Sunnudagshádegi og vorfílingur
Komin í extra hollustu gírinn þessa dagana.
Krafturinn minn allur að koma aftur
Þetta er „Boost“ fyrir fólk með meira próf í hollustu 🙂
Mæli ekki endilega með þessum fyrir fólk sem er að prufa sig áfram og að gera sín fyrstu Boost.
Það er ekki allra að hafa grænmeti með í Boost.
En þetta var akkúrat það sem mig langaði i .
Boost með „meirapróf“
3 msk. skyr.is Vanillu
1 stór gulrót
1 Kívi
1/4 úr Avacado
Biti af sítrónu ( eftir smekk ég var djörf í dag, nota líka börkinn verður mjög bragðsterkt svo varlega
Lúka af frosnum jarðaberjum
1 frosin banani
Smá Brokolí
Engifer biti ( ég er djörf á engifer og nota með hýði og öllu…varlega mjög braðsterkt)
Allt í blandara og mauka vel
Ofan á heimagert Múslí , granatepli og gulrót .
Södd og sæl.
Þetta er algjör bomba og ég er lengi södd eftir svona !!!