Það er napurt úti og hjartað mitt er kramið .
Svo ég gerði fallega nærandi súpu.
Með sorg í hjarta sit ég gæði mér á þessari dásemd.
Og hugsa til fallegu skilaboðana sem elsku litla frænka mín sem ég horfði á áðan gull falleg á leiðinni inn í eilífðina…
Þegar að mamma dó núna í febrúar þá benti hún mér á í svo fallegum skilaboðum “ Þú ferð nú ekki að detta í mc Donalds dellu núna sæta “
Hún var húmoristi sem átti fallegt bros 🙂
Blessuð sé minning þín elsku Sigurveig mín.
Þessi súpa er full af ást
1 stór sæt kartafla
500gr gulrætur
1 1/2 liter vatn
1,5 dl. kaffirjómi
1 1/2 Rauðlaukur
1 Rauð paprika
1/2 Kúrbítur
4 rif Hvítlaukur
3 cm engifer
1/2 rauður chilli
2 msk .niðurskorið Kóriander
1 msk. kúmen
1. msk Paprika
1 1/2 msk. grænmetiskraftur frá Sollu
Salt og pipar
1 tsk. olia
Aðferð.
olia í pott.
Skera niður allt grænmetið .
Steikja laukinn-hvítlaukinn-engiferið-chilli-kórander og kúmen.
Vatnið yfir og allt grænmetið .
Passa að hafa sætu kartöfluna frekar í litlum bitum.
Láta suðuna koma upp og salta.
Sjóða í 10min.
Bæta grænmetiskraftinum út í og öllu kryddinu.
Sjóða þangað til allt orðið vel mjúkt en ekki ofsjóða.
Þá er að setja í blandara eða nota töfrasprota.
Gera súpuna silkimjúka og aftur í pottinn.
Sjóða í svona 5min og bæta rjómanum við í lokinn.
Ekki láta sjóða eftir það.
Dásamleg súpa .
Fékk mér fisk, blómkálsgrjón og fræ útí.
Og heimalagað Hrökkbrauð.