Góðan daginn.
Jæja smá svona sýnishorn af því sem ég hef boðið inn í mitt líf við að breyta um lífsstíl .
Allt sem á þessum lista er var sem „Hebreska“ fyrr mér áður.
Einmitt hvað er hreint mataræði?
Er það matur sem hefur verið þvegin , skrúbbaður , straujaður og pakkaður?
Hvaða röfl er þeta alltaf um hreint mataræði .
Fyrir mér er hreint mataræði afurð sem er sem minnst unninn.
Og það er smá kúnst í byrjun að koma sér yfir í hreinan mat.
Kjöt sem er óunnið ….sem ekki er búið að eiga við.
Kjúkling sem ekki hefur fengið „allar“ sprauturnar 🙂
Nota hráefni sem eru frá nattúrunar hendi.
Og vinna þau sjálf 🙂
Losa sig undan öllum E- efnunum.
Skoða og lesa betur á umbúðir.
Ég er ekki að segja að þú hlaupir saman um nokkur númer við að fara yfir í hreinan mat.
Heldur verður heilsan allt önnur.
Sleppa slæmum kryddum.
Og vanda sig með saltið.
Það er gaman að spá í þessa hluti þegar að þetta fer að skipta máli
Þegar að þú finnur hve vel líkaminn svarar fyrir sig.
Hætta gos þambi
Fara yfir í vatnið.
Mörg lítil smáatriði.
Næst þegar að þú ferð að versla spáðu aðeins í hvað fer í körfuna 🙂
Ég elda nánast allan mat frá grunni.
Og það er ótrúlegt hve auðvelt er að gera allskonar sem að maður hélt að kæmi bara úr „dollum“
Eða fengist bara tilbúið með öllum aukaefnunum.
Spáum aðeins í þetta í staðin fyrir að fara yfir í einn enn kúrinn með ÖLLUM bönnuðu vörunum .
Verum ekkert að hugsa um hvað er bannað og hvað er svona rosalega fitandi.
Heldur veljum bara rétt og hreinan mat.
Fimmtudagar eru dagar þar sem ég kem við í Lifandi Markaði
Það eru mínir nammi dagar.
Elska finna eitthvað nýtt og gómsætt í hillunum .
Það er gaman að spá í þessa hluti 🙂
Eigið góðan .