Það þarf ekki að vera stórveisla til að njóta.
Ég er ekki sérlega mikil brauðkona lengur.
En þegar að ég fæ mér brauð vil ég hafa það algjöra veislu 🙂
Annað hvort baka ég það sjálf eða kaupi hjá góðum bakara „út í bæ“
Nýbakað brauð , stappað avacado og egg.
Örlítið af grófu salti og nýmulin pipar.
Svo mikið gott og ekkert vesen 🙂
Þegar að brauðátið hjá mér minkaði fór ég að njóta betur og kunna meta gott brauð.
Elska súrdeigsbrauð og verð að viðurkenna að Brauð og co er pínu á uppáhalds listanum þessa dagana.
mæli alls ekki með að fólk fái sér snúðana þar…..nema þú viljir svífa um í alsælu og dreyma það sem eftir er þessa snúða 🙂
Sönn saga ❤
Mig dreymir þessa snúða 🙂
Og þegar að ég fæ mér þannig gleði…..er veisla og henni er slegið upp svo sjáldan að ég kann virkilega að meta.