Að léttast ekki lengur á hraða ljósins.

1239734_607198452704424_12567956_n

Góðan daginn .

Seljahverfið orðið annsi jólalegt og fallegt.
Og ég sem sá eitthvað sem gæti minnt á blóm að koma upp úr moldinni í gær…..sennilega farin að sjá illa 🙂

Já það er þetta með að missa kílóin.
Þegar að allt lífið hefur nánast snúist um að missa kíló og verða mjó er erfitt að koma sér í annan gír.
Að vera stopp á vigtinni er líka sigur 
Ég hef verið stopp á vigtini lengi vel núna.
Og þetta getur farið með mig í rússibana og aldingarða bara eftir því hvernig ég næ toppstykkinu þann daginn 🙂

En ef ég bara hlusta!!
Hlusta á líkamann.
Og læt hugann ekki toga mig í kaf þá ætti þetta að vera í lagi 🙂
Að hugsa um líkamann bæði með góðri næringu og hreyfingu er alltaf plús.
Maður kemur alltaf út í plús.
Að halda sig innan ramma ekki þyngjast er stórsigur fyrir mig.
Því ég hef bara kunnað að léttast „pompa“ í vigt…og fara svo hratt upp aftur.
Snillingur í þeirri gerð af megrun.

Svo að koma sjálfri sér í skilning um að þott vigtin sé ekkki í frjálsu falli þessa dagana að þá er þetta SAMT frábært 🙂
Ég er að styrkjast.
Borða hollan mat.
Ég er frísk.
Ég er komin í gott form.
Get gengið inn í fataverslun og bent á það sem mér langar í og komist í það 
Get gengið inn í íþróttaversun og fengið ræktarföt sem passa…þarf ekki að ganga með veggjum í von um að engin afgreiðslustarfsmaður yrði á mig og ég þurfi að feisa SORRY ekki til í inni stærð.
Amen ég er fín 🙂

Eigið góðan dag .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s