Þar sem sumarið er alveg að fara detta inn þá er nú ekki seinna vænna en finna nóg af litargleði 🙂
Þessi glös verða æði út í garði í sumar….eða sem desert skálar 🙂
Fór í Góða hirðinn í gær og að leita af hundateppi í bælið hanns Plútó.
Karlgreyið er Labrador sem er að fara svo úr hárum og mamma hanns vill alls ekki þvo teppið hans í þvottavélinni.
Svo Góði Hirðirinn er málið í staðinn fyrir að stífla nýju þvóttavélina.
Fann þessa fínu sæng og náttúrlega þarf maður aðeins að skoða sig um…elska þessa búð 🙂
Og datt þá niður á þessi æði glös og borgaði heilar 200kr fyrir .
Nú má sumarið koma og skál fyrir því 🙂