Góðir hlutir gerast hægt og oft á hraða snigils.

1511411_10152326427825659_4582057531825067833_n

Góðan daginn.

Jæja föstudagur eins skrýtið og það er.
En komin í gallann 🙂
Og það er föstudags gleði.
Því í mínum púl tímum á föstudögum erum við léttar í lokin 🙂
Það er svo ómetanlegt að æfa með kraftmiklu og skemmtilegu fólki.
Og mínir ræktarvinir eru ekki að spara átökin 🙂
Enda er árangurinn ekki lítill.

En að komast í svona form að manni hlakki til að taka á.
Geti komist í einhvern galla og reimað á sig skónna og tekið á eins og naut.
Það gerist bara hægt og rólega.
Og maður þarf ekki að vera þvengmjór til að vera í bara fínu formi 🙂
Heldur bara ekki gefast upp.
Æfa og borða hollt skilar árangri .
Þetta tekur allt saman tíma.

Ég þarf alltaf að setja saman myndir og spá og spöklera öðruhverju .
Því ég sé ekki neinn mun nema á myndum.
Það er bara svoleiðis.
Eins skrýtið og það hljómar.
Því þolið og þrekið er eins og hjá annari konu.
En hugurinn er alltaf feitur.
Það er hugurinn sem stjórnar.
Og það þarf að passa upp á þann hluta vel.
Ég er ekki að missa kílóin þessa dagana.
Heldur er líkaminn að styrkjast og mikil breyting á allri líkamsbyggingu .
En vigtin er sú sama.
Og þar verður hugurinn pirraður.
Svo til að gefast ekki upp verður maður að treysta á árangur….trúa nógu heitt.
Aldrei gefast upp.
Mæta og græja þetta.
Passa það sem í matarkörfuna fer.
Elda rétt…borða fallega.
Njóta umfram allt lífssins og hafa gaman af.
Hugurinn þarf næringu.

Jæja þá er að koma sér í Heilsuborgina og byrja daginn .
Síðan tekur amstrið við.
Nóg að gera 🙂

Eigið góðan dag .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s