Heilsulausnir í Heilsuborg.

Fyrir sex árum síðan ákvað ég að gefa mér minn „síðasta“ séns á því að reyna verða mjó!
Ég hafði verið í megrun allt mitt líf MEISTARI í megrunum 🙂
Ég var komin með sjúkdóma bland í poka….MS sjúkdóminn, Vefjagigt, Rósrauða og Þvagsýrugigt ….geri aðrir betur!
Með þessar greiningar var ég við það að gefast upp<3
Hef sagt mína sögu svo oft að ég eiginlega læt staðar numið hér 🙂

En vil endilega bara minna á þetta námskeið Heilsulausnir í Heilsuborg.
Þarna byrjaði þetta allt hjá mér.
Þarna vaknaði vonin um betra líf!
Í dag sex árum síðar kem ég að þessu námskeiði .
Ekki bara virkaði þessi breytti lífsstíll heldur en hann mitt líf í dag!
Í dag er ég að vinna við þá skemmtilegustu vinnu sem ég hefi aldrei trúað að yrði mitt að stússa með.
Hver hefði trúað því að konan sem skreið meðfram veggjum í skrýtnum íþróttafötum og „nýjum“ íþróttaskóm (því engin íþróttaföt pössuðu nema nýjir skór) og tók í hendina á sjálfri sér með loforð upp á eitt ár!
Í eitt ár ætlaði ég að gera allt sem mér var bent á á!
Ætlaði að massa þessa Heilsulausnar námskeið og verða mjó.
Elsku ég þegar að ég hugsa til baka.
Ranghugmyndir og vonleysi 🙂
Ég þurfti að læra allt upp á nýtt.
Og sex árum síðar sterkari, frískari , jú 50 kílóum léttari en mjó …..hehehhe nei 🙂
Og þannig lít ég ekki á lífið lengur „Mjór/feitur“
Heilsan er númer 1,2 og þrjú!
Sama hver vigtin er ❤

En í staðin fyrir þessa mjóu hugsun eignaðist ég nýja sýn á líf mitt.
Ég get allt ❤
Meira að  segja losað mig undan lyfjum sem stjórnuðu mínu lífi.
Mér tókst hið ómögulega að mæta 5 sinnum í viku í ræktina 🙂
Og geri enn !
Og að verða heilsuhraust aftur 🙂

Já komum aftur að þessu Heilsulausnarnámskeiði , þetta námskeið sem hefur verið í stöðugri þróun í mörg ár og verður alltaf betra og flottara.
Í nýju húsnæði Heilsuborgar fæddist þetta nýja form að vera með eldhús sem hægt er að elda, malla og bralla 🙂
Og töfrarnir sem þaðan koma eru endalausir 🙂
Ég hef í gegnum árin verið mikil áhuga manneskja með að eignast betri heilsu í gegnum betri fæðu .
Hef ótrúlega trú á að fæðan okkar geti hjálpað okkur bæði andlega og líkamlega.
Með góðu mataræði er svo margt hægt.
Og ég er svo stolt og ánægð að fá að taka þáttí þessum námskeiðum.
Ég og Erla Gerður yfirlæknir Heilsuborgar sjáum um matarstússið 🙂
Hún fræðir um „afhverju“ og „hvers vegna“ Og ég elda og baka og hnoða og galdra fram það mataræði sem hjálpaði mér og hefur hjálpað annsi mörgum núna á síðustu árum 🙂
Saman erum við bara flott teymi.
En það koma annsi margir aðrir aðilar að þessu námskeiði.
Og ég er svo ánægð með þetta !!!!
Að fá loksins bara einstaka fagaðila til að fræða okkur og hjálpa okkur sem búum við að heilsan  er kannski er ekki í topp formi vegna offitu eða annara kvilla.

Set link með hérna þar sem hægt er að skoða þetta flotta námskeið betur.
https://heilsuborg.is/heilsulausnir/
Ég mæli með þessu fyrir fólk sem er tilbúið og vill gera breytingar!
Þetta er námskeið sem þú þarft að gera hlutina 🙂
Engin getur breytt þínum lífsstíl nema þú sjálf/ur!
Það er aldrei auðvelt að gera stórar breytingar.
En með stuðningi og hjálp er ALLT hægt.
Ef þú ert reddy skoðaðu málin.
Hlakka til að byrja nýtt námskeið núna í Mars ❤
Ég byrjaði á sínum tíma í mars mánuði og lít á þann mánuð í dag sem minn mánuð.
Eignaðist nýtt líf og heilbrigð hugsun tók völdin sem skilaði mér betri heilsu og sjúklega sterkum líkama.
Þessi 50 kíló fóru sem aukaverkanir á betri lífsstíl ❤

24852403_878605212287074_1901589837474140212_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s