Að sigra sjálfan sig.

10154335_775119369167349_591703481_n

Góðan daginn .Já málið er að þegar að maður hefur verið feita og alls ekki í formi stelpan allt sitt líf og tekur svo ákvörðun að þetta sé komið gott.
Tekur ábyrgðina á sjálfan sig og breytir sér.
Þá verður kannski þrjóskan yfirsterkari en sú sem hafði enga trú á sitt sjálft.
Að ætla sér að komast í gott form.

Hætta að kenna öllu um.
Þetta er svo mikið bara maður sjálfur
Hvert kíló sem hefur farið hef ég kvatt fyrir fullt og allt.
Hef enga þörf fyrir að geyma stóru fötin mín .
Ég mun aldrei nota þau aftur.
Stóru skónna mína víðu stígvélin …allt kvatt með virtum.

Í dag skrifa ég þetta frá henni Leifstöð
Ætla skoða vorið í London um helgina.
Hér áður var ég mikið fyrir að detta í það í útlöndum.
Ekki rúlla drukkin um heiminn heldur sukka feitt matarlega .
Það var einhvern vegin allt í boði.
Hugurinn bauð upp á hlaðborð.

þetta er allt saman búið.
Það þarf ekki allt að snúast um að troða sig út.
Og þvílíkt frelsi að koma sér útúr svona vítahring.
Það er heldur ekki slæmt að geta farið og verslað sér föt án þess að þurfa elta uppi stóru stærða deildina
Og horfa á allt sem mannni langaði að eiga en komst ekki í.

Þetta er allt saman þvílíkt frelsi 🙂

jæja þá er að koma sér út í vél og „London calling“

Eigið góðan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s