Að öðlast trú á sjálfan sig.

1781991_10152229798725659_1815003074_nGóðan daginn.

Jæja komin góður laugardagur.
Helgin skollin á.
Vikan búin að vera mjög erfið.
Og seint sem ég gleymi þessari viku 

Margir spyrja mig er þetta ekki allt annan líf í dag en áður??
Jú að vissu leiti er það allt annað líf.
Því lífið er léttara.
Ekki bara líkamlega heldur andlega.

En það hefur ekki með kílóin að gera.
Heldur fóru kílóin því ég ákvað að lífið yrði mér léttara.
Hamingjan eru ekki kíló 
Heldur hvað þú sjálf/ur gerir í átt að sáttari sjálfsmynd.

Ég gat ekki neitt því ég var svo feit.
Bara hreint ekkert.
Gat ekki orðið látið sjá mig því of feit.
En mikið var ég feitust á sálinni 🙂

Í dag eftir að hafa breytt lífinu á bjartari veg hef ég hrint sjálfri mér…já hreinlega hrint sjálfri mér út fyrir þennan leiðinlega þægindarramma 
Aldrei hefði mig grunað að ég gæti neitt af þessu.
Konan sem var bara veik og of þung.
Hætt að getað unnið við mitt starf vegna sjúkdóms.
Dæmd til örorku.

En allt er hægt 🙂

Búin að umbreyta sjálfri mér í sterka konu sem getur allt 
Iss þótt inn í mér búi oft feita stelpan og titri sem lauf….þá hrindi ég henni bara áfram 
Ef ég ekki get eitthvað finn ég leið.
Og þori í dag að hafa rödd sem hægt er að taka mark á.
Ég er ekkert betri né verri en við öll 
Alveg eins og ég á að vera.
Ég sjálf 

Í dag hef ég aðra sjón á lífinu .
Og hef lært að hlusta 
Maður græðir mikið af því .

Ef ég ekki get unnið við það sem ég gat áður.
Nú þá er að koma sér á annan stað 
Ég get margt.
Og í skóla fór ég .
Það fannst mér afleidd hugmynd áður.
Á mig yrði nú ekki tekið mark á.
„Þessari feitu“

En svona voru nú hugsanir mínar þennan morguninn .

Komin í gallann og “ pody pump “ framundan.
Sterka Sólveig elskar nú alveg að fá að leika sér með lóð í dag.
Og finna kraftinn !!

SKAL-VIL-GET .

Eigið góð dag 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s