Hádegi.
Flottur tími í ræktinni og núna njóta veðurs 🙂
Hádegið er svo ljúft þegar að maður á afganga…eða kannski ekki endilega afganga.
Því ég elda yfirleitt rúmlega einmitt til að þurfa ekki að vera alltaf í eldhúsinu.
Á til steikt grænmeti í dalli.
Allskonar útfærslur….þetta var með graskerafræjum og Pistasíum.
Kjúkling steiki ég og á til þá bara til að kippa með á diskinn.
Mikið ódýrara að kaupa heila kjúklinga en að vera kaupa bringur alltaf.
Svo bara nota það grænmeti sem er til…og maturinn reddy á 5min.
Þá dettur maður ekkert í neina vitleysu 🙂