að ganga að í ísskápnum þá er þetta svo skítlétt hinu getur maður alltaf reddað. … Halda áfram að lesa: Að eiga þetta til reddý!

Njóta og lifa.

Það þarf ekki að vera stórveisla til að njóta. Ég er ekki sérlega mikil brauðkona lengur. En þegar að ég fæ mér brauð vil ég hafa það algjöra veislu 🙂 Annað hvort baka ég það sjálf eða kaupi hjá góðum bakara „út í bæ“ Nýbakað brauð , stappað avacado og egg. Örlítið af grófu salti og nýmulin pipar. Svo mikið gott og ekkert vesen 🙂 … Halda áfram að lesa: Njóta og lifa.

Blómkálsloka.

Brauðlausar samokur eru annsi skemmtilegar. Þessi er búin til úr blómkálsgrjónum, osti og eggi. Svo er bara að leika sér með þau krydd sem við kærum okkur um. Svona samlokur eru annsi góðar og hægt að gera vel djúsí! Mér finnst þessi uppskrift annsi góð. 3dl. blómkálsgrjón( https://lifsstillsolveigar.com/2014/08/31/blomkalsgrjon-flott-adferd/ ) 1dl. rifin parmesan ostur 1 egg Smá salt og pipar ásamt Heita Pizza kryddinu frá Pottagöldrum. … Halda áfram að lesa: Blómkálsloka.

Góður morgun eða hádegisverður.

Eggjakaka. Þrjú egg pískuð upp og steikt á pönnu. Paprika, vorlaukur og camenbert ofan á. Töfrakryddið frá Pottagöldrum , salt og pipar. Þá skella inn í ofn á grillstillingu….og leyfa ostinum aðeins að bráðna. Raðað ofan á eftir eldun klettasalati , avacado og rækjum 😊 Já ljúft er það ☀️ Alltaf hægt að gera eitthvað gott með eggjum. Halda áfram að lesa: Góður morgun eða hádegisverður.

Hinar sívinsælu kotasælubollur.

Þessar bollur eru sjúklega góðar ný bakaðar . Og hægt að nota með svo mörgu. Gera gott salat nú eða smjör og ost með sultu án viðbætts sykurs. Hægt er að hafa meira af fræjum í blöndunni bæði í degið og ofan á. Velja þau fræ sem þér þykir best. Elda góða súpu og nýbakaðar brauðbollur tær snild. Hægt er að frysta þessar bollur og … Halda áfram að lesa: Hinar sívinsælu kotasælubollur.