En afhverju ertu svona feit?

36833995_10156270560465659_4840779754384654336_n
Börn eru æði ❤
Þau segja bara það sem þau hugsa og eru oft annsi einlæg.
„Afhverju ertu svona feit Sólveig“
Þessi spurning ❤
Ég mun aldrei gleyma henni.
Lítill kútur í heimsókn hjá ungum syni.
Góðir vinir og dásamlegur drengur.
Spjölluðum oft yfir mjólkurglasi og meðlæti 🙂
Mörg ,mörg ár liðin síðan að þessi spurning kom upp.
Hvaða svar gefurðu barni sem spyr virkilega fallega og hreinlega vantaði svör við því afhverju mamma vinar hanns var svona feit.
Ekki með háði heldur forvitni.
„Afþví ég borða svo mikið“
Málið var afgreitt ❤

Jú þetta svar var skothelt fyrir litla drenginn.
En eftir sat í mínum huga „Já afhverju Sólveig“
Afhverju var ég á þessum tímapunkti 50 kílóum þyngri en í dag.
Afhverju var ég algjörlega komin í þrot með heilsuna?
Afþví ég borðaði svo mikið?
Gott svar.
En ekki sannleikurinn allur sagður ❤

Að verða offitusjuklingur er ekki sama og vera í yfirþyngd eða feit/ur.
Orðið offitusjúklingur segir sig sjálft .
Offitan er farin að veikja líkamann.
Já það gerist oft við vitum það.
Það má varla nefna það á orði að feitt fólk geti orðið offitusjúklingar.
Því við erum dálítið komin út í sitthvort hornið með offituna.
Og erfitt að fá fólk til að tala saman.
Ég er hraust kona í dag en ég er ennþá feit.
Ég er með fitu á maga, lærum, höndum já nánast allstaðar 🙂
En í dag er ég offitusjúklingur sem hugsa betur um sjálfa mig.
Lifi með offitunni í sátt ❤
Ég er við stjórn núna því ég skil betur sjúkdóminn „offitusjúklingur“
Veit að þessi sjúkdómur getur virkilega farið illa með mig .
Eins og með marga króníska sjúkdóma þarf að finna sína leið að lifa með sjúkdóminum.
Það eru óendanlega margar leiðar sem hægt er að fara til að halda þessum sjúkdóm niðri.
En oft erfitt að finna sinn veg ❤

Og er heilbrigðiskerfið farið að sjá það að ein leið útúr offitunni er ekki til.
Ein tafla, ein aðgerð, ein megrun, einn lífsstíll er ekki lausnin.
Heldur eru óteljandi möguleikar.
Eiginlega frumskógur ❤
Og oft getur komið fyrir að fólk tínist í þessum frumskógi.
Jafnvel missi móðinn, lífslöngun og trúnna á sjálfa sig.
„Éttu bara minna og hreyfðu þig“
Þetta er nú ekki meira flókið en það….
Þannig voru viðhorfin annsi lengi.

En í dag er heimurinn annar.
Meira að segja bara á mínu sex ára brölti í átt að betri heilsu hafa hlutirnir breyst hratt.
Það er farið að hlusta á okkur offitusjúklingana.
Ég er meðlimur í Evrópusamtökum offitusjúklinga innan http://www.easo.org hef unnið með þessum samtökum í fimm ár.
Þessi samtök voru stofnuð af læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki innan EASO.
Og gleymi ég aldrei þegar að Erla Gerður yfirlæknir Heilsuborgar kom að máli við mig hvort ég væri tilbúin að ferðast til Búlgaríu á offituráðstefnu og þar væri verið að stofna sjúklingasamtök offitunar í Evrópu.
Aldrei heyrt annað eins 🙂
Pakkaði í tösku of við fórum í ferðalag sem enga endi ætlar að taka.
Og í dag störfum við saman í Heilsuborginni á Heilsulausnarnámskeiðum.
Hún Erla Gerður er frumkvöðull á mörgum sviðum offitunar.
Og þar á meðal að tengja offitusjúklingana saman við verkefni Heilsuborgar.
Að leyfa okkur sem lifum með sjúkdómnum að hafa rödd.

Já þið sem enn eruð að lesa þessa rullu frá mér sem átti nú ekki að vera svona löng.
Að þá er heimurinn að vakna eins og ég sagði.
Og í dag starfa ég með nokkrum samtökum í heiminum.
Eftir stóru offituráðstefnuna í Vínarborg núna í mai , þar sem mér var boðið sem ræðumaður.
Og að standa upp á sviði í risastórum ráðstefnusal stútfullur af fólki sem hafði áhuga að heyra mína hlið offitunar.
Sögu offitusjúklings.
Magnað!
Eftir það bauðst mér að taka þátt í annsi skemmtilegu verkefni sem er að fara af stað .
Reyndar nokkrum verkefnum 🙂
En það sem mér þykir annsi vænt um er að ég er núna orðin meðlimur https://www.novonordisk.com/patients/DEEP.html
Orðin DEEP meðlimur ❤
Og mun ég starfa að nokkrum spennandi verkefnum tengt offitunni .
Já hver hefði trúað því að þegar að ég byrjaði í prógrammi hjá Heilsuborg gjörsamlega búin á því á líkama og sál .
Núna sex árum síðar……
Öll skrifin mín, ráðstefnurnar og uppskriftirnar ❤
Öll þrotlausa vinnan mín á skilningi offitunar.
Öll skílaboðin, e-mailin sem ég hef fengið og svarað.
Öll vinnan sem ég hef lagt í þetta ferli …..
Aldrei gefast upp er mitt svar til okkar allra.
Sama hvað það er alltaf til leið sem hægt er að prufa.

Hlakka mikið til að takast á við nýju verkefnin mín.
Þau eru orðin annsi mörg og ég leyfi ykkur að fylgjast betur með.
En núna er komin tími á sumarfrí !
Pakka ofan í tösku og baða mig í sólinni og ofurhitanum sem Spánarbúar þurfa að búa við þessa dagana.

Njótum sumars ❤

 

 

4 athugasemdir við “En afhverju ertu svona feit?

  1. Til hamingju. Þú stendur þig vel of ert góð gyrirmynd. Bkv. Gugga

    Get Outlook for Android

  2. Góð og fróðleg lesning Sólveig mín.
    Finnst frábært að fylgjast með þér og þinni vegferð.
    Held að samstarf þitt og Erlu Gerðar séu að breyta ansi mörgum viðhorfum í heiminum.
    Og nú er ég komin undir verndar væng Erlu (já ég upplifi það nefnilega nákvæmlega þannig) og vonandi tekst okkur að vinna með minn vanda í sameiningu. Vandinn er orðinn það stór að ég ræð ekki lengur við hann ein. Að hafa bandamann/menn eins og ykkur og annað starfsfólk Heilsuborgar gefur manni von.
    Til hamingju Sólveig með að vera komin svona langt!! Njóttu nú frísins sem þú hefur unnið vel fyrir. ❤

    1. Takk fyrir þetta mín kæra 🙂
      Og já mikið lýsir þú þessu vel!
      „komin undir verndarvæng Erlu“
      Offitan er ekkert lamb að leika við….og sem betur fer er hjálpina hægt að nálgast.
      En það tekur oft annsi langan tíma að finna sinn veg.
      Þetta er sjúkdómur sem EKKI er falin heldur berum við hann 24/7 utan á okkur.
      Dómharka og oft á tíðum engin skilningur.
      En með upplýstari heimi getum við snúið þessu við og fengið góða þjónustu og hjálp.
      Áfram við öll að bættari heimi offitunar ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s