Að sigra sjálfan sig!

1977361_10152214894575659_540849887_n

Góðan daginn .

Stundum þarf ég aðeins að pikka í „öxlina“ á mér !
Því ég er ennþá að standa mig að verki við að reyna koma mér sjálfri í smá klemmu!
Sé mig ennþá alltof þunga og hreinlega feita.

Vigtin er ennþá 10 kílóum frá mínu takmarki.
OK ég veit margir núna rúlla augum og bara hvað er að henni?

Þetta er ekki auðvelt !
Ég hef verið feita stelpan allt mitt líf.
Hugurinn minn er feitur.
Ég veit hvernig er að vera of feit og líða skelfilega illa yfir því.
Í dag er ég stanslaust að ýta við sjálfri mér.
Ég er breytt kona.
Hugsa um í dag hvað ég borða.
Hreyfingin er svo stór partur af þessu öllu….“tékk“ þar fæ ég prik 

Síðan er það breytt hugsun.
Bjartari hugsun.
En þetta gerist ekkert einn tveir og núna!
Ég hef þurft að vinna bæði líkamlega og andlega fyrir þessari breytingu.
En það erfiðasta er að breyta og hreinlega snúa við þeirri hugsun „Feita þú hvað heldur þú að þú getir“
Alla daga þarf ég að passa mig.
Þarf að passa að brjóta ekki niður það sem ég hef lagt á mig….að temja mér kærleik á sjálfan mig 🙂

Það að vera með brotna sjálfsmynd er eins og að tína upp brotinn spegil og púsla honum saman.
Þú nærð að líma brotin kannski nokkurn vegin rétt…..en það er alltaf brot eftir í myndinni.
Þannig líður mér.
Og þetta þarf ég að hjálpa sjálfri mér í gegnum.

Ég er komin langt frá þeirri konu sem er á myndinni vinstra megin…..ég sé það á myndum 
En bara á myndum!!
Ennþá með sálina þunga.
Og það er pínu spennandi að sjá hvort ég nái að koma mér frá þessu þungu konu 🙂
Nái að sigrast á sjálfri mér.

Eftir því sem tíminn líður og ég er ennþá á réttri braut fæ ég meira traust á mitt líf.
Að þetta sé að takast.
Byggi mig upp með jákvæðni , hreyfingu og að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu.
Ég veit að ég er ekki ein með svona hugsanir.
Og skammast mín ekkert fyrir þær 🙂

Já svona er lífið í dag .
Ég er komin í gallann og Tabata bíður mín í Heilsuborginni .
Búin að nærast vel í morgunsárið.
Fæ mér alltaf góðan morgunverð:)
Gæti ekki lifað daginn af nema byrja á að nærast.
Koma mér í gírinn og hlakka til að takast á við þann daginn.

SKAL-VIL-GET !

Eigið góðan dag .

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s