Djúsi brauðlaus ostasamloka.

10980712_412060342274899_4569605033300308706_n

Djúsí ostasamloka.

Aðferð að „brauði“

Sjóða blómkálshrísgrjón.
Mér finnst best að skera niður blómkál…taka stönglana frá.
Bara nota blómin …hitt getur farið í snakk eða sósur 🙂
Þegar búin að skera niður blómin …setja í matvinnsluvél og mér finnst gott að telja upp á 11 meðan að vélin vinnur blómin í grjón.
Volla þá er að láta þetta í pott með sjóðandi saltvatni…bara lítið af vatni þarf ekki einu sinni að flæða yfir grjónin.
Og bara í svona 30 sec og hræra vel á meðan.
Þá setja grjónin yfir í sigti.
Til þess að ná að gera svona blómkálsbrauð þarf allllllllt vatn að fara úr grjónunum 🙂

Uppskrift að tveimum sneiðum.

3dl. blómkálsgrjón
1/2 dl. rifin parmesan ostur
1 egg
Salt og pipar…eða krydd eftir smekk.
Gott að nota ítalska pasta kryddið frá Pottagöldrum eða annað pizza krydd ef nota á þetta sé pizza botn.

Þegar að grjónin eru tilbúin og búið að ná hverjum einasta dropa af vatni af þeim.
Gott að nota síurnar sem seldar eru í Ljósinu.
Eða bara nota hreint viskastykki og kreista allt vatnið úr.
Þá bara blanda öllu saman 🙂
Hræra vel.
Og móta á ofn plötu með bökunarpappír undir „brauðsneiðar“
Baka í ofni á 200gráðum þangað til þær eru orðnar gyltar.
Þá taka út úr ofninun.
Vera búin að hita góða pönnu.
Skella sneiðunum á pönnuna  ost og meðlæti á hvora sneið.
Síðan flippa þeim saman og njóta.
Þetta er mjög gott.

Auglýsingar

Hádegið eftir hörkuátök.

10850475_10152831323905659_172667253_n

Hádegið .

Jæja þetta var hressandi tími í ræktinni 🙂
ALL hressandi….þvílíkir orkuboltar sem fyltu salinn þennan morguninn.
Og suma sé ég bara einu sinni í viku því við erum í mismunandi tímum á virkum dögum.
Hittumst kjarna gengið og tökum á því á laugardögum saman.
Og þvílíkt sem þessir aðilar koma mér endalaust á óvart…vá líkamlegur og andlegur munur á fólkinu!!!
Og var þar ein sú duglegasta sem fékk andlitið á mér til að detta niður á bringu….. 20 kíló rokin og líkaminn komin í dúndur form 🙂
Brosið og gleðin …..ánægan og að sigrast á sjálfri sér.
Þetta er ótrúlegt ❤
Til hamingju….þú veist hver þú ert duglega stelpa 😉

Svona orkutímar…kalla á góðan mat 🙂
Og þar sem maður er endurnærður og hamingjan í botn….kallar það á góða fæðu 🙂

Fékk mér súpu og salat.

Súpan góða sem yljar mér í svona kuldabolakasti…og heldur öllum flensum langt frá mér 🙂
Full af göldrum 😉

Svo er það salat með 🙂
Reyktur lax
Salat
Egg
Avacado
Mango
Paprika
Ydduð gulrót
Vorlaukur
Tómatur
Ristuð sólblómafræ

Og mulin pipar yfir allt 🙂

Dásamlegt…og nú er að fara taka jólaskraut upp úr kössum og gera reddý fyrir jólin 🙂

Lax og aftur lax .

10721088_10152689281300659_380293773_n

Hádegið.

Ég datt niður á Gullnámu 🙂
Fiskikóngurinn er bara besta búðin í bænum.
Skrapp inn til að kaupa mánudagsfiskinn 🙂
Enda alltaf í tómu tjóni þarna inni.
Þvílíkt úrval og allt svo vel framsett.
Afgreiðslan algjörlega til fyrirmyndar .
Á maður ekki að hrósa þeim sem gera vel 🙂

Allavega fékk steinbít fyrir kvöldið.
Alveg sjúklega girnilegur….

En þetta Laxa dæmi fór alveg með mig.
Eins og þið vitið er ég laxa sjúk 🙂
Og gæti borðað þessa elsku í hvert mál.
En ekki er það nú svo gott.
Laxalundir….pínu litlir lúxus bitar.
Og haldið ykkur nú á innan við 1000kr kílóið 🙂

Fékk mér kíló og setti í litlar pakkningar inn í frysti.
Því hvað er betra en að gera jafnvel fiskiþrennu eða tvennu þegar að næsta tilboð er í bænum 🙂
Vera séður.

Ég fékk mér nú samt aðeins í hádegismatinn.

Steikti með nokkrum dropum af olíu og kreisti vel af sítrónu yfir.
Skelti svo fersku mango og yddaði kurbít yfir.
Þetta er max 3min ..því tekur svo stutta stund að elda.
Átti svo steikt grænmeti frá því í gær.
Soya sósa yfir ….og þetta var sjúkt!!!

Mæli með að fylla frystinn 🙂

Sjúklega gott salat.

10672345_359732810840986_8201410117226556840_n

Hádegið.

Mig langaði svo mikið í eitthvað sjúklega gott 🙂
Með fullt af bragði og allskonar gott.
Svo reddaði mér salati með allskonar .

Salat.

Rucola
Gúrka
Plómutómatur
Spírur
Avacado
Blaðlaukur
Feta ostur
Haloumi ostur
Lamba kjöt ( afgangur af lambalæri)
Heilhveiti pasta frá Rapunzel
Ristuð fræ frá Rapunzel
Jarðaber
Rifsber
Melóna

Algjör lúxus.

Hollar en sjúklega góðar snittur á veisluborðið .

10675728_10152649412995659_8525921175362641227_n

Hádegið hjá mér í dag er tvíréttað 🙂

Því ég er að prufa að gera snittur sem ég lærði á námskeiði hjá Margrét Leifs heilsumarkþjálfun .
Og verð bara að fá að njóta 🙂

Þetta er svo mikil snild.
Og frábært til að bjóða upp á í veislum 🙂
Sætar kartöflur skornar mjög fínt í snittu lagaða bita.
Í plast poka eða lokaða skál setja smá af olíu og góðu salti.
Kartöflurnar ofan í eftir að vera búin að skera í rétta stærð.
Hrista vel saman.
Leggja síðan hvern bita á smjörpappír á ofnskúffu.
Og baka þangað til gyllt.
Alls ekki brenna þær …mjög auðvelt 🙂
Líka hægt að nota sem „kartöflu flögur“
Eftir eldun er gott að leifa þeim að þurkast vel a pappírnum.
Og nota sem „snittubrauð“ eftir að kólnar og verður pínu stökkar.

Síðan er nú bara að leika sér með innihaldið 🙂
Ég var með Philipo Berrio grænt pesto
avacado
papriku
spírur
ristuð Rapunzel fræ ( fræ blanda i pokun)

Þetta er nammi 🙂

Og núna er að njóta súpunar 🙂

Hádegis salatið beint úr garðinum.

10711346_10152645814780659_263965147_n

Hádegið .

Þetta gerist ekki betra 🙂

Ég er svo heppinn að eiga risa stóra „nammi“ skál út í garði .
Og í dag náði ég mér í allskonar salat – spínat- lauka -jarðaber .
Og bjó mér til Kínóa salat.

Sjaldan smakkað jafn mikið jummí .

Skar niður helling af allskoanr salati.
Síðan tvær tegundir af laukum.
paprika
Plómutómatur
Gúrka
Avacado
Feta ost
Jarðaber (sem vaxa villt í steinabeði hjá mér)
Og aðal sælgætis Kínoað sem ég sauð í gær.
vel af Pottagalda pipar yfir.

Þetta verður nú sennilega ekki mikið hollara.
Og mikið sem þetta er líka gott fyrir sálina 🙂
Að geta ræktað svona nammi og notið þess að eiga .

Njótið dagsins ❤

Dásamlegt hádegi.

10681838_10152643897565659_1613605675_n

Hádegið.

Tabata í morgunsárið.
Og Sigga kennari er ekkert að fara neitt silkimjúkum höndum um okkur kellurnar.
Alveg með þetta og bara gaman.

Svona gleði eins og Tabata er kallar bara fram í manni að gera betur.
Svo maður klikkar ekki á mataræðinu 🙂
Fékk mér léttsteikt grænmeti , kjúklingabaunir, alfaspírur, reykta bleikju og slettu af „trikkinu yfir“ en það er semsagt eftir eldun og það er graskersolia.
Ein tsk. yfir allt og þetta breytist í sælkera rétt 🙂
Ég er með Rapunzel olíuna.
Smakkaði svona um daginn og varð að fá þessa olíu 🙂
Og þvílíkt nammi.

Skar niður.

Papriku
Vorlauk
sveppi
Gulrætur
Mango
og steikti ásamt kjúklingabaununum.
Yddaði yfir kúrbít í rétt blálokin ( ekki gott að elda hann mikið)
Kryddaði með salt-pipar-hvítlauk-chilli

Síðan setti ég þetta á disk.
Alfa spírur yfir og reykta silunginn.
Vel að pipar og olíuna síðan bara njóta ❤

Létt hádegi.

10580195_352902784857322_8020720094685795824_n

Hádegið.

Létt og gott .

Steikt grænmeti með camenbert og kjúkling.

Paprika
Rauðlaukur
Sveppir
Gulrætur
Kúrbítur
Blómkálsgrjón
kjúklinga bitar
Camenbert

Skera niður smátt papriku-lauk-sveppi-gulrætur og steikja.
Ydda út í kúrbít ( nota sjálf Veggetti yddara )
Steikja vel saman.
Í lokin bæta við elduðum kjúkling og blómkálsgrjónunum.
Krydda til með salt-pipar-cayenepipar

Setja réttinn á disk og skera 3 bita af camenbert og stinga með á toppinn.

Vel af nýmuldnum pipar frá Pottagöldrum bara nammi 🙂

Tekur bara skotstund að græja og fínt að nota afganga í svona rétt.
Aldeilis flott í nestisboxið .

Þetta er súper gott Boost.

10603180_10152627423065659_532516896_n

Hádegið .

Gæti mögulega verið eitt besta Boost sem ég hef smakkað.

Boost.

1/2 banani
1 Grænt epli
Ein lúka frosin Bláber( úr skagafirðinum)
Tvær lúkur frosið mango
Síðan fór ég út í garð og náði í allskonar grænt kál úr kössunum hjá mér ( ekki samt Rucola of sterkt í þennan)
Aldrei hægt að setja of mikið af því svo tróð vel í skálina 
1 msk. Chia fræ ( læt bólgna út í 2 dl. af vatni í 10 mín aður en í skálina fer)
Safi úr 1/2 lime
Nóg af klaka…best ísskalt.
Vatn eftir smekk.