Ferskt rauðkáls salat
1 lítill rauðkáls haus skorið mjög fínt.
3 msk. ólífuolía (ég nota úr bláu feta krukkunum)
2 msk. lime eða sítrónusafi
Salt og pipar
Um 1/2 bolli fín saxaðar döðlur (ég nota frá Sólgæti)
1 minni krukka blár feta
1 msk. smátt söxuð steinselja
2 tsk. vel ristuð sesam fræ
Aðferð.
Skera kálið niður fínt og setja í salat skál.
Olía ( úr Feta krukkunni) sítrónusafi, salt og pipar blandað við kálið.
Rista sesam fræin (góð vel ristuð)
Blanda síðan öllu saman við salatið, hafa döðlurnar vel saxaðar.
Mjög gott að setja meira af feta og steinelju sem smá skraut ofan á.
Þetta er svo gott salat.
Ferskt og hollt.