Við getum þetta öll :)

10007049_10152247166230659_355395791_nGóðan mánudaginn.

Jæja allt á fullt ný vika framundan og nóg að gera.

Það að taka ákvörðun og standa ennþá við hana nokkrum árum síðar er dúndur gott .
Það hefur samt ekkert verið einn breiður vegur 🙂
það rjúka ekki af mér kílóin lengur.
Og ég er ekki komin í fatastærð „Zero“

En ég er sátt.
Vinn hörðum höndum við að koma mér enn lengra í átt að betri heilsu .
Það er ekki bara auðvelt þegar að sjúkdómar eru með í för.
En með sátt og samlyndi tekst okkur þetta nokkuð vel.
MS sjúkdómurinn er nefnilega sjúkur í breyttan lífsstíl og harðneytar að fara til baka.
Rósrauðinn sparkar í mig ef ég dirfist til að fara út af laginu.
Svo ég haga mér vel með þessum vinum og allir sáttir 🙂
Eða yfirleitt!

Í dag er pensilínið búið að ná tökum á „Tomma og Jenna “ tánni 
Hún er að lagast töluvert og í strigaskónna skal ég komast 
Meiri steipan og langar manni aldrei meir en einmitt með tomma og jenna tá að hlaupa úti ..labba í búðina skjótast upp á Vatnsenda og bara allt sem tilheyrir göngu .
Alltaf gott að fá smá áminningu hvað maður á gott 
Þótt það komi dagar sem ég hef lítið jafnvægi og skrýtna sjón þá er þetta allt bara í lagi 
Því í strigaskónna kemst ég yfirleitt…þá er ég sátt 🙂

En mikið sem ég er ánægð og þakklát sjálfri mér að hafa náð tökum á mínu lífi.
Einn dagur í einu og það er bara stuð 🙂
Ekkert er mér bannað ……
En ég ræð!

Upp úr þessu heilsu brölti hefur bara komið gott til mín 🙂
Og ég er algjörlega á allt öðrum göngustíg núna en áður.
Og veit ekkert hvert lífið tekur mig….“Elska það “
Hef trú á sjálfri mér og ætla gera marga skemmtilega hluti áfram sem tengjast heilbrigði og léttari sjálfsmynd.
Hef trú á öllum 🙂
Við getum þetta öll!

Eigið góðan dag .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s