Alveg að detta í sumardaginn fyrsta.

10277787_578936862220640_5868615035517819754_n

Góðan daginn.

Jæja Páskarnir ruku .
Páskaeggin gufuð upp ….partýið búið.
Allir í mánudagsgrírinn sem er samt þriðjudagur.

Hvað ertu að gera sjálfum þér í dag?
Ertu búin að rakka þig niður fyrir ótugtarskap helgarinnar!
Fyrir að borða allan þennan mat og gúffa í í páskaeggjum!
Jafnvel ekki hreyfa þig einu sinni.
Ömurlegur einstaklingur sem aldrei gerir neitt rétt.

Úff hvað ég þekki það vel.
Vakna og byrja hamra á sjálfri mér og vera orðin bogin í lok dagsins af skömmum frá eigin sál.

Þessi hegðun er ofbeldi á sitt sjálf.
Og ber að hætta strax!
Það sem þú gerðir um helgina allur maturinn og súkkulaðið er liðin tíð.
Og á ekkert að vera hoppa í þeim polli of lengi.
Það sem skiptir máli núna er að þessi dagur er að byrja 
Og eigðu hann góðan .

Hætta að hegna og tala sjálfan sig niður.
Þú ert engin auli!
Og þótt ég birti myndir af mér eftir tugi kílóa missi….þá gerðist það ekki yfir nótt.
Ég er búin að ganga í gegnum ALLT í heimi hér til þess að koma mér til betri heilsu.
Og eitt get ég með sanni sagt.
Að það að brjóta sig niður vegna áts og niðurrífa allt það góða sem á undan hefur gengið virkar ekki!

Það sem er búið og liðið er ekki ástæða til að draga þennan dag niður.

Eigið góðan dag og njótið dagsins .
Vorið að skella á og við getum þetta öll 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s