Kjötbollur á „Bolludegi“

1904047_10152219963370659_1921420395_n

„BOLLA BOLLA í kvöldmatinn“

Heimalagaðar kjötbollur með heimalagaðri jummí sósu 
Blómkálsgrjón fyrir mömmuna….spelt pasta fyrir hina 

Þetta var sko gott 🙂

Kjötbollur.

800gr Nautahakk ( velja vel )
2 Egg
2 msk. Kotasæla
1 Laukur
3 Hvítlauks rif
1 Lúka Spínat
2 msk. Good seed Italian Herbs Hemp seed ( lifandi markaður)
1 tsk papriku duft
Chilli salt
Pipar
1 msk. Herbs de Prouence ( Pottagaldrar)

Aðferð.

Saxa niður lauk
Merja Hvítlaukinn
Setja hakkið í skál og laukin með
Bæta öllu hinu við og blanda vel saman.
Fínt að blanda öllu saman með höndunum 

Móta í bollur og setja á ofnplötu með smjörpappír undir.
Setja í ofn 200gráður hita og steikja í 45 mín.
Þá taka þær af plötunni og bæta út í sósu pottinn.

Sósan.

1 dós Tómatar dós
1 dós vatn
1 lítil dós tomat pure
1 Rauðlaukur
4 Hvítlauks rif
1/2 Rauð paprika
1 tsk. olia
1 msk. oregano krydd
salt-cayenne pipar eftir smekk ( sterkur pipar )

Laukurinn og Hvítlaukurinn skorin niður.
Steikt á pönnu með olíunni.
Tomat pure bætt við og steikt aðeins saman.
Síðan allt sett í blandara og unnið vel saman.
Smakka sósuna vel til…..ekki hafa of sterka.
Sósan á að vera flauels mjúk 🙂
Sett í pott og soðin upp og látin malla í 10min.
Bollunum bætt út í eftir suðu.

Þetta er þrælauðvelt , ódýrt , hollt og gott 🙂

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd