Gleðilegt sumar og súper sól :) :)

Mojito and Daiquiri cocktails against blue sky

Góðan daginn og gleðilegt sumar  🙂

Já sumarið kemur .
Ég tel allavega niður í smá hita og jafnvel pínku sól.
Ætla telja mér trú um að þetta sumar verði æði.

Ég er nefnilega ennþá að bíða eftir sumri síðan í fyrra 
Svo þetta hlýtur að vera koma.
Annars verður þetta allavega skemmtileg byrjun á sumri .
Ætla til London og Birmingham fljótlega á skemmtilega sýningu .
Koma svo heim til að pakka fyrir Bulgaríu.
Þangað ætla ég á Evrópuráðstefnu um offitu.
Kynna mér þann heim.
Þann fræðilega og svo þann hóp sem ég tilheyri „fólkið sem er að berjast við offitu“
Fólkið sem er að berjast áfram til betra og léttara lífs.
Þetta verður fróðlegt og örugglega margt sem á eftir að koma mér á óvart.

Þá er koma heim aftur og njóta sumars 
Njóta þess að rækta garðin minn.
Fylla kassana mína af grænmeti og kryddjurtum.
Njóta útiveru og kaupa pollastígvél 
Reyna eftir bestu getu að komast í hlaupagírinn !
það er eiginlega það sem liggur á mér núna 

Annars bara plana sem minst.
Því lífið er núna.
Og um að gera njóta hvers augnabliks.
Engu hefur okkur verið lofað með tímasetningu á þessari jörð svo njótum og lifum björt 

Njótið dagsins og látum okkur dreyma um sumar 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s