Aldrei aldrei gefast upp.

10168130_10152308427795659_8014488691912096656_n

Góðan daginn 🙂

Jæja frí og páskar og allt.
Og ég vakanði eins og ég hefði orðið undir valtara.
Tók aðeins of mikið á því í salnum í gær í Heilsuborginni.
Mig verkjar í hvern einasta vöðva í líkamanum.
En þetta er svo skrýtið eins vont og þetta er….þá er þetta samt svona GOTT/VONT !

En ég er búin að vera hugsa smá í morgun.
Var eitthvað að rugla í sjálfri mér.
Er þetta þess virði??
Er þetta nú ekki komið gott?
Er þetta ekki aðeins of mikið fyrir konu með hættulegan sjúkdóm?
Ætlarðu að skora endalaust á sjálfan þig og alltaf aðeins lengra……
Bæta endalaust á stöngina 🙂
Lyfta aðeins þyngra!
Fara aðeins hraðar…..hlaupa aðeins lengra.
Læra meira um mataræðið ?
Er þetta í alvöru þess virði???

Þess vegna setti ég saman þessar myndir 🙂
Ég skoðaði þær vel.
Fór yfir tímabilin sem þessar myndir tilheyra….
Hvernig leið mér á þessu tímabili???
Er þetta þess virði???

Svarið er já!!!!!
Ég er á lífi 🙂
Og ég vil lifa lifandi.
Þetta er allt þess virði.
Þótt líkamanum í dag líði eins og eftir hægfara yfirferð á valtara!!
Hver einasti vöðvi æpir.
En að sjá hvað hægt er að gera!
Að það sé hægt ef maður bara aldrei gefst upp!!!
Heldur áfram á hverjum degi því sem maður fór af stað með.
Að komast í gott form.
Að verða FIT!
Þetta tekur tíma og það eru átök.
En þetta er þess virði alla leið   

Aldrei aldrei gefast upp.

SKAL-VIL-GET !

Eigið góðan dag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s