Hugarfar og hugarleikfimi :)

1604411_10152255773300659_1947092770_n

Góðan daginn 

Muniði eftir mér í gær?

Vaknaði á „Hlussunni“ og pínu ljótunni .
Alveg ómöguleg í smá stund.
Fór svo í Heilsuborgina á minn vanalega rúnt kl.9
Þá náttúrulega hvarf allt hlussutengt og pirringur eins og dögg fyrir sólu.

Hópurinn minn á morgnanna þessar ofur sprækur stelpur .
Algjör sálarhreinsun að umgangast svona fólk 
Takk þið eruð frábærar 🙂

Kom semsagt heim og lífið blasti við ( sjáið hvað maður getur látið hugan stórna í allar áttir )
Leit í spegilinn….jú þetta hafði lagast nema hárið var náttúrlega alveg ómögulegt 
Svo reddaði því !
Ný litið og strípuð….það gerir kraftarverk fyrir svona niðurrif 🙂
Síðan fékk ég þennan æði klút frá vinkonu sem var í sólinni 🙂
Og æði body krem.
Sjáiði hvað sálin er orðin stór þarna bara um hádegið hehehhe
Alllt virtist bara stærra og betra 🙂

Það eru oft bara lítið smáatriði sem þarf að hlúa að .
Aðeins að gera pínu fyrir sjálfan sig.
Dásamlegir vinir gera kraftarverk♥

Allavega þessi dagur endaði vel .
Og dagurinn í dag er bara strax í blóma….endaði svaraði vigtin mér betur þennan morguninn 🙂
Sjáið hvað maður er klikk….enn og aftur er það vigtin sem getur komið manni í rússibana 
Held mér sé ekki viðbjargandi…..hehehe

Jæja nóg um það þetta lyftir sér ekki sjálft!
Komin í gallann og ætla taka á því þennan morguninn.
Body Pump og nóg af því!!!
Rífa úr mér pirrings harðsperrurnar frá því í gær og koma með nýjar á silfurfati inn fyrir morgundaginn.
Er ekki lífið dásamlegt??

Eigið góðan dag .

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s