Bara halda áfram og ekki gefa þumlung eftir.

10176164_10152276343260659_625751972_n

Góðan daginn.

Já áfram gakk 🙂
Ekkert að vera klifra upp á hól og horfa til baka .
Ég er komin alla leið hingað og leiðin er bara það sem er framundan.
Ætla aldrei að bakka til baka í gamla farið.

En stundum þarf ég bara að kíkja á gamlar myndir og þá stekk ég í gallann…..sem ég var kannski eins æst í að koma mér í þann daginn.
Þetta gerist nefnilega ekki á einum degi.
Heldur mörgum „einum “ dögum sem maður vaknar og ákveður að þessi dagur sé málið til að gera aðeins betur.
Þá kemur þetta hægt og rólega.
Aldrei gefast upp ekki einu sinni gefa afslátt.

Ég ætla skella mér út í lok vikunar.
Hérna áður þá kveið mér alltaf svo fyrir að fara í flug.
beltið hætt að passa og ég í feluleik við flugfreyjurnar.
því einu sinni heyrði ég kallað fyrir aftan mig “ GETURÐU KOMIÐ MEÐ FRAMLENGINGU HINGAГ og mikið sem ég sárvorkenndi mannnum sem þar sat .
Og ekki ætlaði ég að lenda í þessu.
Svo sat fjólublá með beltið einhvern vegin næstum um mig miðja .
Í dag dreg ég vel í beltinu og nýt þess að geta sett borðið fyrir framan mig niður og notið þess að geta lagt frá mér hluti 🙂
Æ þið vitið allir þessir smá hlutir.

Svo ég er semsagt komin í gallann Tabata með Elvu snilling í morgunsárið og lífið er ljúft .

Njótið dagsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s