Mánudagur og snjór yfir öllu.
Þessi mánuður og sá næsti eru alltaf þvílíkir áskorunarmánuðir fyrir mig.
Því ef þú hefur búið annarsstaðar í Evrópu skilur þú mig 🙂
Evrópa er að vakna í vorfílíng.
Og inn streyma á facebook myndir af vori ( sem er náttúrulega eins og hásumar hér .
Já þetta vekur mér oft pínku pirring…..lesist kannski frekar sem nærri sturlun 🙂
Ég er mikil sumar stelpa og nánast með ofnæmi fyrir vetri……jú sem stendur yfir of lengi sjáið til.
Ekki neitt á móti snjó .
En bara til lengdar þreytt með þetta.
En núna er ég að reyna ögra mér pínu og líta á þetta sem gott
Þeir sem mig þekkja …..vita hvað ég er að meina því ég er ekki annáluð vetrar stúlka
Lítið fyrir vetrar göngur og snjóleiki á fjöllum.
Svo næstu 2 mánuði ætla ég eftir fremsta megni að finna ljósa punkta í þessu
Í dag er allavega fallegt úti.
Já þetta með að hrósa og líta á það bjarta 🙂
Skoða það fallega í hverju augnabliki í staðin fyrir að finna pirring.
Það er gaman að hrósa fólki.
Og draga fram það góða í hverjum og einum.
Það er góður siður 🙂
Og það reynist mér ekki erfitt.
En ég er líka fólk…..og það hefur reynst mér erfiðara að hrósa sjálfri mér.
Og ég finn að ég á orðið auðveldara með það ….ef ég er sátt.
Ekki bara með sjálfan mig heldur umhverfið.
Þetta heldur allt saman .
Að líða vel með sjálfum sér.
Í hvaða aðstæðum sem er .
Þótt Evrópa sé í blóma hehehehe
Líta á að það vorar alltaf.
Í staðin fyrir að hugsa „Djöfull það kemur aldrei vor“
Þetta er mér stór áskorun 🙂
En ég ætla prufa.
Svo jimmí jey það er fallegt úti.
Komin í gallann og á leið í gymið .
„Koma vel undan vetri “ svo ég geti farið að leika mér í Evrópu eftir 3 vikur ….og halda svo áfram að bíða eftir vori hér heima og njóta sumars .
Njóta þess sem lífið bíður mér uppá.
Eigið góðan dag og sjáum það bjarta 🙂