Vikupassi í Heilsuborg.

17920_178767578937511_1840736294_nGóðan daginn .

Vaknaði í morgun með svo miklar harðsperrur að ég var á mörkum þess að vera systir „Gosa“ spítudrengs 
Dúddamía…
Þetta tekur á allt saman 🙂
En sannarlega þess virði.
Og er ég komin í gallann enn og aftur og nú er það Tabata sem ætlar að koma þessum harðsperrum frá borði i dag .

Já ég er búin að stunda líkamsrækt núna í næstum tvö ár 
VÁ hvað það er langur tími fyrir svona kona eins og mig 🙂
Konu sem varla hafði komið inn á líkamsræktarstöðvar.
Hafði lítið að gera þar….var of FEIT.
Einmitt.
En ætlaði alltaf að mjókka svo ég gæti látið sjá mig á þessum líkamsræktarstöðvum.

Svo ég reyndi að mjókka…en blés út aftur.
Alltaf varð draumurinn um að verða „Fit og flott“ í ræktinni meira sem martröð líkast.

Þangað til ég sá Ísland í dag með konu sem heitir Helga og æfir hjá Heilsuborg 
Hetja sem fékk mig til að standa upp úr sófanum og koma mér í gang eitt skipti fyrir öll!
Þar var kona sem blómstraði með sín aukakíló.
Hún var búin að vera æfa og búin að missa helling af aukakílóum.
Ég sá samt bara að þetta var hægt með aukakílóum 
Hún blómstraði og smitaði mig.
Í dag er þessi kona komin í súper formi og allt önnur kona en áður var.
Fit og flott.
Takk Helga 🙂

Ég semsagt dreif mig í Heilsuborg og er þar ennþá 
Fór í gegnum árs prógram og ekki séns að ég væri hætt eftir það og núna tveimur árum síðar er ég ennþá að djöflast og fá harðsperrur 
Ennþá finnst mér þetta gaman.
Aukakílóunum hefur fækkar verulega 
Það er bónus.
En ég á ennþá eftir að koma nokkrum kílóum burt og gerist það bara á gleðinni 

Með þessum skrifum sem ég skrifa hér á hverjum degi á síðunni fæ ég mörg skilaboð .
Skilaboðin eru allskonar.
Allt frá því að vera hin fallegutu hrós yfir í að vera sorgleg skrif frá fólki sem er um það bil að gefast up á lífinu.
Gefast upp á sjálfum sér.
Það er sorgleg staða.
Ég get ekki hjálpað því fólki og bendi á að fólk fái sér hjálp frá fagfólki.
Ég get heldur ekki gefið ykkur matarplön eða farið yfir matardagbækur 
Það eru fagaðilar sem kunna svoleiðis tækni .

En með mínum skrifum vil ég sýna fram á að þetta er hægt!
Það er hægt að snúa við blaðinu og hefja léttara líf án þess að snúa lífinu á hvolf.
Og vonandi að einhverjum hérna hafi haft gott af.

En ég er sannfærð um að Heilsuborg kom mér til léttara lífs
Breyttur lífsstíll er það sem ég mæli með.

Og afþví að ég setti þennan leik í gang í síðustu viku að ég mundi draga út 10 manns sem fengu viku passa í Heilsuborgina ….sá leikur varð af sprengju!
Það tóku svo margir þátt að ég gat ekki bara valið 10 manns.
Svo í kvöld ætla ég og læknir Heilsuborgar hún Erla Gerður að vera í Heilsuborginni semsagt Þriðjudaginn 4.mars kl.18:30 og gefa ykkur sem vilja vikupassa í Heilsuborg og smá spjall ef þið kærið ykkur um 
Verðum í klukkutíma og vonandi sjáum við sem flesta 
Ef þið viljið sækja kort fyrir þá aðila sem ekki treysta sér er ykkur líka velkomið að kíkja við.

Endilega nýtið ykkur þetta 🙂

SKAL-VIL-GET !

Eigið góðan dag.

Hér er um viðburðinn.
https://www.facebook.com/events/266717266821695/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s