Að eiga þetta til reddý!

Þið sem fylgist með mér á snapchat vitið nú langflest að eitt af því leiðinlegra sem ég geri er að skera niður allskonar grænmeti 🙂
Að skera niður, saxa, rífa og allt til að ná þessu í rétt form til að matreiða.
Ég elska að eiga til reddý grænmeti til að ganga að í ísskápnum þá er þetta svo skítlétt hinu getur maður alltaf reddað.
Sem þýðir að ég verð öðruhverju að græja þessa grænmetisgleði 🙂
Það er yfirlétt bara matrétt í grænmetisgleðinni það sem fyrirfinnst í ísskápnum.
Og nánast aldrei það sama 🙂
Í gærkvöldi var komið að samningsviðræðum við sjálfa mig!
„Nú stendur þú upp kona og græjar grænmeti fyrir komandi viku“
Ok ég spratt ekkert á fætur…..

En í þessari gleði var ég allskonar steikt grænmeti, hvítlauk, engifer og chillíflögur.
Tek hvítlauk, engifer og ferskan chillí (flögur ef ég ekki á til ferskan) ef ég á og mer saman í hvítlaukspressu.
Þá komin þessi fína kryddblanda ❤
Nú ef grænmetið er orðið dapurt í minna lagi í ísskápnum er um að gera saxa niður og nýta í svona grænmetisgleði.
Ég nota bara allskonar olíur við að steikja grænmeti.
í þetta sinn var ég með tvær teskeiðar ísl. smjör.
byrjaði á að bræða smjörið og bætti svo kryddblöndunni við.
Allt grænmetis á pönnuna þetta var risa haugur sem flæddi nánast út fyrir pönnuna!
Eiga til nóg því eins og hefur komið fram er þetta ekki mitt uppáhalds að græja 🙂
En aftur á móti elska að eiga haug og helling reddy.

Svo þetta hádegið var grænmetið alsælt komið á diskinn og hitað örlítið upp.
Ég vil ekki mauksteikt grænmeti…elska bíta og tyggja í smá stökt grænmeti.
Þannig ég steiki svona gleði aldrei lengi.
Með grænmetinu græjaði ég rækjusalat.
Rækjur
Egg
Ferskur sítrónusafi (hreinlega baða og drekki rækjunum í sítrónu)
Sýrður rjómi
Töfrakrydd frá Pottagöldrum
Svartur pipar

Með þessu nota ég niðursneidda gúrku …fínt sem „ritzkex“
Og smá avacado ❤

Södd og sæl og ekkert vesen því hlutirnir eru reddy og afsakanir engar 🙂

29550683_10156010934895659_658152085_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s