Gleðilega páska kæru vinir.

10264775_10152315114740659_4113633792690586630_n

Góðan daginn.

Gleðilega páska kæru vinir 🙂

Hér á bæ var vaknað snemma eins og alla aðra daga.
Plútó voffi sér til þess að aldrei er sofið út .
En Páskadagur er líka pínu spes dagur .
Minn litli var spentur yfir súkkulaði eggjunum en ekki var mamman minna spent 
Enda búin að fara í gegnum rússibana með því að horfa upp á páska eggið sitt sem beið og dokaði dögum saman fyrir framan mig 24/7 .

Ætlaði ég að fá mér páskaegg í ár?
Ég sem hef yfirleitt verið í megrun alla páska síðastliðin 20 ár 
Horft upp á þá sem fengu egg og slefað.
Dottið ofan í afganga hrúgað í mig og brotið niður fyrir aumingja skapin að fá mér páskaegg sem ekki boði var.
Ok ….eftir fréttir síðastliðina daga um heil baðkör af grænmeti í staðin fyrir páskaeggið mitt humm nei takk 🙂
Síðan las ég að maður þarf að hlaupa hringinn í kringum landið til að ná af sér egginu eftir átið þann daginn!!

Svo hvað er til ráða???
Hvað á maður að gera í þessu .

Ég tók þá ákvörðun að Rís eggið sem maðurinn minn kom með heim handa mér væri mitt 
Ég var sem titrandi lauf við að opna herleg heitin eldsnemma í morgun.
Fékk mér góðan morgunmat .
Hitaði svo einn extra kaffibolla ….opnaði eggið og braut í klessu.
Allt troðfullt af nammi.
Það reyndar freistar mín lítið.
En súkkulaðið sjálft var himneskt.
Og naut ég nokkura bita all skuggalega .
þvílík alsæla.
EN svo bara varð mér flökurt hehehhehe
Langaði ekki í meira 🙂

En bara þetta að taka ákvörðun og njóta.
Ekki banna og hegna.
Ég er almennt ekki með sykuráti….því ég tel hvítan sykur sem eitur fyrir mig.
En allt er bestast í hófi.
Og þetta Páskaegg var rússibani alla leið.
Sit núna með vatnsglas og dúndur hausverk 
En alveg þess virði…einu sinni á ári .

Njótið dagsins og smakkið á súkkulaði án mórals 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s