Að nota mat á tilfinningar.

1920069_682237435155561_1963457865_nGóðan daginn.

Hér áður notaði ég mat sem huggun við öllu.
Notaði mat líka sem verðlaun þegar að mér leið vel.
Ég notaði mat sem vopn á sjálfa mig.
Ég „skammaði “ mig með mat.
Og elskaði sjálfan mig með mat.
Notaði tilfinningar sem ástæðu fyrir að borða.

Það hefur ýmislegt gengið á í mínu lífi núna í byrjun árs.
Slys, veikindi og dauðsföll.
Og oft líður mér eins og mig langi til að rúlla mér upp í horn og liggja þar í fóstustelingu.
Eða hreinlega borða heiminn!

Fyrsta sem alltaf kemur upp í hugann þegar að mér líður ekki nógu vel eða ræð ekki við aðstæður „Borða“
Úða í mig…til að að bæla niður vanlíðan.

Þegar að elsku mamma mín fór núna í febrúar þá langaði mig bara að borða .
Borða og borða…
En sem betur fer réð ég við þær aðstæður og vann úr þeim.

Núna líður mér svipað .
Elsku frænka mín verður jarðsungin á föstudaginn.
Hún var litla frænka mín sem ég var svo stolt af.
Engill sem skín skært 

En ég er sem betur fer fær um í dag að stoppa mig frá því að borða á mig gat af tilfinningum.
Nota aðrar leiðir núna.
Nota ekki mat .
Ég reyni að hreyfa mig og fá tilfinningar þar sem útrás 🙂

Þessi vika er mér ekki auðveld og kvíði mikið fyrir lok vikunar .

Það er sárt að missa ástvini .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s