Góðan daginn.
Bjartur flottur dagur runnin upp .
London að vakna á Sunnudagsmorgni og hér er komið vor .
Dásamlegt að getað rölt um og setið úti og notið.
Morgunmaturinn búin að renna ljúft niður og hollustan alveg alla leið þar.
Ekki þar með sagt að ég hafi ekki aðeins skoðað morgunverðar hlaðborðið með augunum og farið á flug 🙂
En nei lét það vera að falla fyrir crosant og fleiri snúðum .
Mikið var nú gott að fá kaffið sitt.
Þar sem aðeins smá svona þoka yfir mér í dag eftir Kampaínsveislu og gleði í gærkvöldi.
Við vorum í 150 manna afmæli þar sem gleðin var þvílík.
Afmælisbarnið ættað frá Nígeríu og maturinn flaut út um allt og drykkirnir voru ekki af verri kantinum.
Fullt af góðum vinum og það er einhvernvegin best.
Svo það var stuð í henni London í gærkvöldi.
Seinni myndin er einmitt tekin þá .
Verð að sína ykkur matinn á annari mynd sem ég fékk í gær.
Þetta er einn af mínum uppáhalds diskum svona matur frá Nígeríu.
piri piri og chilli almennt í flestu og það á nú við mig.
Þannig er nú það þann daginn.
Ætla fara hrista af mér þokuna og rölta út í borgina.
London er mín borg hérna líður mér best 🙂
Bjó hérna áður og þegar að London á þig einu sinni er ekki aftur snúið.
Njótið dagsins .