Já ég held ég verði að vera sammála þessari dömu þarna með vínglasið sitt 🙂
Í dag er ég að gera svo allt aðra hluti en mér hefði nokkrum sinnum látið mig detta í hug.
Lifi heilbrigðu lífi og nýt þess.
Þegar að ég horfi á myndir af mér frá því ég var sem þyngst og á svo þreyttum stað …
Hvað kom til að allt breyttist.
Ég sem var bara feita konan sem var með sjúkdóma og átti að opna munninn og borða töflur og stinga mig með lyfjum til að halda höfði.
Stundum held ég að ég hafi dottið á hausinn
Að láta sér detta það í hug að vera vera Blogga um hollustu og breyttan lífsstíl…ég feita stelpan 🙂
Sem komst aldrei yfir „#/#&% „Hestinn“ í leikfimi
Þoldi ég leikfimistíma .
Alltaf stóra stelpan sem lítið gat.
Brotnaði illa á baki eftir bílslys 10 ára gömul og gat lítið hreyft mig lengi vel….engin skilningur í barnaskólanum.
Bara niðurlögð í hverjum leikfimistíma.
Svona lagað situr í manni.
Og maður forðast allar líkamsræktar stöðvar eftir svona lífsreynslu.
Inn í höfðinu er alltaf takkinn sem svo auðvelt er að ýta á „Þessi feita“
En ég gat breytt þessu …snúið þetta bull niður í höfðinu
Ég get sko alveg eins og allir hinir verið í líkamsrækt 🙂
Þótt ég hefði verið „Gunna tunna“ í byrjun í skrýtnum leikfimisfötum…því ekkert fékst á konuna til að vera í.
En bara með því að taka eitt skref í einu.
Einn dag í einu og klappa mér fyrir vel unnin dag kemur þetta.
Í gær fór ég í Body Pump tíma…það eru sko alvöru tímar og mikið álag.
Og ég hefði haldið að fólk væri ruglað sem hefði sagt við mig í byrjun að þarna inni yrði ég einn daginn með stöngina og lóðin og massaði þetta
„Nei ekki ég“ ég er svo veik…svo slæm og aumingja ég.
En vaknaði ekki einu sinni með harðsperrur í morgun
Súper spræk og til meira….en róleg kona það er hvíldar dagur.
Því það þarf að passa gera ekki of mikið
Í dag hugsa ég stöðugt um að gera aðeins betur.
Bæði í hreyfingu og mataræði.
komin með yfirfull albúm af hollum mat
Búin að opna Blogg síðu sem stækkandi ferwww.lifsstillsolveigar.com
Farin að vera með á www.heilsutorg.is og www.h220.is með heilsutengd innlegg og uppskriftir
Ég þessi feita sem ekkert gat
Komin í nám í markþjálfun
Hefði aldrei trúað því .
Lífið er svo fullt af ótrúlegum hlutum.
Og það er svo gaman að vera þáttakandi að nýju 🙂
Ekki bara vera til….og bíða eftir næsta pillu skammti.
Lífið er nefnilega miklu léttara við að losa hugan úr fjötrun.
Kílóin fara við léttari hugsun og trúnna á sitt sjálft .
Þetta er hægt!
Ég er að sanna þetta á hverjum degi fyrir sjálfum mér.
Stundum klóra ég mér í höfðinu….“ Bíddu hvert ertu komin “
Eigið góðan dag .