SKAL-VIL-GET alla leið :)

10006331_10152236132305659_1203352890_n

Góðan daginn.

Í gærkvöldi flaug sú hugsun gegnum hugann…..
„næs starfsdagur hjá börnunum “
Þarf ekki að vera komin á minn stað fyrr en um hádegi 
Svo ætti ég að lúllllla….kúra og knúsa 
Taka frí frá þessu Heilsuborgarpuði ?

Nei þetta flaug sem betur fer út um annað 🙂
Og sit ég hér alveg „reddy“ fyrir Tabata í morgunsárið.

Þetta er einn „lufsu“ klukkutími af heilum degi.
Hvers vegna datt mér í hug að sleppa þessu.
Jú gamla munstrið skýtur upp kollinum við minnsta tækifæri.
Læðist sem „dalalæða“

En sem betur fer er ég hætt að hlusta á svona bull 🙂
Ætla ekkert nema alla leið með heilsuna.
Gef ekki færi á neinum afslátt.
Andlega hliðin græðir mest á þessum skrípaleik í huganum.
Mér finnst ég verða sterkari.
Þá meira til í „þetta“
Mataræðið fylgir með huganum.
Því meiri velíðan því betri matur.

En allt er þetta hugarfar.
Og ekki sjálfgefið .
Við vöknum ekki einn daginn alveg akkúrat með svona hugarfar 🙂
Heldur tem ég mér svona hug.

Síðan í þessu öllu hjálpar mér mikið að fara nokkur ár aftur í tímann og skoða myndir.
Amen fyrir því ég er farin í strigaskónna….ætla aldrei á þennan stað aftur!

Eigið góðan dag.

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s