Allt sem hægt er að græja fyrirfram og eiga til að kippa með sér þegar að tíminn er naumur það er alveg málið .
Ég elska svona chia grauta og hægt að gera á 1000 vegu.
Þessi grautur er súper einfaldur og nota hann mikið.
Ég blanda mitt eigið múslí úr vörum frá Sólgæti .
Blanda Tröllahöfrum og allskonar fræjum saman og á til í glerkrukku.
Nota í grautagerð, eða sem múslí, í brauðgerð og hrökkbrauðsgerð.
Uppskrift af chia graut.
2 msk. Chia fræ ( ég nota frá Sólgæti)
4 msk. Múslí (tröllahafrar, sólblómafræ, hörfræ,sesamfræ, graskersfræ)
1 tsk. Kanill
2 dl. Hnetu eða möndlumjólk (best að nota heimalagaða möndlumjólk)
Öllu blandað vel saman.
Verður að vera vel hrært saman (trikkið við góðan graut)
Geyma yfir nótt í ísskáp.
Hægt að setja í nokkrar krukkur með eða án meðlætis og stinga inn í ísskáp.
Dugir vel í svona 3-5 daga (fer eftir hvort mjólkin er heimagerð eða aðkeypt)
Ég elska allskonar með svona graut 🙂
Bláber, jarðaber, hindber, kíví, kókos, banana, þurkaða ávexti og nammi múslí 🙂
Til að toppa svona gleði er möndlusmjör svo sjúklega gott.